Spænski landsliðsframherjinn Fernando Llorente hefur staðfest að hann sé á förum frá Athletic Bilbao. Hann hefur verið sterklega orðaður við ítalska liðið Juventus að undanförnu og þykir nú líklegt að hann yfirgefi uppeldisklúbbinn sinn, jafnvel í janúar.
„Ég er á förum frá Athletic. Í sannleika sagt þá þykir mér það leitt að leika ekki með liðinu á næsta tímabili en svona er fótboltinn. Málin eru í höndum umboðsmanna. Ég hugsa bara um að æfa og spila," segir Llorente.
Þessi 27 ára gamli leikmaður hefur verið meðal bestu leikmanna á Spáni á undanförnum árum og hefur einnig verið orðaður við nokkur ensk lið í gegnum tíðina, þá sérstaklega Arsenal. Talið er að hann gæti farið til Juventus 5,7 milljónir punda.
Llorente á förum frá Bilbao

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti





Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn