Atvinnulífið áfram hlynnt upptöku evru 16. janúar 2012 06:00 Carsten Dybvad segir að tenging dönsku krónunnar við evruna hafi reynzt vel og engin áform séu uppi um að afnema hana. Mynd/Dansk Industri Samtök atvinnulífsins í Danmörku (Dansk Industri) eru enn þeirrar skoðunar að upptaka evrunnar væri í þágu hagsmuna dansks efnahagslífs, þrátt fyrir umrótið á evrusvæðinu. Þetta segir Karsten Dybvad, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við höfum ekki skipt um skoðun,“ svaraði Dybvad þegar Fréttablaðið spurði hann hvort Dansk Industri talaði enn fyrir upptöku evru. „Í skoðanakönnunum sjáum við að forystumönnum fyrirtækja sem vilja taka upp evru hefur fækkað frá því sem var, en um leið sjáum við aukinn stuðning við tengingu dönsku krónunnar við evruna.“ Dybvad segist telja að mikil andstaða við upptöku evrunnar í Danmörku samkvæmt skoðanakönnunum sé vegna þeirrar óvissu, sem ríki á evrusvæðinu. „Ef maður styngi upp á því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna á morgun, myndi fólk sennilega segja manni að bíða hægur og sjá hvernig mál þróast. En við styðjum áfram upptöku evru.“ Gengi dönsku krónunnar er fest við evruna. Dybvad segir að það fyrirkomulag hafi gagnazt Danmörku vel, aukið trú fjármálamarkaða á dönsku efnahagslífi og stuðlað að lágum vöxtum. Engar hugmyndir séu uppi um að afnema þá tengingu og leyfa gengi krónunnar að sveiflast. Per Callesen, seðlabankastjóri Danmerkur, segir að tengingin við evruna hafi tryggt aukinn stöðugleika í dönsku efnahagslífi. Ókostirnir við að nota ekki evruna sjálfa séu hins vegar að seðlabankinn geti neyðzt til að halda vöxtum hærri en á evrusvæðinu til að verja gjaldmiðilinn. Undanfarið hafi vextir í Danmörku þó verið lægri en í Þýzkalandi, sem líklega sé tímabundið. Þá hafi fyrirkomulagið í för með sér að Danmörk geti ekki tekið þátt í ákvörðunum sem tengist evrunni. Danska ríkisstjórnin hyggst taka á sig nýjar skuldbindingar í ríkisfjármálum sem er að finna í drögum að ríkisfjármálasáttmála 26 Evrópusambandsríkja. Torben M. Andersen, prófessor í hagfræði við Árósaháskóla, segir að ábyrg ríkisfjármálastefna sé nauðsynleg til að styðja trúverðugleika fastgengisstefnunnar, sem Danmörk fylgir gagnvart evrunni og koma þannig í veg fyrir spákaupmennsku með krónuna. „Lexían sem við höfum lært og stefnan sem við höfum fylgt síðan á níunda áratugnum er að ríkisfjármálastefnan er bakhjarl trúverðugleika fastgengisstefnunnar,“ sagði Andersen á fundi með blaðamönnum í Kaupmannahöfn í síðustu viku. olafur@frettabladid.is Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Samtök atvinnulífsins í Danmörku (Dansk Industri) eru enn þeirrar skoðunar að upptaka evrunnar væri í þágu hagsmuna dansks efnahagslífs, þrátt fyrir umrótið á evrusvæðinu. Þetta segir Karsten Dybvad, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við höfum ekki skipt um skoðun,“ svaraði Dybvad þegar Fréttablaðið spurði hann hvort Dansk Industri talaði enn fyrir upptöku evru. „Í skoðanakönnunum sjáum við að forystumönnum fyrirtækja sem vilja taka upp evru hefur fækkað frá því sem var, en um leið sjáum við aukinn stuðning við tengingu dönsku krónunnar við evruna.“ Dybvad segist telja að mikil andstaða við upptöku evrunnar í Danmörku samkvæmt skoðanakönnunum sé vegna þeirrar óvissu, sem ríki á evrusvæðinu. „Ef maður styngi upp á því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna á morgun, myndi fólk sennilega segja manni að bíða hægur og sjá hvernig mál þróast. En við styðjum áfram upptöku evru.“ Gengi dönsku krónunnar er fest við evruna. Dybvad segir að það fyrirkomulag hafi gagnazt Danmörku vel, aukið trú fjármálamarkaða á dönsku efnahagslífi og stuðlað að lágum vöxtum. Engar hugmyndir séu uppi um að afnema þá tengingu og leyfa gengi krónunnar að sveiflast. Per Callesen, seðlabankastjóri Danmerkur, segir að tengingin við evruna hafi tryggt aukinn stöðugleika í dönsku efnahagslífi. Ókostirnir við að nota ekki evruna sjálfa séu hins vegar að seðlabankinn geti neyðzt til að halda vöxtum hærri en á evrusvæðinu til að verja gjaldmiðilinn. Undanfarið hafi vextir í Danmörku þó verið lægri en í Þýzkalandi, sem líklega sé tímabundið. Þá hafi fyrirkomulagið í för með sér að Danmörk geti ekki tekið þátt í ákvörðunum sem tengist evrunni. Danska ríkisstjórnin hyggst taka á sig nýjar skuldbindingar í ríkisfjármálum sem er að finna í drögum að ríkisfjármálasáttmála 26 Evrópusambandsríkja. Torben M. Andersen, prófessor í hagfræði við Árósaháskóla, segir að ábyrg ríkisfjármálastefna sé nauðsynleg til að styðja trúverðugleika fastgengisstefnunnar, sem Danmörk fylgir gagnvart evrunni og koma þannig í veg fyrir spákaupmennsku með krónuna. „Lexían sem við höfum lært og stefnan sem við höfum fylgt síðan á níunda áratugnum er að ríkisfjármálastefnan er bakhjarl trúverðugleika fastgengisstefnunnar,“ sagði Andersen á fundi með blaðamönnum í Kaupmannahöfn í síðustu viku. olafur@frettabladid.is
Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent