Dregur úr flutningum þó fleiri fari en komi 25. janúar 2012 06:30 Enn flytja fleiri frá landinu en til þess, þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr brottflutningi. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna að árið 2011 fluttu 6.982 frá landinu, en 5.578 til landsins. Árið 2010 fluttu 7.759 frá Íslandi en 5.625 til landsins. Þetta þýðir að brottfluttir umfram aðflutta voru 1.404 í fyrra. Íslenskir ríkisborgarar eru í meirihluta þeirra sem fluttu frá landinu, eða 4.135 miðað við 2.847 erlenda ríkisborgara. Þeir eru einnig í meirihluta þeirra sem flytja til landsins og brottfluttir íslenskir ríkisborgarar umfram aðflutta eru 1.311. Alls fluttu 2.754 erlendir ríkisborgarar til landsins árið 2011. Flestir íslenskir ríkisborgarar fluttu til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar; 3.022 af þeim 4.135 sem fluttu. Þar af fóru 1.508 til Noregs, sem er vinsælasti áfangastaður brottfluttra. Flestir sem hingað flytja koma einnig frá þessum þremur löndum, eða 2.113 af 2.824. Erlendir ríkisborgarar flytja flestir til Póllands, eða 1.000 af 2.847 alls. Þaðan fluttu líka flestir erlendir ríkisborgar til landsins, eða 768. Langflestir þeirra sem flytja af landi brott eru undir þrítugu, tæplega 1.300 á aldrinum 25 til 29 og um 1.200 á aldrinum 20 til 24 ára. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hófust miklir búferlaflutningar til og frá landinu árið 2004 sem standa enn. Á árunum 2004 til 2008 fluttist 15.921 til landsins umfram brottflutta. Síðustu þrjú ár hefur það snúist við og hafa 8.373 flutt af landi brott umfram aðflutta. Árið 2008 fluttu tæplega 7.500 erlndir ríkisborgarar til landsins. Úr því hefur dregið við hrun, en þó fluttu 3.392 hingað árið 2009, 2.988 árið 2010 og 2.754 í fyrra. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Enn flytja fleiri frá landinu en til þess, þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr brottflutningi. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna að árið 2011 fluttu 6.982 frá landinu, en 5.578 til landsins. Árið 2010 fluttu 7.759 frá Íslandi en 5.625 til landsins. Þetta þýðir að brottfluttir umfram aðflutta voru 1.404 í fyrra. Íslenskir ríkisborgarar eru í meirihluta þeirra sem fluttu frá landinu, eða 4.135 miðað við 2.847 erlenda ríkisborgara. Þeir eru einnig í meirihluta þeirra sem flytja til landsins og brottfluttir íslenskir ríkisborgarar umfram aðflutta eru 1.311. Alls fluttu 2.754 erlendir ríkisborgarar til landsins árið 2011. Flestir íslenskir ríkisborgarar fluttu til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar; 3.022 af þeim 4.135 sem fluttu. Þar af fóru 1.508 til Noregs, sem er vinsælasti áfangastaður brottfluttra. Flestir sem hingað flytja koma einnig frá þessum þremur löndum, eða 2.113 af 2.824. Erlendir ríkisborgarar flytja flestir til Póllands, eða 1.000 af 2.847 alls. Þaðan fluttu líka flestir erlendir ríkisborgar til landsins, eða 768. Langflestir þeirra sem flytja af landi brott eru undir þrítugu, tæplega 1.300 á aldrinum 25 til 29 og um 1.200 á aldrinum 20 til 24 ára. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hófust miklir búferlaflutningar til og frá landinu árið 2004 sem standa enn. Á árunum 2004 til 2008 fluttist 15.921 til landsins umfram brottflutta. Síðustu þrjú ár hefur það snúist við og hafa 8.373 flutt af landi brott umfram aðflutta. Árið 2008 fluttu tæplega 7.500 erlndir ríkisborgarar til landsins. Úr því hefur dregið við hrun, en þó fluttu 3.392 hingað árið 2009, 2.988 árið 2010 og 2.754 í fyrra. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira