Skáldskapur og veruleiki Páll Valsson skrifar 25. janúar 2012 06:00 Guðrún Jónsdóttir skrifar grein í Fréttablaðið þar sem hún lýsir óánægju sinni með bók Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, en Hallgrímur hefur ekki farið dult með að ýmislegt í ævi og fari aðalpersónunnar, Herbjargar Maríu Björnsson, eigi sér rætur í lífi Brynhildar Georgíu Björnsson, móður Guðrúnar. Guðrún bendir meðal annars lesendum á að vilji þeir kynna sér ævi móður sinnar sé betra að lesa ævisögu Brynhildar Georgíu, Ellefu líf. Þar hefur Guðrún hárrétt fyrir sér því skáldsaga Hallgríms er alls ekki ævisaga Brynhildar Georgíu, eins og hann tekur reyndar mjög rækilega fram í aðfaraorðum að skáldsögunni. Og sem skáldsaga lýtur hún lögmálum skáldskapar og þeim einum. Alkunna er og alsiða að rithöfundar heyja sér efni í bækur sínar úr hinu daglega lífi, fyrr og nú, og búa til úr þeim sínar eigin sögur. Ýmsar þekktustu og ástsælustu persónur íslenskra bókmennta eiga sér fyrirmyndir, þótt engum komi til hugar að kalla skáldsagnapersónurnar til vitnis um hið raunverulega líf fyrirmyndanna. Við lesum til að mynda ekki Heimsljós eftir Halldór Laxness til þess að kynna okkur líf Magnúsar Hjaltasonar, sem var fyrirmynd Halldórs að Ólafi Kárasyni. Oftlega og einatt þarf höfundur að laga efnið í hendi sér svo sagan nái tilgangi sínum og bókmenntalegum markmiðum. Jafnvel í bókum sem liggja á heldur óskýrum mörkum skáldskapar og veruleika grípa höfundar til þess að víkja frá „sannleikanum" þegar bókmenntaleg nauðsyn krefur; þekkt dæmi um slíkt er Íslenskur aðall eftir hinn annars óljúgfróða höfund Þórberg Þórðarson. Konan við 1000° er viðburðarík saga um stórbrotna konu sem lifir ótrúlega tíma, enda er skáldsagan öðrum þræði saga tuttugustu aldar. Ekki var allt fallegt í þeirri sögu og óhjákvæmilegt að örlög persónu sem látin er spegla hina blóðugu öld dragi af því nokkurn dám. Trúlega hefur saga Brynhildar Georgíu leitað svo sterkt á Hallgrím vegna þess að í gegnum hana fær snjall höfundur frábært tækifæri til þess að skoða liðna öld í öllum sínum fjölbreytileika; frá hinni dýpstu eymd til hæstu hæða. Tæplega hvarflar að nokkrum lesanda að sá sé að lesa sanna ævisögu Brynhildar Georgíu, og skorinorð aðfaraorð höfundar taka þá af öll tvímæli í því efni. Þess vegna held ég að áhyggjur Guðrúnar af mannorði móður sinnar séu óþarfar. Þvert á móti held ég að skáldsaga Hallgríms kalli á bæði virðingu og samúð með söguhetjunni – og þá ef til vill á forvitni til þess að kynna sér raunverulega sögu þeirrar merkilegu konu sem blés skáldinu sagnaranda í brjóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Tólfta lífið Það var í janúar fyrir ári sem ég sá viðtal í DV við Hallgrím Helgason rithöfund. Þar kom fram að hann væri að skrifa bók byggða á sögu móður minnar sem hét Brynhildur Georgía Björnsson og lést í febrúar 2008. Þó ég hefði ekkert af skrifum Hallgríms vitað komu þau mér ekki á óvart því móðir mín hafði eitt sinn sagt mér af símtali á milli þeirra tveggja. 21. janúar 2012 06:00 Mest lesið Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir skrifar grein í Fréttablaðið þar sem hún lýsir óánægju sinni með bók Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, en Hallgrímur hefur ekki farið dult með að ýmislegt í ævi og fari aðalpersónunnar, Herbjargar Maríu Björnsson, eigi sér rætur í lífi Brynhildar Georgíu Björnsson, móður Guðrúnar. Guðrún bendir meðal annars lesendum á að vilji þeir kynna sér ævi móður sinnar sé betra að lesa ævisögu Brynhildar Georgíu, Ellefu líf. Þar hefur Guðrún hárrétt fyrir sér því skáldsaga Hallgríms er alls ekki ævisaga Brynhildar Georgíu, eins og hann tekur reyndar mjög rækilega fram í aðfaraorðum að skáldsögunni. Og sem skáldsaga lýtur hún lögmálum skáldskapar og þeim einum. Alkunna er og alsiða að rithöfundar heyja sér efni í bækur sínar úr hinu daglega lífi, fyrr og nú, og búa til úr þeim sínar eigin sögur. Ýmsar þekktustu og ástsælustu persónur íslenskra bókmennta eiga sér fyrirmyndir, þótt engum komi til hugar að kalla skáldsagnapersónurnar til vitnis um hið raunverulega líf fyrirmyndanna. Við lesum til að mynda ekki Heimsljós eftir Halldór Laxness til þess að kynna okkur líf Magnúsar Hjaltasonar, sem var fyrirmynd Halldórs að Ólafi Kárasyni. Oftlega og einatt þarf höfundur að laga efnið í hendi sér svo sagan nái tilgangi sínum og bókmenntalegum markmiðum. Jafnvel í bókum sem liggja á heldur óskýrum mörkum skáldskapar og veruleika grípa höfundar til þess að víkja frá „sannleikanum" þegar bókmenntaleg nauðsyn krefur; þekkt dæmi um slíkt er Íslenskur aðall eftir hinn annars óljúgfróða höfund Þórberg Þórðarson. Konan við 1000° er viðburðarík saga um stórbrotna konu sem lifir ótrúlega tíma, enda er skáldsagan öðrum þræði saga tuttugustu aldar. Ekki var allt fallegt í þeirri sögu og óhjákvæmilegt að örlög persónu sem látin er spegla hina blóðugu öld dragi af því nokkurn dám. Trúlega hefur saga Brynhildar Georgíu leitað svo sterkt á Hallgrím vegna þess að í gegnum hana fær snjall höfundur frábært tækifæri til þess að skoða liðna öld í öllum sínum fjölbreytileika; frá hinni dýpstu eymd til hæstu hæða. Tæplega hvarflar að nokkrum lesanda að sá sé að lesa sanna ævisögu Brynhildar Georgíu, og skorinorð aðfaraorð höfundar taka þá af öll tvímæli í því efni. Þess vegna held ég að áhyggjur Guðrúnar af mannorði móður sinnar séu óþarfar. Þvert á móti held ég að skáldsaga Hallgríms kalli á bæði virðingu og samúð með söguhetjunni – og þá ef til vill á forvitni til þess að kynna sér raunverulega sögu þeirrar merkilegu konu sem blés skáldinu sagnaranda í brjóst.
Tólfta lífið Það var í janúar fyrir ári sem ég sá viðtal í DV við Hallgrím Helgason rithöfund. Þar kom fram að hann væri að skrifa bók byggða á sögu móður minnar sem hét Brynhildur Georgía Björnsson og lést í febrúar 2008. Þó ég hefði ekkert af skrifum Hallgríms vitað komu þau mér ekki á óvart því móðir mín hafði eitt sinn sagt mér af símtali á milli þeirra tveggja. 21. janúar 2012 06:00
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun