Kostnaður við snjómokstur sprengir kostnaðaráætlun 26. janúar 2012 07:00 Stanslaus mokstur Vinnudagarnir eru langir um þessar mundir hjá þeim sem hreinsa snjóinn af götum borgarinnar. Fréttablaðið/GVA Kostnaður við snjómokstur í höfuðborginni er löngu búinn að sprengja allar áætlanir, segir Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Kostnaður borgarinnar við snjómokstur á öllu síðasta ári var um 385 milljónir króna, þar af nærri 150 milljónir króna vegna moksturs í desember. Árið áður var kostnaðurinn um 200 milljónir króna. Þegar er búið að bóka reikninga fyrir um 50 milljónir króna vegna moksturs í janúar, en sú tala á eftir að hækka verulega. „Menn reyna að fara vel með peningana, en við þurfum að halda ákveðnu þjónustustigi," segir Sighvatur. Þrátt fyrir fannfergið gekk vel að halda stofnæðum borgarinnar opnum, segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingastjóri framkvæmdasviðs borgarinnar. Hann segir að á nokkrum stöðum í húsagötum hafi snjóruðningsmenn lent í vandræðum þar sem fólk hafi skilið bíla eftir úti í kanti þar sem ófært hafi verið inn á bílastæði. „Við verðum fram eftir í dag [í gær] að hreinsa, það hefur verið mikið um það. Þetta eru oft langir dagar í snjóhreinsuninni en við erum áfram bjartsýn og jákvæð," segir Jón Halldór. Fleiri finna fyrir snjóþyngslunum en þeir sem þurfa að ryðja snjóinn. „Það er ansi erfitt fyrir blaðberana að vinna þessa dagana," segir Dagný Ragnarsdóttir, dreifingarstjóri hjá Póstdreifingu, sem dreifir meðal annars Fréttablaðinu. Hún segir allt of mikið um að fólk moki seint og illa leiðina frá götu að útidyrum, og segir víða þurfa að huga betur að lýsingu. „Það hefur verið meira um það í vetur en áður að fólkið okkar slasist við útburðinn," segir Dagný. Hún segir dæmi um handleggsbrot og brákuð rifbein eftir byltu í snjó og hálku, og sumir séu lengi frá vinnu. Blaðberunum er uppálagt að leggja sig ekki í hættu, og sleppa því að bera út í hús þar sem þeir treysta sér ekki yfir svellbunka eða snævi þaktar tröppur að útidyrum. Útburður hjá Póstinum hefur tafist vegna snjóþyngsla á höfuðborgarsvæðinu, segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum. „Það er borið út þó það taki lengri tíma en á góðum sumardegi," segir Ágústa. Hún segir útburðinn hafa gengið þokkalega víðast hvar, en ekki hafi tekist að koma pósti til Tálknafjarðar og Bíldudals vegna ófærðar, og því ekki borið út þar í gær. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Kostnaður við snjómokstur í höfuðborginni er löngu búinn að sprengja allar áætlanir, segir Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Kostnaður borgarinnar við snjómokstur á öllu síðasta ári var um 385 milljónir króna, þar af nærri 150 milljónir króna vegna moksturs í desember. Árið áður var kostnaðurinn um 200 milljónir króna. Þegar er búið að bóka reikninga fyrir um 50 milljónir króna vegna moksturs í janúar, en sú tala á eftir að hækka verulega. „Menn reyna að fara vel með peningana, en við þurfum að halda ákveðnu þjónustustigi," segir Sighvatur. Þrátt fyrir fannfergið gekk vel að halda stofnæðum borgarinnar opnum, segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingastjóri framkvæmdasviðs borgarinnar. Hann segir að á nokkrum stöðum í húsagötum hafi snjóruðningsmenn lent í vandræðum þar sem fólk hafi skilið bíla eftir úti í kanti þar sem ófært hafi verið inn á bílastæði. „Við verðum fram eftir í dag [í gær] að hreinsa, það hefur verið mikið um það. Þetta eru oft langir dagar í snjóhreinsuninni en við erum áfram bjartsýn og jákvæð," segir Jón Halldór. Fleiri finna fyrir snjóþyngslunum en þeir sem þurfa að ryðja snjóinn. „Það er ansi erfitt fyrir blaðberana að vinna þessa dagana," segir Dagný Ragnarsdóttir, dreifingarstjóri hjá Póstdreifingu, sem dreifir meðal annars Fréttablaðinu. Hún segir allt of mikið um að fólk moki seint og illa leiðina frá götu að útidyrum, og segir víða þurfa að huga betur að lýsingu. „Það hefur verið meira um það í vetur en áður að fólkið okkar slasist við útburðinn," segir Dagný. Hún segir dæmi um handleggsbrot og brákuð rifbein eftir byltu í snjó og hálku, og sumir séu lengi frá vinnu. Blaðberunum er uppálagt að leggja sig ekki í hættu, og sleppa því að bera út í hús þar sem þeir treysta sér ekki yfir svellbunka eða snævi þaktar tröppur að útidyrum. Útburður hjá Póstinum hefur tafist vegna snjóþyngsla á höfuðborgarsvæðinu, segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum. „Það er borið út þó það taki lengri tíma en á góðum sumardegi," segir Ágústa. Hún segir útburðinn hafa gengið þokkalega víðast hvar, en ekki hafi tekist að koma pósti til Tálknafjarðar og Bíldudals vegna ófærðar, og því ekki borið út þar í gær. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira