Eyjamenn fá nýja ferju eftir þrjú ár 26. janúar 2012 03:00 Áform um nýja ferju kynnt Fulltrúar frá Vegagerðinni, innanríkisráðuneytinu, Vestmannaeyjabæ og Siglingastofnun kynntu áform um smíði nýrrar ferju á blaðamannafundi í gær.Fréttablaðið/gva Ný ferja mun hefja siglingar milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja ekki síðar en árið 2015. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að láta smíða skipið í ljósi þeirra vandamála sem komið hafa upp með siglingar Herjólfs til hafnarinnar síðan hún var tekin í notkun um mitt ár 2010. Talið er að ferjan kosti um fjóra milljarða króna. Ferjan mun rista grynnra en Herjólfur og auðveldara verður að sigla henni í mikilli ölduhæð. Á næstunni verða hafnar viðræður um stofnun nýs hlutafélags í kringum smíði skipsins, en mögulegir eigendur verða ríkið, Vestmannaeyjabær og lífeyrissjóðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og starfshóps sem stofnaður var í fyrra undir forystu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum, Elliða Vignissonar, um málefni Herjólfs og Landeyjahafnar. Í hópnum eru einnig fulltrúar frá Siglingastofnun og Vegagerðinni. Elliði segir ófremdarástand hafa ríkt í samgöngumálum Vestmannaeyja og fagnar ákvörðun um smíði nýrrar ferju. Hann segist þó óttast tímann fram til ársins 2015. „Þetta er eins og þegar þjóðvegur fer í sundur," segir hann og nefnir til samanburðar þegar brúna yfir Múlakvísl tók af. „Ný ferja er nauðsynleg fyrir okkur og mun breyta miklu. Svo er auðvitað spurning hvort ráðherra samþykki að láta byggja tvö skip, við erum vissulega tilbúin til að skoða það líka." Ögmundur tekur undir orð Elliða og segir Vestmannaeyinga í raun hafa verið afskipta í samgöngumálum miðað við aðra landshluta. Farþegafjöldi í Herjólfi fór úr 127 þúsundum árið 2009, þegar einungis var siglt um Þorlákshöfn, í 280 þúsund árið 2011, þegar siglt var um Landeyjahöfn. Þrátt fyrir þær takmarkanir sem höfnin setur Herjólfi, mun hún áfram verða aðalhöfn og Þorlákshöfn notuð til vara. „Það munar rúmri milljón króna á hverjum degi sem siglt er til Þorlákshafnar," segir Elliði. „Það er einfaldlega dýrari og lengri leið." Í sumar lagði innanríkisráðherra fram tillögu um að hætta siglingum um Landeyjahöfn í lok janúar og sigla til Þorlákshafnar fram á sumar. „Þetta var kostur sem ég tefldi fram í viðræðunum en niðurstaða hópsins var sú að ekki væri eftirsóknarvert að fara þá leið," segir Ögmundur. „Við ættum frekar, þrátt fyrir óvissuna, að taka hinn kostinn." sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Ný ferja mun hefja siglingar milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja ekki síðar en árið 2015. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að láta smíða skipið í ljósi þeirra vandamála sem komið hafa upp með siglingar Herjólfs til hafnarinnar síðan hún var tekin í notkun um mitt ár 2010. Talið er að ferjan kosti um fjóra milljarða króna. Ferjan mun rista grynnra en Herjólfur og auðveldara verður að sigla henni í mikilli ölduhæð. Á næstunni verða hafnar viðræður um stofnun nýs hlutafélags í kringum smíði skipsins, en mögulegir eigendur verða ríkið, Vestmannaeyjabær og lífeyrissjóðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og starfshóps sem stofnaður var í fyrra undir forystu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum, Elliða Vignissonar, um málefni Herjólfs og Landeyjahafnar. Í hópnum eru einnig fulltrúar frá Siglingastofnun og Vegagerðinni. Elliði segir ófremdarástand hafa ríkt í samgöngumálum Vestmannaeyja og fagnar ákvörðun um smíði nýrrar ferju. Hann segist þó óttast tímann fram til ársins 2015. „Þetta er eins og þegar þjóðvegur fer í sundur," segir hann og nefnir til samanburðar þegar brúna yfir Múlakvísl tók af. „Ný ferja er nauðsynleg fyrir okkur og mun breyta miklu. Svo er auðvitað spurning hvort ráðherra samþykki að láta byggja tvö skip, við erum vissulega tilbúin til að skoða það líka." Ögmundur tekur undir orð Elliða og segir Vestmannaeyinga í raun hafa verið afskipta í samgöngumálum miðað við aðra landshluta. Farþegafjöldi í Herjólfi fór úr 127 þúsundum árið 2009, þegar einungis var siglt um Þorlákshöfn, í 280 þúsund árið 2011, þegar siglt var um Landeyjahöfn. Þrátt fyrir þær takmarkanir sem höfnin setur Herjólfi, mun hún áfram verða aðalhöfn og Þorlákshöfn notuð til vara. „Það munar rúmri milljón króna á hverjum degi sem siglt er til Þorlákshafnar," segir Elliði. „Það er einfaldlega dýrari og lengri leið." Í sumar lagði innanríkisráðherra fram tillögu um að hætta siglingum um Landeyjahöfn í lok janúar og sigla til Þorlákshafnar fram á sumar. „Þetta var kostur sem ég tefldi fram í viðræðunum en niðurstaða hópsins var sú að ekki væri eftirsóknarvert að fara þá leið," segir Ögmundur. „Við ættum frekar, þrátt fyrir óvissuna, að taka hinn kostinn." sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira