Eyjamenn fá nýja ferju eftir þrjú ár 26. janúar 2012 03:00 Áform um nýja ferju kynnt Fulltrúar frá Vegagerðinni, innanríkisráðuneytinu, Vestmannaeyjabæ og Siglingastofnun kynntu áform um smíði nýrrar ferju á blaðamannafundi í gær.Fréttablaðið/gva Ný ferja mun hefja siglingar milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja ekki síðar en árið 2015. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að láta smíða skipið í ljósi þeirra vandamála sem komið hafa upp með siglingar Herjólfs til hafnarinnar síðan hún var tekin í notkun um mitt ár 2010. Talið er að ferjan kosti um fjóra milljarða króna. Ferjan mun rista grynnra en Herjólfur og auðveldara verður að sigla henni í mikilli ölduhæð. Á næstunni verða hafnar viðræður um stofnun nýs hlutafélags í kringum smíði skipsins, en mögulegir eigendur verða ríkið, Vestmannaeyjabær og lífeyrissjóðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og starfshóps sem stofnaður var í fyrra undir forystu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum, Elliða Vignissonar, um málefni Herjólfs og Landeyjahafnar. Í hópnum eru einnig fulltrúar frá Siglingastofnun og Vegagerðinni. Elliði segir ófremdarástand hafa ríkt í samgöngumálum Vestmannaeyja og fagnar ákvörðun um smíði nýrrar ferju. Hann segist þó óttast tímann fram til ársins 2015. „Þetta er eins og þegar þjóðvegur fer í sundur," segir hann og nefnir til samanburðar þegar brúna yfir Múlakvísl tók af. „Ný ferja er nauðsynleg fyrir okkur og mun breyta miklu. Svo er auðvitað spurning hvort ráðherra samþykki að láta byggja tvö skip, við erum vissulega tilbúin til að skoða það líka." Ögmundur tekur undir orð Elliða og segir Vestmannaeyinga í raun hafa verið afskipta í samgöngumálum miðað við aðra landshluta. Farþegafjöldi í Herjólfi fór úr 127 þúsundum árið 2009, þegar einungis var siglt um Þorlákshöfn, í 280 þúsund árið 2011, þegar siglt var um Landeyjahöfn. Þrátt fyrir þær takmarkanir sem höfnin setur Herjólfi, mun hún áfram verða aðalhöfn og Þorlákshöfn notuð til vara. „Það munar rúmri milljón króna á hverjum degi sem siglt er til Þorlákshafnar," segir Elliði. „Það er einfaldlega dýrari og lengri leið." Í sumar lagði innanríkisráðherra fram tillögu um að hætta siglingum um Landeyjahöfn í lok janúar og sigla til Þorlákshafnar fram á sumar. „Þetta var kostur sem ég tefldi fram í viðræðunum en niðurstaða hópsins var sú að ekki væri eftirsóknarvert að fara þá leið," segir Ögmundur. „Við ættum frekar, þrátt fyrir óvissuna, að taka hinn kostinn." sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Ný ferja mun hefja siglingar milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja ekki síðar en árið 2015. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að láta smíða skipið í ljósi þeirra vandamála sem komið hafa upp með siglingar Herjólfs til hafnarinnar síðan hún var tekin í notkun um mitt ár 2010. Talið er að ferjan kosti um fjóra milljarða króna. Ferjan mun rista grynnra en Herjólfur og auðveldara verður að sigla henni í mikilli ölduhæð. Á næstunni verða hafnar viðræður um stofnun nýs hlutafélags í kringum smíði skipsins, en mögulegir eigendur verða ríkið, Vestmannaeyjabær og lífeyrissjóðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og starfshóps sem stofnaður var í fyrra undir forystu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum, Elliða Vignissonar, um málefni Herjólfs og Landeyjahafnar. Í hópnum eru einnig fulltrúar frá Siglingastofnun og Vegagerðinni. Elliði segir ófremdarástand hafa ríkt í samgöngumálum Vestmannaeyja og fagnar ákvörðun um smíði nýrrar ferju. Hann segist þó óttast tímann fram til ársins 2015. „Þetta er eins og þegar þjóðvegur fer í sundur," segir hann og nefnir til samanburðar þegar brúna yfir Múlakvísl tók af. „Ný ferja er nauðsynleg fyrir okkur og mun breyta miklu. Svo er auðvitað spurning hvort ráðherra samþykki að láta byggja tvö skip, við erum vissulega tilbúin til að skoða það líka." Ögmundur tekur undir orð Elliða og segir Vestmannaeyinga í raun hafa verið afskipta í samgöngumálum miðað við aðra landshluta. Farþegafjöldi í Herjólfi fór úr 127 þúsundum árið 2009, þegar einungis var siglt um Þorlákshöfn, í 280 þúsund árið 2011, þegar siglt var um Landeyjahöfn. Þrátt fyrir þær takmarkanir sem höfnin setur Herjólfi, mun hún áfram verða aðalhöfn og Þorlákshöfn notuð til vara. „Það munar rúmri milljón króna á hverjum degi sem siglt er til Þorlákshafnar," segir Elliði. „Það er einfaldlega dýrari og lengri leið." Í sumar lagði innanríkisráðherra fram tillögu um að hætta siglingum um Landeyjahöfn í lok janúar og sigla til Þorlákshafnar fram á sumar. „Þetta var kostur sem ég tefldi fram í viðræðunum en niðurstaða hópsins var sú að ekki væri eftirsóknarvert að fara þá leið," segir Ögmundur. „Við ættum frekar, þrátt fyrir óvissuna, að taka hinn kostinn." sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira