Hvetjum til húsnæðissparnaðar Eygló Harðardóttir skrifar 27. janúar 2012 06:00 Sögulega hefur lítill sparnaður verið á Íslandi. Því hafði það alvarlegar afleiðingar þegar lög um sparnað vegna húsnæðis voru afnumin í lok síðustu aldar. Það unga fólk sem keypti sína fyrstu eign á árunum 2000 til 2008 átti lítið sem ekkert eigið fé. Til að koma til móts við takmarkað eigið fé stóðu því til boða lán með allt að 100% veðsetningu. Fáir valkostir buðust umfram séreign og eina leiðin sem margir sáu til að tryggja sér öruggt húsnæði var að taka lán og fá lánað veð hjá ættingjum og vinum. Í dag stendur þessi hópur eftir með þunga skuldabyrði vegna mikilla hækkana á verðtryggðum lánum og lækkandi fasteignaverðs. Búsetuformum hefur ekki fjölgað, verðtryggingin tröllríður enn bókhaldi íslenskra heimila og enginn hvati er til sparnaðar vegna húsnæðiskaupa. Því er ekki að furða að þeir sem hafa ekki enn drekkt sér í skuldum horfa með hryllingi til þátttöku á íslenskum húsnæðismarkaði. Úr þessu verður að bæta. Undir minni forystu lagði meirihluti verðtryggingarnefndar efnahags- og viðskiptaráðherra til fjölmargar leiðir til að búa til betri húsnæðismarkað. Þar er lagt til að innleitt verði óverðtryggt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd, í stað verðtryggðra jafngreiðslulána. Brýnt væri að fjölga búsetuformum með því að styrkja rekstrarumhverfi leigufélaga og húsnæðissamvinnufélaga. Það væri hægt að gera með því að styðja við fjármögnun þeirra með stofnstyrkjum, ívilnunum og tímabundnum opinberum stuðningi og breytingum á húsnæðisbótakerfinu. Þegar er unnið að þessu. Síðast en ekki síst þyrfti að hvetja til sparnaðar. Það verður að gera til að hraða eignamyndun, lækka fjármagnskostnað og minnka skuldsetningu heimilanna. Því hyggst ég leggja fram frumvarp um skattaívilnun til ungs fólks sem vill leggja til hliðar peninga til að kaupa húsnæði eða búseturétt. Þar er lagt til að reglubundinn sparnaður til húsnæðisöflunar sem stofnað er til fyrir 34 ára aldur veiti 20% skattaafslátt af innleggi hvers árs, að hámarki 200 þús. kr. Sparnaðurinn yrði undanþeginn fjármagnstekjuskatti. Þannig tryggjum við að börnin okkar steypi sér aldrei aftur í sömu skuldir og við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Sögulega hefur lítill sparnaður verið á Íslandi. Því hafði það alvarlegar afleiðingar þegar lög um sparnað vegna húsnæðis voru afnumin í lok síðustu aldar. Það unga fólk sem keypti sína fyrstu eign á árunum 2000 til 2008 átti lítið sem ekkert eigið fé. Til að koma til móts við takmarkað eigið fé stóðu því til boða lán með allt að 100% veðsetningu. Fáir valkostir buðust umfram séreign og eina leiðin sem margir sáu til að tryggja sér öruggt húsnæði var að taka lán og fá lánað veð hjá ættingjum og vinum. Í dag stendur þessi hópur eftir með þunga skuldabyrði vegna mikilla hækkana á verðtryggðum lánum og lækkandi fasteignaverðs. Búsetuformum hefur ekki fjölgað, verðtryggingin tröllríður enn bókhaldi íslenskra heimila og enginn hvati er til sparnaðar vegna húsnæðiskaupa. Því er ekki að furða að þeir sem hafa ekki enn drekkt sér í skuldum horfa með hryllingi til þátttöku á íslenskum húsnæðismarkaði. Úr þessu verður að bæta. Undir minni forystu lagði meirihluti verðtryggingarnefndar efnahags- og viðskiptaráðherra til fjölmargar leiðir til að búa til betri húsnæðismarkað. Þar er lagt til að innleitt verði óverðtryggt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd, í stað verðtryggðra jafngreiðslulána. Brýnt væri að fjölga búsetuformum með því að styrkja rekstrarumhverfi leigufélaga og húsnæðissamvinnufélaga. Það væri hægt að gera með því að styðja við fjármögnun þeirra með stofnstyrkjum, ívilnunum og tímabundnum opinberum stuðningi og breytingum á húsnæðisbótakerfinu. Þegar er unnið að þessu. Síðast en ekki síst þyrfti að hvetja til sparnaðar. Það verður að gera til að hraða eignamyndun, lækka fjármagnskostnað og minnka skuldsetningu heimilanna. Því hyggst ég leggja fram frumvarp um skattaívilnun til ungs fólks sem vill leggja til hliðar peninga til að kaupa húsnæði eða búseturétt. Þar er lagt til að reglubundinn sparnaður til húsnæðisöflunar sem stofnað er til fyrir 34 ára aldur veiti 20% skattaafslátt af innleggi hvers árs, að hámarki 200 þús. kr. Sparnaðurinn yrði undanþeginn fjármagnstekjuskatti. Þannig tryggjum við að börnin okkar steypi sér aldrei aftur í sömu skuldir og við.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun