Bláar myndir 28. janúar 2012 06:00 Blár ís fyrir stráka: bannaður stelpum, bleikur ís fyrir stelpur: bannaður strákum. Einhverjum ofbauð og er ekki að undra. Markaðsfólk fyrirtækja hefur ýmislegt á samviskunni, svo ekki sé meira sagt. Gargandi snilldin reynist oft hróplegt bull. Viðbrögð við eðlilegri viðleitni fólks til að forða matvælum frá afkáralegu kynjamisréttinu voru upp og ofan, ef marka má netmiðla. Í það heila verður að undra sig á afturförinni í umræðu um jafnrétti kynjanna síðustu misseri og ár. Það er furðulegt að geta jafnvel talað um andstæðinga jafnréttis. Eftir talsvert basl tókst okkur nokkurn veginn að losna við forpokuð kynjahlutverk ættuð úr trúarbrögðum, því afkomendur Adams og Evu þekktu sinn stað, en ekki tók betra við þegar þróunarkenningunni var beitt og nú megum við minnast karla á veiðum og kvenna við elda. Velkomin til ársins 2012. Kynin eru svo ólík! Gott og vel. Það verða alltaf einhverjir sem einblína á æxlunina og greina alla heilastarfsemi, hæfileika og tilfinningar út frá henni. En viljum við virkilega ýta svona gróflega undir það sem er ólíkt og greina kynin æ meir í sundur? Er það þróun í rétta átt? Hver er sá alvitri dómari sem ætlar að draga línuna á réttum stað? Er það kannski Markaðsguðinn sem hlær við gulltönn? Eiga skilin að vera svona skörp? Er ekki rúm fyrir einstaklinga af öllum toga, allt rófið? Þrátt fyrir lög og reglur sem ættu að tryggja strákum og stelpum jafnrétti erum við stödd á skrípaöld kynhlutverkanna. Það nægir að horfa til hrollvekjandi notkunar á sílikoni og sterum. Þvílík örvænting! Hvaða sjúkdómur í samfélagi okkar kallar á svona skurðaðgerðir og lyfjaneyslu? Að því er virðist búum við enn við samfélagsgerð þar sem börn og ungmenni eru kúguð af kynhlutverkum sínum, verða fyrir aðkasti, þora ekki, vilja ekki vera þau sjálf vegna þess að kynið skapar þeim örlög langt út fyrir æxlunarhlutverkið. Fyrir einstaklinginn er það þyngra en tárum taki. Fyrir þjóðfélagið er það sóun. Fyrir skömmu stóð hópur rithöfunda að ráðstefnu í Norræna húsinu sem bar heitið: Alvara málsins – bókaþjóð í ólestri. Þar var fjallað um vaxandi ólæsi barna og unglinga. Það var troðfullt út úr dyrum og gríðargóðar undirtektir áheyrenda við fjölbreyttum erindum fræðimanna og rithöfunda. Í kjölfarið hafa rithöfundarnir sem stóðu að ráðstefnunni fengið erindi og ábendingar um margt það sem tengist bóklestri barna og unglinga. Þar á meðal ýmislegt sem tengist áberandi slakri útkomu drengja í lestri. Þó fræðimenn bendi á þá einföldu staðreynd að fyrirmyndirnar verði að standa sig; karlar verði að lesa, ekki síst heima, fyrir sig og með sínum, þá skal það ekki bregðast að einhver beinir athyglinni að skökkum kynjahlutföllum meðal kennara, bókasafnskennara og höfunda barnabóka. Það veit ég að á þeim bæjum standa dyr körlum opnar upp á gátt. Komi þeir fagnandi. En þeir eru kannski bara úti að veiða. Þá eru það bækurnar. Það er ekki skrifað nóg fyrir stráka. En nóg fyrir stelpur, býst ég við. Er virkilega ekki ein bók í öllu flóðinu sem drengir geta lesið? Því margir lesa ekki eina einustu bók. Hvers vegna er í sívaxandi mæli talað um bækur fyrir stráka og bækur fyrir stelpur? Hvers vegna stía kynjunum enn meira í sundur með bókmenntunum líka? Og hvers vegna geta stelpur lesið um stráka en strákar ekki um stelpur? Þrátt fyrir stjarnfræðilegar og söluvænar kenningar um kynin verð ég að minna á að við búum á plánetunni Jörð. Saman. Þar sem ég var stödd í verslun á dögunum var mér starsýnt á mynddiska handa börnum. Tveir litir, röð diska með safni hreyfimynda: Bleik hulstur merkt skýrum stöfum STELPUR annars vegar og blá hulstur merkt STRÁKAR hins vegar. Og innihaldið? Barnaefnið um Línu langsokk og Smáfólkið var greinilega ekki ætlað strákum. Og Pósturinn Páll og Bubbi byggir er ekkert stelpuefni. Er Lína virkilega ekki líka fyrir stráka? Byggja stelpur ekki? Kunna útgefendur ekki að skammast sín? Karlar: Rísið nú upp þar sem þið kúrið við eldinn! Lesið með strákunum ykkar sögurnar um Línu langsokk og aðrar frábærar heimsbókmenntir. Svíkjum ekki börnin okkar, förum saman bæði kynin á veiðar í heimi bókanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Blár ís fyrir stráka: bannaður stelpum, bleikur ís fyrir stelpur: bannaður strákum. Einhverjum ofbauð og er ekki að undra. Markaðsfólk fyrirtækja hefur ýmislegt á samviskunni, svo ekki sé meira sagt. Gargandi snilldin reynist oft hróplegt bull. Viðbrögð við eðlilegri viðleitni fólks til að forða matvælum frá afkáralegu kynjamisréttinu voru upp og ofan, ef marka má netmiðla. Í það heila verður að undra sig á afturförinni í umræðu um jafnrétti kynjanna síðustu misseri og ár. Það er furðulegt að geta jafnvel talað um andstæðinga jafnréttis. Eftir talsvert basl tókst okkur nokkurn veginn að losna við forpokuð kynjahlutverk ættuð úr trúarbrögðum, því afkomendur Adams og Evu þekktu sinn stað, en ekki tók betra við þegar þróunarkenningunni var beitt og nú megum við minnast karla á veiðum og kvenna við elda. Velkomin til ársins 2012. Kynin eru svo ólík! Gott og vel. Það verða alltaf einhverjir sem einblína á æxlunina og greina alla heilastarfsemi, hæfileika og tilfinningar út frá henni. En viljum við virkilega ýta svona gróflega undir það sem er ólíkt og greina kynin æ meir í sundur? Er það þróun í rétta átt? Hver er sá alvitri dómari sem ætlar að draga línuna á réttum stað? Er það kannski Markaðsguðinn sem hlær við gulltönn? Eiga skilin að vera svona skörp? Er ekki rúm fyrir einstaklinga af öllum toga, allt rófið? Þrátt fyrir lög og reglur sem ættu að tryggja strákum og stelpum jafnrétti erum við stödd á skrípaöld kynhlutverkanna. Það nægir að horfa til hrollvekjandi notkunar á sílikoni og sterum. Þvílík örvænting! Hvaða sjúkdómur í samfélagi okkar kallar á svona skurðaðgerðir og lyfjaneyslu? Að því er virðist búum við enn við samfélagsgerð þar sem börn og ungmenni eru kúguð af kynhlutverkum sínum, verða fyrir aðkasti, þora ekki, vilja ekki vera þau sjálf vegna þess að kynið skapar þeim örlög langt út fyrir æxlunarhlutverkið. Fyrir einstaklinginn er það þyngra en tárum taki. Fyrir þjóðfélagið er það sóun. Fyrir skömmu stóð hópur rithöfunda að ráðstefnu í Norræna húsinu sem bar heitið: Alvara málsins – bókaþjóð í ólestri. Þar var fjallað um vaxandi ólæsi barna og unglinga. Það var troðfullt út úr dyrum og gríðargóðar undirtektir áheyrenda við fjölbreyttum erindum fræðimanna og rithöfunda. Í kjölfarið hafa rithöfundarnir sem stóðu að ráðstefnunni fengið erindi og ábendingar um margt það sem tengist bóklestri barna og unglinga. Þar á meðal ýmislegt sem tengist áberandi slakri útkomu drengja í lestri. Þó fræðimenn bendi á þá einföldu staðreynd að fyrirmyndirnar verði að standa sig; karlar verði að lesa, ekki síst heima, fyrir sig og með sínum, þá skal það ekki bregðast að einhver beinir athyglinni að skökkum kynjahlutföllum meðal kennara, bókasafnskennara og höfunda barnabóka. Það veit ég að á þeim bæjum standa dyr körlum opnar upp á gátt. Komi þeir fagnandi. En þeir eru kannski bara úti að veiða. Þá eru það bækurnar. Það er ekki skrifað nóg fyrir stráka. En nóg fyrir stelpur, býst ég við. Er virkilega ekki ein bók í öllu flóðinu sem drengir geta lesið? Því margir lesa ekki eina einustu bók. Hvers vegna er í sívaxandi mæli talað um bækur fyrir stráka og bækur fyrir stelpur? Hvers vegna stía kynjunum enn meira í sundur með bókmenntunum líka? Og hvers vegna geta stelpur lesið um stráka en strákar ekki um stelpur? Þrátt fyrir stjarnfræðilegar og söluvænar kenningar um kynin verð ég að minna á að við búum á plánetunni Jörð. Saman. Þar sem ég var stödd í verslun á dögunum var mér starsýnt á mynddiska handa börnum. Tveir litir, röð diska með safni hreyfimynda: Bleik hulstur merkt skýrum stöfum STELPUR annars vegar og blá hulstur merkt STRÁKAR hins vegar. Og innihaldið? Barnaefnið um Línu langsokk og Smáfólkið var greinilega ekki ætlað strákum. Og Pósturinn Páll og Bubbi byggir er ekkert stelpuefni. Er Lína virkilega ekki líka fyrir stráka? Byggja stelpur ekki? Kunna útgefendur ekki að skammast sín? Karlar: Rísið nú upp þar sem þið kúrið við eldinn! Lesið með strákunum ykkar sögurnar um Línu langsokk og aðrar frábærar heimsbókmenntir. Svíkjum ekki börnin okkar, förum saman bæði kynin á veiðar í heimi bókanna.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun