Betra samfélag 1. febrúar 2012 06:00 Í dag eru rétt þrjú ár liðin frá því minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG tók við völdum eftir alvarlegasta fjármálahrun í sögu lýðveldisins. Í þingkosningunum 25. apríl sama ár fengu þessir flokkar skýrt meirihlutaumboð frá kjósendum. Verkefni okkar í þágu almennings og framtíðarheilla landsmanna virtust í fyrstu nær óyfirstíganleg og sá möguleiki var raunverulega fyrir hendi að þjóðin yrði gjaldþrota ef ekki yrði hið bráðasta og af einurð tekist á við vandann. Sem gefur að skilja reyndi þetta á bein tveggja ungra flokka, Samfylkingarinnar og VG, sem báðir voru stofnaðir fyrir 12 til 13 árum. Varla var heldur við því að búast að margir vörslumenn sérhagsmuna í landinu yrðu sérlega hrifnir þegar þeir lásu samstarfsyfirlýsingu fyrstu hreinræktuðu ríkisstjórnar jafnaðar-, umhverfis- og vinstristefnu: Norrænt velferðarsamfélag skyldi vera leiðarljós, sjálfbær þróun, félagslegt réttlæti og jöfnuður og opin og skilvirk stjórnsýsla samfara lýðræðisumbótum. Ýmislegt hefur gengið á og ekki hafa allir samherjar okkar sætt sig við framkvæmd einstakra stefnumála. En mótlætið hefur hert okkur og þroskað og þegar hér er komið sögu efumst við ekki um að takast muni að ljúka stórum og mikilvægum viðfangsefnum á þeim tíma sem eftir lifir kjörtímabilsins. Við erum bjartsýn og í sóknarhug enda betri tíð í vændum. Ástæða til bjartsýniEndurreisn bankakerfisins og skuldaúrvinnsla fyrirtækjanna skapar svigrúm sem mun hleypa auknum krafti í atvinnulífið. Hagvöxtur reynist meiri en spáð var, líklega 3,5 til 4 prósent á síðasta ári. Hann gæti hæglega orðið 2,5 til 3 prósent á þessu ári en til samanburðar er því spáð að hann verði 1,5 prósent að jafnaði innan Evrópusambandsins. Ytri skilyrði geta vitanlega dregið úr vilja til fjárfestinga vegna þrálátra hremminga alþjóða fjármálakerfisins. En á móti slíku vegur að mörgu leyti ágætt ástand innanlands. Benda má á vaxandi loðnukvóta sem er góður búhnykkur og skilar milljörðum inn í hagkerfi okkar. Miklar orkuframkvæmdir eru hafnar eða í þann mund að hefjast, við Búðarháls, á norðaustursvæðinu og á suðvesturhorninu. Framvindan ræðst af þeim samningaviðræðum sem þegar eru hafnar við fjölbreyttan hóp fjárfesta sem sýnt hafa landinu áhuga. Á annan tug fjárfestingarsamninga er til skoðunar eða hafa verið undirritaðir og koma brátt til framkvæmda. Á næstunni verða stigin tvö mikilvæg skref í afnámi gjaldeyrishaftanna. Annars vegar er um að ræða annað gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands en hins vegar er um að ræða fyrsta fjárfestingarútboðið sem ætlað er að laða erlendar fjárfestingar til landsins samfara flutningi á aflandskrónum inn í landið. Matsfyrirtækið Fitch gat þess í ársbyrjun að takist útboðin vel komi til greina að lyfta Íslandi í fjárfestingarflokk. Fari svo væri Ísland á nýjan leik metið í fjárfestingarflokki af öllum stóru matsfyrirtækjunum og eitt þeirra breytti nýlega horfum Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Lýðræði og auðlindirInnan fárra vikna er stefnt að framlagningu frumvarps um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem tryggja á landsmönnum forræði yfir auðlindum sjávar og að þeir njóti eðlilegrar rentu af þeim. Sjávarútvegi hefur vegnað vel undanfarin misseri og hefur eigið fé greinarinnar tvöfaldast á milli ára. Þetta er margþætt mál og breytingar gera ríkar kröfur til allra um samstarfsvilja. Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma verður vonandi samþykkt á Alþingi innan tíðar. Með innleiðingu Árósarsamningsins, friðlýsingum svæða og mörgum fleiri aðgerðum hefur verið brotið í blað í umhverfismálum. Þá er í undirbúningi stofnun auðlindasjóðs. Við ætlum okkur að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar og koma í veg fyrir að sú merkilega lýðræðistilraun, sem við höfum beitt okkur fyrir, renni út í sandinn. Alþingi hefur til þessa reynst þetta gagngera umbótastarf um megn. Umbætur á svið lýðræðis- og mannréttindamála hafa verið og verða áfram eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Varanlegan bataEnginn þarf að velkjast í vafa um að þjóðin á síðasta orðið um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Samkvæmt ákvörðun meirihluta Alþingis er nú verið að kanna til fullnustu kosti og galla aðildar. Afstaða stjórnarflokkanna til aðildar er ólík en virðing og umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum er einmitt nauðsynleg í stórmálum sem þessu. Það ætti ekki heldur að þurfa að vefjast fyrir neinum að ríkisstjórn jafnaðar, umhverfisverndar og vinstristefnu leggur sig fram nú sem endranær um að verja félagslegt réttlæti og jöfnuð. Meðal mikilvægra verkefna á þessu sviði er að vinna áfram að því að afla haldbærra gagna um skuldastöðu heimilanna eða einstakra hópa. Aðeins á slíkum grundvelli er hægt að útfæra áframhaldandi stuðning við fjölskyldur í vanda. Heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins er enn eitt forgangsverkefnið sem mikilvægt er að ljúka á kjörtímabilinu. Margar nágrannaþjóðir spyrja sig nú hvernig það megi vera að Íslendingum hafi tekist á svo skömmum tíma að fóta sig eftir stórfellt efnahagshrun. Mest er um vert að sýna fram á að batinn er hafinn og hefur allar forsendur til þess að verða varanlegur. Einnig að dýpri og frekari umbreytingar á þjóðfélaginu eiga enn eftir að bæta mannlífið og kjörin í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag eru rétt þrjú ár liðin frá því minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG tók við völdum eftir alvarlegasta fjármálahrun í sögu lýðveldisins. Í þingkosningunum 25. apríl sama ár fengu þessir flokkar skýrt meirihlutaumboð frá kjósendum. Verkefni okkar í þágu almennings og framtíðarheilla landsmanna virtust í fyrstu nær óyfirstíganleg og sá möguleiki var raunverulega fyrir hendi að þjóðin yrði gjaldþrota ef ekki yrði hið bráðasta og af einurð tekist á við vandann. Sem gefur að skilja reyndi þetta á bein tveggja ungra flokka, Samfylkingarinnar og VG, sem báðir voru stofnaðir fyrir 12 til 13 árum. Varla var heldur við því að búast að margir vörslumenn sérhagsmuna í landinu yrðu sérlega hrifnir þegar þeir lásu samstarfsyfirlýsingu fyrstu hreinræktuðu ríkisstjórnar jafnaðar-, umhverfis- og vinstristefnu: Norrænt velferðarsamfélag skyldi vera leiðarljós, sjálfbær þróun, félagslegt réttlæti og jöfnuður og opin og skilvirk stjórnsýsla samfara lýðræðisumbótum. Ýmislegt hefur gengið á og ekki hafa allir samherjar okkar sætt sig við framkvæmd einstakra stefnumála. En mótlætið hefur hert okkur og þroskað og þegar hér er komið sögu efumst við ekki um að takast muni að ljúka stórum og mikilvægum viðfangsefnum á þeim tíma sem eftir lifir kjörtímabilsins. Við erum bjartsýn og í sóknarhug enda betri tíð í vændum. Ástæða til bjartsýniEndurreisn bankakerfisins og skuldaúrvinnsla fyrirtækjanna skapar svigrúm sem mun hleypa auknum krafti í atvinnulífið. Hagvöxtur reynist meiri en spáð var, líklega 3,5 til 4 prósent á síðasta ári. Hann gæti hæglega orðið 2,5 til 3 prósent á þessu ári en til samanburðar er því spáð að hann verði 1,5 prósent að jafnaði innan Evrópusambandsins. Ytri skilyrði geta vitanlega dregið úr vilja til fjárfestinga vegna þrálátra hremminga alþjóða fjármálakerfisins. En á móti slíku vegur að mörgu leyti ágætt ástand innanlands. Benda má á vaxandi loðnukvóta sem er góður búhnykkur og skilar milljörðum inn í hagkerfi okkar. Miklar orkuframkvæmdir eru hafnar eða í þann mund að hefjast, við Búðarháls, á norðaustursvæðinu og á suðvesturhorninu. Framvindan ræðst af þeim samningaviðræðum sem þegar eru hafnar við fjölbreyttan hóp fjárfesta sem sýnt hafa landinu áhuga. Á annan tug fjárfestingarsamninga er til skoðunar eða hafa verið undirritaðir og koma brátt til framkvæmda. Á næstunni verða stigin tvö mikilvæg skref í afnámi gjaldeyrishaftanna. Annars vegar er um að ræða annað gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands en hins vegar er um að ræða fyrsta fjárfestingarútboðið sem ætlað er að laða erlendar fjárfestingar til landsins samfara flutningi á aflandskrónum inn í landið. Matsfyrirtækið Fitch gat þess í ársbyrjun að takist útboðin vel komi til greina að lyfta Íslandi í fjárfestingarflokk. Fari svo væri Ísland á nýjan leik metið í fjárfestingarflokki af öllum stóru matsfyrirtækjunum og eitt þeirra breytti nýlega horfum Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Lýðræði og auðlindirInnan fárra vikna er stefnt að framlagningu frumvarps um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem tryggja á landsmönnum forræði yfir auðlindum sjávar og að þeir njóti eðlilegrar rentu af þeim. Sjávarútvegi hefur vegnað vel undanfarin misseri og hefur eigið fé greinarinnar tvöfaldast á milli ára. Þetta er margþætt mál og breytingar gera ríkar kröfur til allra um samstarfsvilja. Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma verður vonandi samþykkt á Alþingi innan tíðar. Með innleiðingu Árósarsamningsins, friðlýsingum svæða og mörgum fleiri aðgerðum hefur verið brotið í blað í umhverfismálum. Þá er í undirbúningi stofnun auðlindasjóðs. Við ætlum okkur að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar og koma í veg fyrir að sú merkilega lýðræðistilraun, sem við höfum beitt okkur fyrir, renni út í sandinn. Alþingi hefur til þessa reynst þetta gagngera umbótastarf um megn. Umbætur á svið lýðræðis- og mannréttindamála hafa verið og verða áfram eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Varanlegan bataEnginn þarf að velkjast í vafa um að þjóðin á síðasta orðið um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Samkvæmt ákvörðun meirihluta Alþingis er nú verið að kanna til fullnustu kosti og galla aðildar. Afstaða stjórnarflokkanna til aðildar er ólík en virðing og umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum er einmitt nauðsynleg í stórmálum sem þessu. Það ætti ekki heldur að þurfa að vefjast fyrir neinum að ríkisstjórn jafnaðar, umhverfisverndar og vinstristefnu leggur sig fram nú sem endranær um að verja félagslegt réttlæti og jöfnuð. Meðal mikilvægra verkefna á þessu sviði er að vinna áfram að því að afla haldbærra gagna um skuldastöðu heimilanna eða einstakra hópa. Aðeins á slíkum grundvelli er hægt að útfæra áframhaldandi stuðning við fjölskyldur í vanda. Heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins er enn eitt forgangsverkefnið sem mikilvægt er að ljúka á kjörtímabilinu. Margar nágrannaþjóðir spyrja sig nú hvernig það megi vera að Íslendingum hafi tekist á svo skömmum tíma að fóta sig eftir stórfellt efnahagshrun. Mest er um vert að sýna fram á að batinn er hafinn og hefur allar forsendur til þess að verða varanlegur. Einnig að dýpri og frekari umbreytingar á þjóðfélaginu eiga enn eftir að bæta mannlífið og kjörin í landinu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun