Áætlun um efnahagslegt öryggi 3. febrúar 2012 14:45 Við forsvarsmenn sex vinstriflokka á Norðurlöndunum krefjumst þess að reglur verði settar um fjármálamarkaði til að koma í veg fyrir að skattborgarar borgi reikninginn þegar bjarga á bönkum. Það þarf að gera greinarmun á þeirri bankastarfsemi sem er nauðsynleg í hverju samfélagi annars vegar og spákaupmennsku hins vegar og að auki að tryggja að geta bankanna til að standa við skuldbindingar sínar aukist til muna. Áætlun okkar miðar að því að tryggja efnahagslegt öryggi og felst m.a. í að sett verði alþjóðlegt gjald á fjármagnsflutninga milli landa. Fjármálakreppan 2007-2009 var stærsta alþjóðlega fjármálakreppa frá kreppunni miklu á fjórða áratugnum. Á örfáum vikum árið 2008 hrikti alvarlega í stoðum kerfis markaðshyggjunnar. Það eina sem bjargaði kerfinu var að ríkisstjórnir og seðlabankar dældu gríðarlega miklu magni af peningum skattgreiðenda inn í banka og aðrar fjármálastofnanir. Kreppan afhjúpaði umtalsverða galla markaðshyggjukerfisins og aðlögun þess að nýfrjálshyggjunni. Kenningin um að markaðurinn virki best án afskipta ríkisins stóðst ekki þegar til kastanna kom. Þó það standi hvergi skrifað er í öllum löndum treyst á að ríkið bjargi stórum fjármálastofnunum frá gjaldþroti. Þessi ábyrgð jafngildir miklum niðurgreiðslum á lántökukostnaði bankanna. Lánardrottnar stóru bankanna þurfa ekki að ganga úr skugga um fjárhagsstöðu þeirra. Sænski Seðlabankinn metur það svo að á árunum 2002-2010 hafi óbeina bankaábyrgðin verið um það bil 30 milljarðar sænskra króna á ári fyrir stóru bankana, sem svarar til um það bil helmings þess hagnaðar sem bankarnir hlutu, fyrir skatt. Athugun sænska Seðlabankans sýnir svipaða niðurstöðu og kom út úr könnun á stöðu mikilvægra banka í Bandaríkjunum, Noregi og Bretlandi. Það hefur þó ekki alltaf reynt á þessa óbeinu ábyrgð. Til dæmis kom bandaríska ríkisstjórnin ekki í veg fyrir gjaldþrot Lehman Brothers. Það orsakaði fjárhagslegt áfall sem barst fljótt til annarra banka, annarra landa og hafði áhrif á hagkerfið. Fall Lehman sýndi það greinilega hvaða vanda það hefur í för með sér að láta banka verða svo stóra að þeir verði „too big to fail". Reglugerðum um stóru bankana er ábótavant. Þeir hafa orðið of stórir og þetta hefur gerst á kostnað samfélagsins. Þegar vel árar er hagnaður þeirra mjög mikill vegna þess að það eru fáir um hituna. Þegar ástandið versnar notar ríkið peninga skattgreiðenda til bjargar bönkunum. Gróðinn er einkavæddur en tapið lendir á almenningi. Hvati fjármálastofnana til að verða of stór til að verða gjaldþrota er með öðrum orðum mjög sterkur og þess vegna taka stóru bankarnir meiri áhættu í þeim tilgangi að auka markaðshlutdeild sína. Við göngum út frá því að sé banki of stór til að réttlætanlegt sé að láta hann falla, þá sé hann einfaldlega of stór. Þess vegna verður setja nýjar reglur sem hindra það og þess vegna kynnum við eftirfarandi tillögur. Betra lagaumhverfiÍ löndum þar sem fjárfestingabankar á einkamarkaði eru stór hluti af fjármálakerfinu ber að innleiða lög þar sem gerður er greinarmunur á hefðbundinni bankastarfsemi og spákaupmennsku í átt við það sem nýleg rannsókn á breska bankakerfinu leggur til. Þegar breska ríkið studdi bankana í fjármálakreppunni kom í ljós að verulega erfitt var að skilja hefðbundna samfélagslega nauðsynlega bankastarfsemi frá fjárfestingastarfssemi. Þetta hafði í för með sér að þeim sem ekki töldust samfélagslega mikilvægir var einnig bjargað sem var mjög kostnaðarsamt. Rannsóknin áætlar að milli fjórir til fimm sjöttu af heildareignum breska bankakerfisins sé uppruninn úr fjárfestingastarfsemi. Það er samsvarandi 40-50 billjónum sænskra króna. [Billjón er milljón milljónir] Óbeinu bankaábyrgðina, eins og hún lítur út í dag, má ekki eingöngu nýta fyrir suma hluta bankakerfisins. Sé bönkunum skipt upp, getur óbeina ábyrgðin nýst einvörðungu í þann hluta starfsemi stórbankanna sem telst samfélagslega nauðsynlegur. Þó er nauðsynlegt að í slíkum tilfellum séu mjög ákveðnar kröfur gerðar til eigenda og bankastjórna. Þannig er hægt að takmarka niðurgreiðslu ríkisins á spákaupmennsku einkafyrirtækja. Það skiptir miklu máli að fundnar verði góðar aðferðir til að greina milli þess sem telst venjuleg fjármögnun og þess sem líta ber á sem spákaupmennsku og búa til endingargóðar reglur sem nýtast þó að viðskiptahættir bankanna breytist. Sérlög fyrir bankageirann í evrópskri samkeppnislöggjöfEndurbætt samkeppnislöggjöf myndi brjóta upp einokunarstöðu bankanna og opna leið inn í kerfið fyrir minni leikmenn án ófyrirleitinna hagnaðarsjónarmiða. Kröfur um eiginfjárhlutfall verði auknar og aðgreindarEiginfjárhlutfallið segir til um hve há upphæð verði að vera til svo möguleikar bankans til að standa við skuldbindingar sínar séu tryggðir. Samkvæmt Basel III reglunni, eiga bankarnir að eiga 7-9,5% grunneigiðfé miðað við áhættumetnar eignir. Þessar kröfur eru alltof lágar, það ætti frekar að nota eftirfarandi spurningar:1) Hver er kerfislæg áhætta bankans?2) Er hagsveiflan á upp- eða niðurleið? Hvað fyrri spurninguna varðar, þá á eiginfjárkrafan að hækka í hlutfalli við það hversu mikil áhrif fall bankans myndi hafa á efnahagslífið í heild sinni. Áhrifin ákvarðast meðal annars af stærð bankans og því hve mikla áhættu hann hefur tekið. Svarið við seinni spurningunni á að vinna gegn þeirri tilhneigingu bankanna að ýkja hagsveiflur með því að lána of mikið í góðæri og of lítið þegar illa árar. Með því að styðjast við þetta tvennt, eiga yfirvöld, þegar til lengri tíma er litið, nýtt efnahagspólitískt verkfæri. Innleiða þrjá nýja skatta fyrir fjármálageirannAlþjóðlegt gjald á fjármagnsflutninga gæti unnið gegn þeim viðskiptamynstrum sem færast í aukana á fjármálamörkuðum, til dæmis rafræn hátíðniviðskipti. Skattur á fjármagnsflutninga gæti hvatt fjármálageirann til langtímafjárfestinga sem nýttust sjálfbærri framleiðslu og styrktu vinnumarkaðinn í stað skaðlegrar spákaupmennsku. Þá ætti að innleiða stöðugleikagjald til að standa undir kostnaði við gjaldþrot banka. Jafnframt ætti að stefna að því að færa fjármálakerfið yfir í virðisaukaskattskerfið. Það væri hægt með skattlagningu arðsemi og hagnaðar. Færa viðskipti með fjármálagerningaStór hluti fjármálaviðskipta fer ekki fram á skipulögðum markaði. Það skapar vandamál þar sem markaðurinn hefur þá ekki upplýsingar um hvaða stofnanir eigi hvaða verðbréf. Þess vegna ættu öll viðskipti með hvers kyns afleiður og samsetta fjármálagerninga að eiga sér stað á löggiltum mörkuðum. Algera skortstöðu, þar sem sá sem sér um viðskiptin á hvorki né hefur aðgang að söluvörunni, sem og önnur form af skaðlegri spákaupmennsku ætti að banna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Við forsvarsmenn sex vinstriflokka á Norðurlöndunum krefjumst þess að reglur verði settar um fjármálamarkaði til að koma í veg fyrir að skattborgarar borgi reikninginn þegar bjarga á bönkum. Það þarf að gera greinarmun á þeirri bankastarfsemi sem er nauðsynleg í hverju samfélagi annars vegar og spákaupmennsku hins vegar og að auki að tryggja að geta bankanna til að standa við skuldbindingar sínar aukist til muna. Áætlun okkar miðar að því að tryggja efnahagslegt öryggi og felst m.a. í að sett verði alþjóðlegt gjald á fjármagnsflutninga milli landa. Fjármálakreppan 2007-2009 var stærsta alþjóðlega fjármálakreppa frá kreppunni miklu á fjórða áratugnum. Á örfáum vikum árið 2008 hrikti alvarlega í stoðum kerfis markaðshyggjunnar. Það eina sem bjargaði kerfinu var að ríkisstjórnir og seðlabankar dældu gríðarlega miklu magni af peningum skattgreiðenda inn í banka og aðrar fjármálastofnanir. Kreppan afhjúpaði umtalsverða galla markaðshyggjukerfisins og aðlögun þess að nýfrjálshyggjunni. Kenningin um að markaðurinn virki best án afskipta ríkisins stóðst ekki þegar til kastanna kom. Þó það standi hvergi skrifað er í öllum löndum treyst á að ríkið bjargi stórum fjármálastofnunum frá gjaldþroti. Þessi ábyrgð jafngildir miklum niðurgreiðslum á lántökukostnaði bankanna. Lánardrottnar stóru bankanna þurfa ekki að ganga úr skugga um fjárhagsstöðu þeirra. Sænski Seðlabankinn metur það svo að á árunum 2002-2010 hafi óbeina bankaábyrgðin verið um það bil 30 milljarðar sænskra króna á ári fyrir stóru bankana, sem svarar til um það bil helmings þess hagnaðar sem bankarnir hlutu, fyrir skatt. Athugun sænska Seðlabankans sýnir svipaða niðurstöðu og kom út úr könnun á stöðu mikilvægra banka í Bandaríkjunum, Noregi og Bretlandi. Það hefur þó ekki alltaf reynt á þessa óbeinu ábyrgð. Til dæmis kom bandaríska ríkisstjórnin ekki í veg fyrir gjaldþrot Lehman Brothers. Það orsakaði fjárhagslegt áfall sem barst fljótt til annarra banka, annarra landa og hafði áhrif á hagkerfið. Fall Lehman sýndi það greinilega hvaða vanda það hefur í för með sér að láta banka verða svo stóra að þeir verði „too big to fail". Reglugerðum um stóru bankana er ábótavant. Þeir hafa orðið of stórir og þetta hefur gerst á kostnað samfélagsins. Þegar vel árar er hagnaður þeirra mjög mikill vegna þess að það eru fáir um hituna. Þegar ástandið versnar notar ríkið peninga skattgreiðenda til bjargar bönkunum. Gróðinn er einkavæddur en tapið lendir á almenningi. Hvati fjármálastofnana til að verða of stór til að verða gjaldþrota er með öðrum orðum mjög sterkur og þess vegna taka stóru bankarnir meiri áhættu í þeim tilgangi að auka markaðshlutdeild sína. Við göngum út frá því að sé banki of stór til að réttlætanlegt sé að láta hann falla, þá sé hann einfaldlega of stór. Þess vegna verður setja nýjar reglur sem hindra það og þess vegna kynnum við eftirfarandi tillögur. Betra lagaumhverfiÍ löndum þar sem fjárfestingabankar á einkamarkaði eru stór hluti af fjármálakerfinu ber að innleiða lög þar sem gerður er greinarmunur á hefðbundinni bankastarfsemi og spákaupmennsku í átt við það sem nýleg rannsókn á breska bankakerfinu leggur til. Þegar breska ríkið studdi bankana í fjármálakreppunni kom í ljós að verulega erfitt var að skilja hefðbundna samfélagslega nauðsynlega bankastarfsemi frá fjárfestingastarfssemi. Þetta hafði í för með sér að þeim sem ekki töldust samfélagslega mikilvægir var einnig bjargað sem var mjög kostnaðarsamt. Rannsóknin áætlar að milli fjórir til fimm sjöttu af heildareignum breska bankakerfisins sé uppruninn úr fjárfestingastarfsemi. Það er samsvarandi 40-50 billjónum sænskra króna. [Billjón er milljón milljónir] Óbeinu bankaábyrgðina, eins og hún lítur út í dag, má ekki eingöngu nýta fyrir suma hluta bankakerfisins. Sé bönkunum skipt upp, getur óbeina ábyrgðin nýst einvörðungu í þann hluta starfsemi stórbankanna sem telst samfélagslega nauðsynlegur. Þó er nauðsynlegt að í slíkum tilfellum séu mjög ákveðnar kröfur gerðar til eigenda og bankastjórna. Þannig er hægt að takmarka niðurgreiðslu ríkisins á spákaupmennsku einkafyrirtækja. Það skiptir miklu máli að fundnar verði góðar aðferðir til að greina milli þess sem telst venjuleg fjármögnun og þess sem líta ber á sem spákaupmennsku og búa til endingargóðar reglur sem nýtast þó að viðskiptahættir bankanna breytist. Sérlög fyrir bankageirann í evrópskri samkeppnislöggjöfEndurbætt samkeppnislöggjöf myndi brjóta upp einokunarstöðu bankanna og opna leið inn í kerfið fyrir minni leikmenn án ófyrirleitinna hagnaðarsjónarmiða. Kröfur um eiginfjárhlutfall verði auknar og aðgreindarEiginfjárhlutfallið segir til um hve há upphæð verði að vera til svo möguleikar bankans til að standa við skuldbindingar sínar séu tryggðir. Samkvæmt Basel III reglunni, eiga bankarnir að eiga 7-9,5% grunneigiðfé miðað við áhættumetnar eignir. Þessar kröfur eru alltof lágar, það ætti frekar að nota eftirfarandi spurningar:1) Hver er kerfislæg áhætta bankans?2) Er hagsveiflan á upp- eða niðurleið? Hvað fyrri spurninguna varðar, þá á eiginfjárkrafan að hækka í hlutfalli við það hversu mikil áhrif fall bankans myndi hafa á efnahagslífið í heild sinni. Áhrifin ákvarðast meðal annars af stærð bankans og því hve mikla áhættu hann hefur tekið. Svarið við seinni spurningunni á að vinna gegn þeirri tilhneigingu bankanna að ýkja hagsveiflur með því að lána of mikið í góðæri og of lítið þegar illa árar. Með því að styðjast við þetta tvennt, eiga yfirvöld, þegar til lengri tíma er litið, nýtt efnahagspólitískt verkfæri. Innleiða þrjá nýja skatta fyrir fjármálageirannAlþjóðlegt gjald á fjármagnsflutninga gæti unnið gegn þeim viðskiptamynstrum sem færast í aukana á fjármálamörkuðum, til dæmis rafræn hátíðniviðskipti. Skattur á fjármagnsflutninga gæti hvatt fjármálageirann til langtímafjárfestinga sem nýttust sjálfbærri framleiðslu og styrktu vinnumarkaðinn í stað skaðlegrar spákaupmennsku. Þá ætti að innleiða stöðugleikagjald til að standa undir kostnaði við gjaldþrot banka. Jafnframt ætti að stefna að því að færa fjármálakerfið yfir í virðisaukaskattskerfið. Það væri hægt með skattlagningu arðsemi og hagnaðar. Færa viðskipti með fjármálagerningaStór hluti fjármálaviðskipta fer ekki fram á skipulögðum markaði. Það skapar vandamál þar sem markaðurinn hefur þá ekki upplýsingar um hvaða stofnanir eigi hvaða verðbréf. Þess vegna ættu öll viðskipti með hvers kyns afleiður og samsetta fjármálagerninga að eiga sér stað á löggiltum mörkuðum. Algera skortstöðu, þar sem sá sem sér um viðskiptin á hvorki né hefur aðgang að söluvörunni, sem og önnur form af skaðlegri spákaupmennsku ætti að banna.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun