Af hverju læra börn ekki að lesa? Sölvi Sveinsson skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Svarið er þversagnakennt: Af því að þau lesa ekki nóg. Sökin liggur víða. Hjá skólum að því leyti að svo var um hríð að lestur var einungis sjálfstæð kennslugrein í mörgum skólum upp í 3. eða 4. bekk, en þá hafa mörg börn ekki náð fullum tökum á þessu undri sem lestur er. Um leið fjölgar svokölluðum lesgreinum auk þess sem stærðfræði krefst þess einnig að börn skilji það sem þau lesa. Lestur og lesskilningur eru í námskrá fyrir alla bekki grunnskóla. Þess vegna verða allir skólar að leggjast á árar og kenna lestur markvissar og lengur en nú er gert, ekki kannski öllum, en þeim sem enn hiksta, og lesskilning þarf sífellt að örva. Ef til vill vantar eitthvað upp á þjálfun í lestrarkennslu af hálfu þeirrar menntastofnunar sem brautskráir nær alla íslenska kennara – og alveg er það fráleitt að sniðganga móðurmál við lengingu kennaranáms. Allir kennarar eru íslenskukennarar. Eða er það liðin tíð? Því næst er við heimili og þjóðfélag að sakast. Þegar ég byrjaði í skóla haustið 1957 vorum við flest læs að einhverju marki, mörg fluglæs. Eftir skóla var að engu að hverfa nema bók eða leik; rás eitt var eina útvarpsstöðin, sjónvarp enn bak við fjall tímans og bíó bara kl. 5 á sunnudögum. Þar sem amma eða afi var í horninu hjá foreldrum var oft gripið í spil, marjas, rommí og kasínu, þroskandi tveggja manna spil. Við lærðum líklega öll að tefla. PlayStation, FM og sólarhringssjónvarp, enn í fjarskanum. Nú er öldin önnur. Bókin hefur einfaldlega þokað fyrir fjölmiðlum sem bjóða upp á annars konar afþreyingu, gjarnan einstefnumiðlun þar sem börnin sitja og horfa eða hlusta eða gagnvirka miðlun þar sem eru tölvuleikirnir sem einkum höfða til drengja; allt of fá börn kunna nú spil eins og rommí, marjas og kasínu! Vissulega kunna þau ýmislegt annað sem að vísu er ekki jafnhvetjandi og ofangreind spil; það má margt spjalla yfir spilum, en flest er ósagt látið ef barn situr eitt við tölvu. Þjóðfélagið hefur síðan breyst á hálfri öld með þeim hætti að nú eru nær öll börn frá eins árs aldri í leikskóla þangað til þau byrja í grunnskóla. Vinnudagur þeirra yngstu er langur, frá 8 til 5 og jafnvel lengur. Langflestir foreldrar vinna utan heimilis þótt nú um stundir séu reyndar fleiri foreldrar heima en venjulega vegna atvinnuleysis. Stór hluti yngstu grunnskólabarnanna er í síðdegisgæslu, mörg börn til fimm. Allir eru þreyttir þegar heim er komið, en þó lesa mörg börn heima, en of mörg einungis örfáar síður af skyldurækni við kennara sinn eða skólann. Því miður er líka nokkur hópur sem ekki opnar bók heima fyrir. Skólar geta aldrei borið ábyrgð á uppeldi barna þótt þau dveljist í skólahúsinu lengur en heima yfir daginn. Kennarar taka þátt í uppeldi, vissulega, en foreldrarnir bera ábyrgðina. Foreldrar verða að venja börn við bók frá frumbernsku, lesa fyrir börn, lesa með þeim, lesa til skiptis þegar börn eru farin að stauta. Öðru vísi er allt unnið fyrir gýg. Í skólum er börnum kennt að lesa, en þeir einir verða fluglæsir sem lesa mikið heima. Í þeim skóla sem ég stjórna er mikil áhersla lögð á lestur, alveg frá 5 ára bekk og upp í 10. bekk. Við ætlumst til þess að börn lesi heima, þau lesa dag hvern í skólanum. Nú ætlum við að gjörbreyta síðdegisvistinni og námstengja hana betur en verið hefur. Leik- og grunnskólakennarar verða ráðnir, boðið verður upp á dans, tónmennt, skák, leiklist, myndmennt, útivist o.fl. sem styrkir börn í amstri daganna, og síðast en ekki síst aðstoð við heimanám af ýmsu tagi. Það er hins vegar algjörlega skýrt af skólans hálfu að við ætlumst til þess af foreldrum barnanna okkar að þeir lesi með börnum sínum dag hvern allan ársins hring. Árið er 365 dagar, en skólaárið er einungis 180 dagar. Þannig hefst þetta, ekki öðruvísi. Meira um tölvuleiki og ólæsi drengja síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Svarið er þversagnakennt: Af því að þau lesa ekki nóg. Sökin liggur víða. Hjá skólum að því leyti að svo var um hríð að lestur var einungis sjálfstæð kennslugrein í mörgum skólum upp í 3. eða 4. bekk, en þá hafa mörg börn ekki náð fullum tökum á þessu undri sem lestur er. Um leið fjölgar svokölluðum lesgreinum auk þess sem stærðfræði krefst þess einnig að börn skilji það sem þau lesa. Lestur og lesskilningur eru í námskrá fyrir alla bekki grunnskóla. Þess vegna verða allir skólar að leggjast á árar og kenna lestur markvissar og lengur en nú er gert, ekki kannski öllum, en þeim sem enn hiksta, og lesskilning þarf sífellt að örva. Ef til vill vantar eitthvað upp á þjálfun í lestrarkennslu af hálfu þeirrar menntastofnunar sem brautskráir nær alla íslenska kennara – og alveg er það fráleitt að sniðganga móðurmál við lengingu kennaranáms. Allir kennarar eru íslenskukennarar. Eða er það liðin tíð? Því næst er við heimili og þjóðfélag að sakast. Þegar ég byrjaði í skóla haustið 1957 vorum við flest læs að einhverju marki, mörg fluglæs. Eftir skóla var að engu að hverfa nema bók eða leik; rás eitt var eina útvarpsstöðin, sjónvarp enn bak við fjall tímans og bíó bara kl. 5 á sunnudögum. Þar sem amma eða afi var í horninu hjá foreldrum var oft gripið í spil, marjas, rommí og kasínu, þroskandi tveggja manna spil. Við lærðum líklega öll að tefla. PlayStation, FM og sólarhringssjónvarp, enn í fjarskanum. Nú er öldin önnur. Bókin hefur einfaldlega þokað fyrir fjölmiðlum sem bjóða upp á annars konar afþreyingu, gjarnan einstefnumiðlun þar sem börnin sitja og horfa eða hlusta eða gagnvirka miðlun þar sem eru tölvuleikirnir sem einkum höfða til drengja; allt of fá börn kunna nú spil eins og rommí, marjas og kasínu! Vissulega kunna þau ýmislegt annað sem að vísu er ekki jafnhvetjandi og ofangreind spil; það má margt spjalla yfir spilum, en flest er ósagt látið ef barn situr eitt við tölvu. Þjóðfélagið hefur síðan breyst á hálfri öld með þeim hætti að nú eru nær öll börn frá eins árs aldri í leikskóla þangað til þau byrja í grunnskóla. Vinnudagur þeirra yngstu er langur, frá 8 til 5 og jafnvel lengur. Langflestir foreldrar vinna utan heimilis þótt nú um stundir séu reyndar fleiri foreldrar heima en venjulega vegna atvinnuleysis. Stór hluti yngstu grunnskólabarnanna er í síðdegisgæslu, mörg börn til fimm. Allir eru þreyttir þegar heim er komið, en þó lesa mörg börn heima, en of mörg einungis örfáar síður af skyldurækni við kennara sinn eða skólann. Því miður er líka nokkur hópur sem ekki opnar bók heima fyrir. Skólar geta aldrei borið ábyrgð á uppeldi barna þótt þau dveljist í skólahúsinu lengur en heima yfir daginn. Kennarar taka þátt í uppeldi, vissulega, en foreldrarnir bera ábyrgðina. Foreldrar verða að venja börn við bók frá frumbernsku, lesa fyrir börn, lesa með þeim, lesa til skiptis þegar börn eru farin að stauta. Öðru vísi er allt unnið fyrir gýg. Í skólum er börnum kennt að lesa, en þeir einir verða fluglæsir sem lesa mikið heima. Í þeim skóla sem ég stjórna er mikil áhersla lögð á lestur, alveg frá 5 ára bekk og upp í 10. bekk. Við ætlumst til þess að börn lesi heima, þau lesa dag hvern í skólanum. Nú ætlum við að gjörbreyta síðdegisvistinni og námstengja hana betur en verið hefur. Leik- og grunnskólakennarar verða ráðnir, boðið verður upp á dans, tónmennt, skák, leiklist, myndmennt, útivist o.fl. sem styrkir börn í amstri daganna, og síðast en ekki síst aðstoð við heimanám af ýmsu tagi. Það er hins vegar algjörlega skýrt af skólans hálfu að við ætlumst til þess af foreldrum barnanna okkar að þeir lesi með börnum sínum dag hvern allan ársins hring. Árið er 365 dagar, en skólaárið er einungis 180 dagar. Þannig hefst þetta, ekki öðruvísi. Meira um tölvuleiki og ólæsi drengja síðar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun