Af fæðuöryggi Íslendinga og byggðarsjónarmiðum 21. febrúar 2012 06:00 Í Fréttablaðinu 27. janúar sl. heldur efnahags- og viðskiptaráðherra því fram að ekki sé ráðlegt að kollvarpa landbúnaðarstefnunni á Íslandi. Ástæðan sem hann nefnir er sú að þótt það sé jákvætt í samkeppnislegu tilliti að afnema innflutningshöft þá ætti íslensk landbúnaðarframleiðsla sér ekki grundvöll ef innflutningur væri óheftur og þ.a.l. sé óráðlegt að afnema höftin. Einnig nefnir ráðherrann að landbúnaðarframleiðsla sé nauðsynlegur þáttur af fæðuöryggi Íslendinga. Ráðherrann gleymir þó að minnast á ábatann fyrir neytendur ef innflutningur á landbúnaðarvörum væri frjáls. Hann minnist heldur ekki á það að samkeppnislegt aðhald við innlenda framleiðendur mundi aukast né færir hann rök fyrir tengslum núverandi fyrirkomulags innlendrar framleiðslu og fæðuöryggis. Illskiljanlegt er hvers vegna ráðherrann telur það ekki geta þjónað hagsmunum Íslendinga að íslenskir neytendur njóti sömu kjara á landbúnaðarvörum og þekkist í nágrannalöndunum. Órökstudd er sú fullyrðing hans að íslensk landbúnaðarframleiðsla eigi sér ekki grundvöll ef innflutningur væri óheftur. Reynsla Íslendinga virðist einmitt benda til hins gagnstæða. Sem dæmi hefur garðyrkjan dafnað þrátt fyrir að tollar hafi verið felldir niður af tómötum, gúrku og papriku, auk þess sem tollvernd annarra afurða var breytt árið 2002. Mögulegt virðist því að tryggja að íslenskur landbúnaður starfi áfram á sama tíma og tollar á landbúnaðarvörum verði afnumdir. Verða færð frekari rök fyrir því síðar í greininni. Háir innflutningstollar og ríkisstyrktur landbúnaður eru ekki til þess fallnir að tryggja fæðuöryggi Íslendinga. Meirihluti íslenskrar landbúnaðarframleiðslu byggir á innflutningi aðfanga og er í raun alfarið háður innflutningi á t.d. á tilbúnum áburði til þess að bera á túnin, innfluttra tækja til að yrkja landið, innflutts eldsneytis til að knýja þau áfram, innflutts plasts sem notað er til að plasta heyrúllur og svo mætti lengi áfram telja. Ef stjórnvöld ætluðu í raun að tryggja fæðuöryggi yrðu þau augljóslega að koma sér upp birgðum af þeim aðföngum sem landbúnaðurinn þarf. Ríkið þyrfti að eiga birgðir af tilbúnum áburði, olíu og fóðri sem grípa mætti til svo tryggja mætti getu landbúnaðarins til að tryggja fæðuöryggi. Þá mætti hins vegar spyrja: af hverju ríkið gæti ekki eins átt birgðir matvæla? Eða enn frekar, af hverju ætti fiskútflytjandinn Ísland að hafa áhyggjur af því að svelta? Er ekki fiskur matur? Sjá má á nýlegum dæmum frá Noregi að innflutningstollar og ríkisstyrktur landbúnaður tryggir ekki fæðuöryggi. Um jólin glímdi norska þjóðin við mikinn smjörskort vegna takmarkana á innlendri framleiðslu og innflutningi. Smjörskorturinn hefur síðan leitt til þess að bændur í Noregi hafa dregið úr slátrun nautgripa til þess að framleiða meiri mjólkurvörur sem leiðir síðan aftur til skorts á nautakjöti. Óhætt er því að fullyrða að áhersla á innlenda framleiðslu leiðir ekki af sér meira fæðuöryggi. Þvert á móti. Það að hefta innflutning til þess að vernda innlenda framleiðslu fyrir erlendri samkeppni getur ekki á neinn hátt verið hagkvæm byggðarstefna. Með þessari aðferðarfræði er almenningur að greiða fyrir þessa millifærslu á fjármunum á tvenna vegu. Í fyrsta lagi borga neytendur skatta sem eru að hluta til nýttir til þess að fjármagna greiðslur til bænda. Í öðru lagi þurfa neytendur að greiða hærra verð fyrir innlenda framleiðslu en sambærilega framleiðslu erlendis frá vegna innflutningshafta. Þessi síðari greiðsla er ógegnsæ og hætt við að neytendum sé ekki ljóst hver raunverulegur kostnaður haftanna er. Mun nær væri að skilgreina betur hvers konar landbúnaði Íslendingar vilja borga með og á hvaða svæðum, og greiða bændum þá beint fyrir að halda þeirri framleiðslu úti – og leyfa innflutning á landbúnaðarvörum að vera frjálsum. Það þarf að skilgreina þau markmið sem Íslendingar vilja setja sér með innlendum landbúnaði, t.d. hvar á landinu við viljum hafa landbúnað, hvaða form landbúnaðar og svo framvegis. Síðan ætti að greiða beint fyrir það. Auðveldlega er hægt að halda til haga byggðasjónarmiðum og fæðuöryggi á sama tíma og neytendum er gefið meira frelsi til þess að geta valið hvort þeir vilji kaupa innlenda eða erlenda landbúnaðarvöru. Ef stjórnmálamönnum er alvara með því að tryggja fæðuöryggi þyrfti að takast á við það af heiðarleika hvernig best er að búa sig undir það ef verslun við umheiminn mundi skyndilega lokast. Það verður tæplega gert með landbúnaði sem er alfarið háður innfluttum aðföngum. Nauðsynlegt er að takast á við þá spurningu hvaða landbúnað Íslendingar vilja, hvaða hlutverki hann á að gegna og hvað þeir eru tilbúnir að greiða fyrir. Umfang og fyrirkomulag styrkja á að endurspegla þessar óskir þjóðarinnar en ekki fela þær inni í tollvernd. Þá mundi verða mögulegt að aflétta tollum og öðrum innflutningshindrunum sem mundi skila sér í meiri fjölbreytni og lægra vöruverði fyrir neytendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valur Þráinsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 27. janúar sl. heldur efnahags- og viðskiptaráðherra því fram að ekki sé ráðlegt að kollvarpa landbúnaðarstefnunni á Íslandi. Ástæðan sem hann nefnir er sú að þótt það sé jákvætt í samkeppnislegu tilliti að afnema innflutningshöft þá ætti íslensk landbúnaðarframleiðsla sér ekki grundvöll ef innflutningur væri óheftur og þ.a.l. sé óráðlegt að afnema höftin. Einnig nefnir ráðherrann að landbúnaðarframleiðsla sé nauðsynlegur þáttur af fæðuöryggi Íslendinga. Ráðherrann gleymir þó að minnast á ábatann fyrir neytendur ef innflutningur á landbúnaðarvörum væri frjáls. Hann minnist heldur ekki á það að samkeppnislegt aðhald við innlenda framleiðendur mundi aukast né færir hann rök fyrir tengslum núverandi fyrirkomulags innlendrar framleiðslu og fæðuöryggis. Illskiljanlegt er hvers vegna ráðherrann telur það ekki geta þjónað hagsmunum Íslendinga að íslenskir neytendur njóti sömu kjara á landbúnaðarvörum og þekkist í nágrannalöndunum. Órökstudd er sú fullyrðing hans að íslensk landbúnaðarframleiðsla eigi sér ekki grundvöll ef innflutningur væri óheftur. Reynsla Íslendinga virðist einmitt benda til hins gagnstæða. Sem dæmi hefur garðyrkjan dafnað þrátt fyrir að tollar hafi verið felldir niður af tómötum, gúrku og papriku, auk þess sem tollvernd annarra afurða var breytt árið 2002. Mögulegt virðist því að tryggja að íslenskur landbúnaður starfi áfram á sama tíma og tollar á landbúnaðarvörum verði afnumdir. Verða færð frekari rök fyrir því síðar í greininni. Háir innflutningstollar og ríkisstyrktur landbúnaður eru ekki til þess fallnir að tryggja fæðuöryggi Íslendinga. Meirihluti íslenskrar landbúnaðarframleiðslu byggir á innflutningi aðfanga og er í raun alfarið háður innflutningi á t.d. á tilbúnum áburði til þess að bera á túnin, innfluttra tækja til að yrkja landið, innflutts eldsneytis til að knýja þau áfram, innflutts plasts sem notað er til að plasta heyrúllur og svo mætti lengi áfram telja. Ef stjórnvöld ætluðu í raun að tryggja fæðuöryggi yrðu þau augljóslega að koma sér upp birgðum af þeim aðföngum sem landbúnaðurinn þarf. Ríkið þyrfti að eiga birgðir af tilbúnum áburði, olíu og fóðri sem grípa mætti til svo tryggja mætti getu landbúnaðarins til að tryggja fæðuöryggi. Þá mætti hins vegar spyrja: af hverju ríkið gæti ekki eins átt birgðir matvæla? Eða enn frekar, af hverju ætti fiskútflytjandinn Ísland að hafa áhyggjur af því að svelta? Er ekki fiskur matur? Sjá má á nýlegum dæmum frá Noregi að innflutningstollar og ríkisstyrktur landbúnaður tryggir ekki fæðuöryggi. Um jólin glímdi norska þjóðin við mikinn smjörskort vegna takmarkana á innlendri framleiðslu og innflutningi. Smjörskorturinn hefur síðan leitt til þess að bændur í Noregi hafa dregið úr slátrun nautgripa til þess að framleiða meiri mjólkurvörur sem leiðir síðan aftur til skorts á nautakjöti. Óhætt er því að fullyrða að áhersla á innlenda framleiðslu leiðir ekki af sér meira fæðuöryggi. Þvert á móti. Það að hefta innflutning til þess að vernda innlenda framleiðslu fyrir erlendri samkeppni getur ekki á neinn hátt verið hagkvæm byggðarstefna. Með þessari aðferðarfræði er almenningur að greiða fyrir þessa millifærslu á fjármunum á tvenna vegu. Í fyrsta lagi borga neytendur skatta sem eru að hluta til nýttir til þess að fjármagna greiðslur til bænda. Í öðru lagi þurfa neytendur að greiða hærra verð fyrir innlenda framleiðslu en sambærilega framleiðslu erlendis frá vegna innflutningshafta. Þessi síðari greiðsla er ógegnsæ og hætt við að neytendum sé ekki ljóst hver raunverulegur kostnaður haftanna er. Mun nær væri að skilgreina betur hvers konar landbúnaði Íslendingar vilja borga með og á hvaða svæðum, og greiða bændum þá beint fyrir að halda þeirri framleiðslu úti – og leyfa innflutning á landbúnaðarvörum að vera frjálsum. Það þarf að skilgreina þau markmið sem Íslendingar vilja setja sér með innlendum landbúnaði, t.d. hvar á landinu við viljum hafa landbúnað, hvaða form landbúnaðar og svo framvegis. Síðan ætti að greiða beint fyrir það. Auðveldlega er hægt að halda til haga byggðasjónarmiðum og fæðuöryggi á sama tíma og neytendum er gefið meira frelsi til þess að geta valið hvort þeir vilji kaupa innlenda eða erlenda landbúnaðarvöru. Ef stjórnmálamönnum er alvara með því að tryggja fæðuöryggi þyrfti að takast á við það af heiðarleika hvernig best er að búa sig undir það ef verslun við umheiminn mundi skyndilega lokast. Það verður tæplega gert með landbúnaði sem er alfarið háður innfluttum aðföngum. Nauðsynlegt er að takast á við þá spurningu hvaða landbúnað Íslendingar vilja, hvaða hlutverki hann á að gegna og hvað þeir eru tilbúnir að greiða fyrir. Umfang og fyrirkomulag styrkja á að endurspegla þessar óskir þjóðarinnar en ekki fela þær inni í tollvernd. Þá mundi verða mögulegt að aflétta tollum og öðrum innflutningshindrunum sem mundi skila sér í meiri fjölbreytni og lægra vöruverði fyrir neytendur.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun