Staða lánþega er skýr Guðmundur Andri Skúlason skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Það er eitt atriði í nýföllnum vaxtadómi sem skiptir öllu máli varðandi túlkun á heildarniðurstöðunni. Stjórnarsinnar á Alþingi, og auðvitað líka fulltrúar Samtaka fjármálafyrirtækja, eru á því að vaxtadómurinn hafi ekki áhrif á þá sem hugsanlega voru í vanskilum. Þeir telja jafnvel að það sé vafi á að dómurinn gagnist þeim sem voru með lán í frystingu, eða greiðslujöfnun. Hvernig þeir hins vegar fara að því að lesa slíkt út úr dómi Hæstaréttar er mér hulin ráðgáta. Til að fá á hreint hver mín skoðun er, þá er hún að sú að dómurinn sé skýr um það atriði að ekki sé heimilt að endurreikna vexti fyrir liðna tíð. Með öðrum orðum, greiddur gjalddagi er fullgreidd krafa og við því verður ekki hróflað. Þar breytir engu þó hluti láns sé í vanskilum, frystingu eða greiðslujöfnun. Þá er jafnframt skýrt, að greiðsluseðill sem aldrei hefur verið réttur, getur undir engum kringumstæðum orðið grundvöllur dráttarvaxtakröfu. Og því stendur eftirfarandi upp úr: 1) Lán sem inniheldur ólögmæt gengistryggingarákvæði skal bera samningsvexti til þess dags, er eftirfarandi atriði voru öllum aðilum máls ljós; a) að lánið innihélt ólögmæt gengistryggingarákvæði b) og lög mæltu fyrir um meðferð vaxta á slíkum lánum. Það skiptir engu hverjar eftirstöðvar láns eru á þeim tímum sem vaxtabreyting á sér stað. Það sem var hugsanlega í vanskilum fyrir vaxtabreytingu, tekur sömu vexti og aðrar krónur í höfuðstólnum. Sama á við um frystingu og greiðslujöfnun. Allar krónur lánsins taka sömu vexti. Og þeir vextir breytast á þeim dögum sem að framan er skýrt. Það er, við setningu laganna hans Árna Páls, nr. 151/2010, þann 29. desember 2010 fyrir öll lán sem dæmd voru ólögleg fyrir þann tíma, og svo við dómsuppkvaðningu í málum sem leyst eru eftir setningu laganna. Þá komum við að því að útskýra af hverju stjórnarsinnum og bankamönnum er svo starsýnt á vanskilaþáttinn. Það er augljóst þegar forsendur máls eru skoðaðar. Ágreiningurinn í málinu sem við erum að tala um hér snerist um heimild Frjálsa fjárfestingabankans hf. til að skuldajafna málskostnaðarskuld sinni við lánþegana á móti gjaldfallinni skuld þeirra við bankann. Því þurfti dómurinn bara að taka afstöðu til þess hvort um gjaldfallna skuld væri að ræða hjá lánþegunum. Ef svo hefði verið, það er, ef lánþegarnir hefðu verið í vanskilum, þá hefði aldrei komið til álita að dæma um heimild til afturvirkra vaxta. Rétturinn hefði einfaldlega sagt; lánþegi var í vanskilum og skal þá þegar af þeirri ástæðu heimila skuldajöfnuð, og við værum bara í nákvæmlega sömu stöðu og fyrir dóminn. EN. Og þetta er eitt stærsta EN-ið í íslenskri réttarsögu ætla ég að leyfa mér að segja. Lánþegarnir höfðu alltaf greitt allt í þessu tilfelli. Þau borguðu allt það sem bankinn setti upp og voru því ekki í neinum vanskilum. Þess vegna þurfti að útkljá málið um heimild bankans til að reikna til gjaldfallinna krafna, þá vexti sem bankinn taldi sig eiga inni fyrir liðna tíð. Og þá varð málið safaríkt. Og spurningunni sem allir biðu eftir að yrði svarað, var svarað, með skýrum og óumdeilanlegum hætti í dómi Hæstaréttar. Bankanum er ekki heimilt að reikna sér hærri vexti fyrir liðna tíð og því getur heldur ekki verið um vangreiðslu að ræða af þeim forsendum hjá lánþeganum. Því er kröfunni um skuldajöfnuð hafnað. Vanskil skipta í þessu svari engu máli, enda ekki um þau spurt og hafa þau því engin áhrif á niðurstöðuna. Þetta snerist því alltaf um skuldajöfnuð. Þetta með vextina bara datt inn, næstum því óvart. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eitt atriði í nýföllnum vaxtadómi sem skiptir öllu máli varðandi túlkun á heildarniðurstöðunni. Stjórnarsinnar á Alþingi, og auðvitað líka fulltrúar Samtaka fjármálafyrirtækja, eru á því að vaxtadómurinn hafi ekki áhrif á þá sem hugsanlega voru í vanskilum. Þeir telja jafnvel að það sé vafi á að dómurinn gagnist þeim sem voru með lán í frystingu, eða greiðslujöfnun. Hvernig þeir hins vegar fara að því að lesa slíkt út úr dómi Hæstaréttar er mér hulin ráðgáta. Til að fá á hreint hver mín skoðun er, þá er hún að sú að dómurinn sé skýr um það atriði að ekki sé heimilt að endurreikna vexti fyrir liðna tíð. Með öðrum orðum, greiddur gjalddagi er fullgreidd krafa og við því verður ekki hróflað. Þar breytir engu þó hluti láns sé í vanskilum, frystingu eða greiðslujöfnun. Þá er jafnframt skýrt, að greiðsluseðill sem aldrei hefur verið réttur, getur undir engum kringumstæðum orðið grundvöllur dráttarvaxtakröfu. Og því stendur eftirfarandi upp úr: 1) Lán sem inniheldur ólögmæt gengistryggingarákvæði skal bera samningsvexti til þess dags, er eftirfarandi atriði voru öllum aðilum máls ljós; a) að lánið innihélt ólögmæt gengistryggingarákvæði b) og lög mæltu fyrir um meðferð vaxta á slíkum lánum. Það skiptir engu hverjar eftirstöðvar láns eru á þeim tímum sem vaxtabreyting á sér stað. Það sem var hugsanlega í vanskilum fyrir vaxtabreytingu, tekur sömu vexti og aðrar krónur í höfuðstólnum. Sama á við um frystingu og greiðslujöfnun. Allar krónur lánsins taka sömu vexti. Og þeir vextir breytast á þeim dögum sem að framan er skýrt. Það er, við setningu laganna hans Árna Páls, nr. 151/2010, þann 29. desember 2010 fyrir öll lán sem dæmd voru ólögleg fyrir þann tíma, og svo við dómsuppkvaðningu í málum sem leyst eru eftir setningu laganna. Þá komum við að því að útskýra af hverju stjórnarsinnum og bankamönnum er svo starsýnt á vanskilaþáttinn. Það er augljóst þegar forsendur máls eru skoðaðar. Ágreiningurinn í málinu sem við erum að tala um hér snerist um heimild Frjálsa fjárfestingabankans hf. til að skuldajafna málskostnaðarskuld sinni við lánþegana á móti gjaldfallinni skuld þeirra við bankann. Því þurfti dómurinn bara að taka afstöðu til þess hvort um gjaldfallna skuld væri að ræða hjá lánþegunum. Ef svo hefði verið, það er, ef lánþegarnir hefðu verið í vanskilum, þá hefði aldrei komið til álita að dæma um heimild til afturvirkra vaxta. Rétturinn hefði einfaldlega sagt; lánþegi var í vanskilum og skal þá þegar af þeirri ástæðu heimila skuldajöfnuð, og við værum bara í nákvæmlega sömu stöðu og fyrir dóminn. EN. Og þetta er eitt stærsta EN-ið í íslenskri réttarsögu ætla ég að leyfa mér að segja. Lánþegarnir höfðu alltaf greitt allt í þessu tilfelli. Þau borguðu allt það sem bankinn setti upp og voru því ekki í neinum vanskilum. Þess vegna þurfti að útkljá málið um heimild bankans til að reikna til gjaldfallinna krafna, þá vexti sem bankinn taldi sig eiga inni fyrir liðna tíð. Og þá varð málið safaríkt. Og spurningunni sem allir biðu eftir að yrði svarað, var svarað, með skýrum og óumdeilanlegum hætti í dómi Hæstaréttar. Bankanum er ekki heimilt að reikna sér hærri vexti fyrir liðna tíð og því getur heldur ekki verið um vangreiðslu að ræða af þeim forsendum hjá lánþeganum. Því er kröfunni um skuldajöfnuð hafnað. Vanskil skipta í þessu svari engu máli, enda ekki um þau spurt og hafa þau því engin áhrif á niðurstöðuna. Þetta snerist því alltaf um skuldajöfnuð. Þetta með vextina bara datt inn, næstum því óvart.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar