Nýr spítali – já takk! 21. febrúar 2012 06:00 Á undanförnum dögum og vikum hefur töluvert verið rætt og ritað um nýjan Landspítala við Hringbraut. Eins og við er að búast eru ekki allir einhuga um þetta verkefni og steytir þar á ýmsu s.s. fjármögnun, staðsetningu, umferð, aðgengi, bílastæðum og skipulagi byggðar í borginni. Það er mikilvægt að umræðan sé lífleg og þar séu allir þættir skoðaðir, skeggræddir og til lykta leiddir. Þannig tryggjum við bestu mögulegu útkomu fyrir okkur sjálf, en þjóðin er helsti hagsmunaaðili að nýjum, vel búnum og vel mönnuðum spítala. Staðsetningin er löngu ákveðin og henni verður ekki breytt héðan af, til þess er undirbúningsvinnan komin of langt. Við höfum ekki efni á að byggja ekki nýjan spítala, hann er okkar brýnasta forgangsmál. Núverandi húsakostur er genginn sér til húðar, hann hefur þjónað vel en nú er mál að linni. Sem innlagnastjóri Landspítala í tæp fimm ár fæst ég á hverjum degi við flókin úrlausnarefni sem mörg hver verða mun auðveldari á nýjum spítala. Þar vegur þyngst að þörfin fyrir einbýli með aðgengi að sér salerni hefur snaraukist á örfáum árum. Nú eru aðeins örfá einbýli á hverri legudeild og enn eru í notkun sjúkrastofur fyrir sex einstaklinga. Ástæðurnar fyrir vaxandi þörf fyrir einbýli eru nokkrar og eru þær tíundaðar hér til fróðleiks – listinn er þó ekki tæmandi: 1. Sjúklingar sem koma erlendis frá og hafa verið á sjúkrahúsi þar á síðustu sex mánuðum þurfa einangrun vegna svonefndrar MÓSA varúðar. Í stuttu máli erum við að verjast bakteríum sem eru ónæmar fyrir öllum helstu sýklalyfjum og landlægar á mörgum sjúkrahúsum erlendis. Einangrun er aðeins aflétt ef sýni eru neikvæð, en ræktun getur tekið 2-4 daga. 2. Fjöldi fólks með langvinn heilsufarsvandamál ber í sér bakteríu sem myndar hvata (ESBL) sem brjóta niður lyf í mikilvægasta sýklalyfjaflokknum, en þetta fólk þarf einbýli og sér salerni í hvert sinn sem það leggst inn á sjúkrahús. 3. Nokkur hópur sjúklinga með langvinna sjúkdóma ber í sér ónæma bakteríu sem nefnist VRE, en þeir þurfa einbýli og sér salerni þegar þeir leggjast inn á sjúkrahús. 4. Á hverju ári gengur yfir faraldur svonefndrar Nórósýkingar sem er bráðsmitandi iðrasýking. Hún fer eins og eldur í sinu um sjúkradeildir þar sem fjölbýli eru og fólk deilir salerni. Þeir sem veikjast af Nóró þurfa einbýli og sér salerni á meðan veikindin vara og í a.m.k. 48 tíma eftir að einkenni eru gengin yfir. 5. Inflúensa gengur á hverjum vetri – af mismiklum þunga. Þeir sem leggjast inn og eru grunaðir um inflúensu þurfa einbýli og sér salerni í 48 tíma eftir að gjöf inflúensulyfja hefst. 6. Upp geta komið faraldrar smitsjúkdóma sem krefjast einangrunar sjúklinga á einbýli með sér salerni s.s. svínainflúensa og mislingar. 7. Sjúklingum sem fá sýklalyf er hætt við að fá iðrasýkingu sem nefnist CDTA. Þeir þurfa einbýli og sér salerni á meðan hún gengur yfir. 8. Ónæmisbældir einstaklingar, t.d. líffæraþegar og fólk í þungum lyfjameðferðum vegna blóðsjúkdóma, þurfa að vera í svonefndri varnareinangrun á einbýli með sér salerni, stundum í margar vikur. 9. Sjúklingar sem eru mjög mikið veikir og/eða deyjandi þurfa einbýli. 10. Veik börn þurfa í flestum tilfellum einbýli. 11. Sjúklingar með bráðarugl og atferlistruflanir þurfa einbýli. 12. Sjúklingar með alvarlega geðsjúkdóma þurfa oftast einbýli. Listinn er lengri og í rauninni er það þannig að langflestir þeirra sem þurfa að dvelja á sjúkrahúsi nú á tímum þurfa á einbýli að halda. Af þessu má glögglega sjá að skipulag þeirra sjúkradeilda sem Landspítalinn hefur yfir að ráða er ófullnægjandi nú á árinu 2012. Á nútíma sjúkrahúsi þurfa allar sjúkrastofur að vera einbýli með salerni. Þar ráða sýkingavarnasjónarmið og sú staðreynd að nú á dögum liggur fólk ekki á spítala nema það þurfi sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og geti sjúkdómsins/aðgerðarinnar eða færni sinnar vegna ekki verið heima. Á nýja spítalanum mun aðstaðan uppfylla þessar kröfur og þar verður hægt að veita mun betri og öruggari þjónustu en nú er mögulegt. Starfsfólk Landspítala leggur sig alltaf í líma við að veita eins góða þjónustu og mögulegt er en húsnæðið, tækjabúnaðurinn og önnur aðstaða er takmarkandi þáttur. Þegar sjúklingur sem nauðsynlega þarf einbýli leggst inn á spítalann getur þurft að grípa til flókinna ráðstafana sem fela í sér flutning annarra sjúklinga fram á gang, á aðrar deildir eða jafnvel milli húsa. Undanfarin ár höfum við hvað eftir annað lent í því að þurfa að loka heilu legudeildunum um lengri eða skemmri tíma vegna sýkinga. Slíkar uppákomur riðla flóknu og viðkvæmu skipulagi spítalans þar sem hvert púsl þarf að vera á sínum stað til að kerfið virki fyrir sjúklingana og þjónustan sé góð og örugg. Þessar uppákomur kosta ómælda fjármuni, bæði vegna dýrra sýklaræktana, sótthreinsunar, þrifa, frestunar skurðaðgerða og þess að nota þarf mun dýrari sýklalyf en ella. Það verður ekki degi of snemmt að við flytjum í nýjan spítala. Nú þurfum við að snúa bökum saman sem aldrei fyrr og sýna hvað við getum – Landspítali er hornsteinn heilbrigðiskerfisins og öryggisnet þjóðarinnar. Nýr Landspítali er nauðsyn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum og vikum hefur töluvert verið rætt og ritað um nýjan Landspítala við Hringbraut. Eins og við er að búast eru ekki allir einhuga um þetta verkefni og steytir þar á ýmsu s.s. fjármögnun, staðsetningu, umferð, aðgengi, bílastæðum og skipulagi byggðar í borginni. Það er mikilvægt að umræðan sé lífleg og þar séu allir þættir skoðaðir, skeggræddir og til lykta leiddir. Þannig tryggjum við bestu mögulegu útkomu fyrir okkur sjálf, en þjóðin er helsti hagsmunaaðili að nýjum, vel búnum og vel mönnuðum spítala. Staðsetningin er löngu ákveðin og henni verður ekki breytt héðan af, til þess er undirbúningsvinnan komin of langt. Við höfum ekki efni á að byggja ekki nýjan spítala, hann er okkar brýnasta forgangsmál. Núverandi húsakostur er genginn sér til húðar, hann hefur þjónað vel en nú er mál að linni. Sem innlagnastjóri Landspítala í tæp fimm ár fæst ég á hverjum degi við flókin úrlausnarefni sem mörg hver verða mun auðveldari á nýjum spítala. Þar vegur þyngst að þörfin fyrir einbýli með aðgengi að sér salerni hefur snaraukist á örfáum árum. Nú eru aðeins örfá einbýli á hverri legudeild og enn eru í notkun sjúkrastofur fyrir sex einstaklinga. Ástæðurnar fyrir vaxandi þörf fyrir einbýli eru nokkrar og eru þær tíundaðar hér til fróðleiks – listinn er þó ekki tæmandi: 1. Sjúklingar sem koma erlendis frá og hafa verið á sjúkrahúsi þar á síðustu sex mánuðum þurfa einangrun vegna svonefndrar MÓSA varúðar. Í stuttu máli erum við að verjast bakteríum sem eru ónæmar fyrir öllum helstu sýklalyfjum og landlægar á mörgum sjúkrahúsum erlendis. Einangrun er aðeins aflétt ef sýni eru neikvæð, en ræktun getur tekið 2-4 daga. 2. Fjöldi fólks með langvinn heilsufarsvandamál ber í sér bakteríu sem myndar hvata (ESBL) sem brjóta niður lyf í mikilvægasta sýklalyfjaflokknum, en þetta fólk þarf einbýli og sér salerni í hvert sinn sem það leggst inn á sjúkrahús. 3. Nokkur hópur sjúklinga með langvinna sjúkdóma ber í sér ónæma bakteríu sem nefnist VRE, en þeir þurfa einbýli og sér salerni þegar þeir leggjast inn á sjúkrahús. 4. Á hverju ári gengur yfir faraldur svonefndrar Nórósýkingar sem er bráðsmitandi iðrasýking. Hún fer eins og eldur í sinu um sjúkradeildir þar sem fjölbýli eru og fólk deilir salerni. Þeir sem veikjast af Nóró þurfa einbýli og sér salerni á meðan veikindin vara og í a.m.k. 48 tíma eftir að einkenni eru gengin yfir. 5. Inflúensa gengur á hverjum vetri – af mismiklum þunga. Þeir sem leggjast inn og eru grunaðir um inflúensu þurfa einbýli og sér salerni í 48 tíma eftir að gjöf inflúensulyfja hefst. 6. Upp geta komið faraldrar smitsjúkdóma sem krefjast einangrunar sjúklinga á einbýli með sér salerni s.s. svínainflúensa og mislingar. 7. Sjúklingum sem fá sýklalyf er hætt við að fá iðrasýkingu sem nefnist CDTA. Þeir þurfa einbýli og sér salerni á meðan hún gengur yfir. 8. Ónæmisbældir einstaklingar, t.d. líffæraþegar og fólk í þungum lyfjameðferðum vegna blóðsjúkdóma, þurfa að vera í svonefndri varnareinangrun á einbýli með sér salerni, stundum í margar vikur. 9. Sjúklingar sem eru mjög mikið veikir og/eða deyjandi þurfa einbýli. 10. Veik börn þurfa í flestum tilfellum einbýli. 11. Sjúklingar með bráðarugl og atferlistruflanir þurfa einbýli. 12. Sjúklingar með alvarlega geðsjúkdóma þurfa oftast einbýli. Listinn er lengri og í rauninni er það þannig að langflestir þeirra sem þurfa að dvelja á sjúkrahúsi nú á tímum þurfa á einbýli að halda. Af þessu má glögglega sjá að skipulag þeirra sjúkradeilda sem Landspítalinn hefur yfir að ráða er ófullnægjandi nú á árinu 2012. Á nútíma sjúkrahúsi þurfa allar sjúkrastofur að vera einbýli með salerni. Þar ráða sýkingavarnasjónarmið og sú staðreynd að nú á dögum liggur fólk ekki á spítala nema það þurfi sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og geti sjúkdómsins/aðgerðarinnar eða færni sinnar vegna ekki verið heima. Á nýja spítalanum mun aðstaðan uppfylla þessar kröfur og þar verður hægt að veita mun betri og öruggari þjónustu en nú er mögulegt. Starfsfólk Landspítala leggur sig alltaf í líma við að veita eins góða þjónustu og mögulegt er en húsnæðið, tækjabúnaðurinn og önnur aðstaða er takmarkandi þáttur. Þegar sjúklingur sem nauðsynlega þarf einbýli leggst inn á spítalann getur þurft að grípa til flókinna ráðstafana sem fela í sér flutning annarra sjúklinga fram á gang, á aðrar deildir eða jafnvel milli húsa. Undanfarin ár höfum við hvað eftir annað lent í því að þurfa að loka heilu legudeildunum um lengri eða skemmri tíma vegna sýkinga. Slíkar uppákomur riðla flóknu og viðkvæmu skipulagi spítalans þar sem hvert púsl þarf að vera á sínum stað til að kerfið virki fyrir sjúklingana og þjónustan sé góð og örugg. Þessar uppákomur kosta ómælda fjármuni, bæði vegna dýrra sýklaræktana, sótthreinsunar, þrifa, frestunar skurðaðgerða og þess að nota þarf mun dýrari sýklalyf en ella. Það verður ekki degi of snemmt að við flytjum í nýjan spítala. Nú þurfum við að snúa bökum saman sem aldrei fyrr og sýna hvað við getum – Landspítali er hornsteinn heilbrigðiskerfisins og öryggisnet þjóðarinnar. Nýr Landspítali er nauðsyn.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun