Unglingar í Reykjavík eiga það besta skilið 21. febrúar 2012 06:00 Unglingar í Reykjavík sýna okkur á hverjum degi hvað þeir eru frábærir. Þeir bæta sig í námi ár frá ári, þeir eru skapandi og meðvitaðir. Þeir segja nei við vímugjöfum og vekja athygli um heim allan fyrir stöðugar framfarir þegar kemur að heilbrigðu líferni. Þeir eru langflestir í skipulögðu frístundastarfi utan skóla. Unglingar í Reykjavík eiga skilið bestu hugsanlegu tækifæri til náms og félagsstarfs. Það er okkar að tryggja það. Hjartað í skólastarfinuOkkur í meirihluta borgarstjórnar þykir vænst um það sem stundum er nefnt hjartað í skólastarfinu, verkefni sem styrkja innra starf skólanna, skólastarfið sjálft. Þangað á fjármagnið að fara. Við viljum skapa svigrúm til faglegrar uppbyggingar. Ábyrgir stjórnmálamenn velja þá leið sem kemur sér best fyrir börn og unglinga. Allar breytingar reyna á en það skiptir mestu fyrir börn og unglinga að þær gangi vel. Við undirbúning breytinga höfum við hlustað á áhyggjur og óskir unglinganna. Uppbyggileg gagnrýni og vel ígrundaðar ábendingar unglinganna hafa gert mikið gagn. Þær lúta að samgöngum, félagsstarfi, kennsluháttum, námsframboði, námsmati og hvernig skapa megi góðan skólabrag í nýrri, sameinaðri unglingadeild. Unglingar vilja bestu mögulega menntun fyrir framtíðina. Þeir leggja áherslu á að kennarar á unglingastigi séu sérhæfðir í sínum kennslugreinum. Þeim er líka annt um lýðræði og vilja sameiginlegt unglingaráð svo raddir allra heyrist í nýju skólasamfélagi. Það er okkar verkefni að koma til móts við þessar óskir. Og það hefur gengið vel. BreytingarHaustið 2010 hóf Reykjavíkurborg skipulagsbreytingar í skóla- og frístundastarfi sínu. Ástæðan var einföld. Mikið hafði verið skorið niður í innra starfi skóla og mat fagfólks að þolmörkum væri náð. Undirbúningur var viðamikill með viðtölum við rúmlega 100 stjórnendur, hverfafundir og rýnihópar skólafólks og foreldra skoðuðu leiðir til hagræðingar. Unnið var út frá einfaldri forsendu: Ef breyting á skólastarfi er til góðs fyrir börnin, unglingana, skólastarfið og borgarsjóð, skyldi hún skoðuð með opnum huga. Þegar farið var yfir ábendingar var áberandi hve margir sáu ókosti við fámennar unglingadeildir. Því samþykkti borgarstjórn breytingar í sunnanverðum og norðanverðum Grafarvogi, sem og í skólahverfi Hvassaleitis. Nemendafækkun hefur verið nokkuð jöfn í Grafarvogi á undanförnum árum og fyrirséð að svo verði áfram. Í Hamra- og Húsaskóla eru mjög fámennar unglingadeildir með aðeins rúmlega 150 unglingum samtals í þremur efstu bekkjum. Fjölmörg fagleg rök styðja sameiningu svo lítilla unglingadeilda. Þannig má skapa fjölbreyttari valgreinar fyrir unglingana, efla fagþekkingu kennara og aðra sérþekkingu sem tengist aldurshópnum, efla samvinnu kennara, styrkja félagslíf og unglingamenningu. Til verður öflugri skóli með fleiri tækifærum fyrir unglinga til að blómstra og rækta sína hæfileika. Hagræðing í umgjörð eða innra starfi?Á síðustu þremur árum hafa sveitarfélögin í landinu hagrætt um 12 milljarða króna í skóla- og frístundastarfi. Í Reykjavík var haustið 2010 komið að sársaukamörkum þess að skera frekar niður í innra starfi skólanna. Því var farin sú leið að horfa til breytinga á skólagerðum, stjórnun og ytra skipulagi skóla. Leik- og grunnskólar í borginni eru fámennir samanborið við stærstu sveitarfélög landsins. En íbúar krefjast þess að þeir njóti hagkvæmni stærðarinnar. Hér verður því að leita jafnvægis og horfa á heildarmyndina. Bestu lausnirnar eru þær sem sameina faglegan metnað okkar fyrir hönd skólastarfs barna og unglinga í Reykjavík og draga jafnframt úr rekstrarkostnaði. Einungis þannig getum við haldið áfram að efla okkar góða skólastarf. Þessi leið er ekki hafin yfir gagnrýni, en við vorum ekki kosin til að velja auðveldustu leiðina. Á þessu ári nemur ávinningur af rekstrarhagræðingu í skólastarfi tæplega 140 milljónum króna, en mun aukast þegar breytingarnar eru að fullu komnar til framkvæmda á næsta ári. Þetta eru töluverðir fjármunir sem skila sér strax til innra starfs skólanna næstu árin: til þróunarverkefna, bókasafna, mötuneyta, búnaðarkaupa og margs fleira sem setið hefur á hakanum undanfarin ár. Við vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáumVið höfum sterka sannfæringu fyrir því að nemendum farnist betur í stærra samfélagi unglinga. Sú sannfæring byggir á reynslu, mati og úttektum og við deilum henni með reynslumiklum skólastjórum og kennurum, en líka foreldrum. Unglingarnir sjálfir sýna fram á að þeim líður vel í stærra samfélagi jafnaldra sinna, mælingar á líðan, einelti og námsárangri benda til þess. Áhyggjur foreldra eru engu að síður skiljanlegar. Fæstir eru hrifnir af breytingum á námsumhverfi barna sinna. En reynslan sýnir okkur, hér heima sem og erlendis, að faglegt starf er í engri hættu. Breytingarnar þurfa hvorki að leiða til verri líðunar nemenda né slakari námsárangurs og geta þvert á móti haft áhrif til góðs. Ég tel að við verðum öll að setja börnin okkar og unglingana í forgang og leggjast á eitt til að sá góði undirbúningur að breytingunum gangi eftir og nýtist sem best. Það er best fyrir börn og unglinga í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Unglingar í Reykjavík sýna okkur á hverjum degi hvað þeir eru frábærir. Þeir bæta sig í námi ár frá ári, þeir eru skapandi og meðvitaðir. Þeir segja nei við vímugjöfum og vekja athygli um heim allan fyrir stöðugar framfarir þegar kemur að heilbrigðu líferni. Þeir eru langflestir í skipulögðu frístundastarfi utan skóla. Unglingar í Reykjavík eiga skilið bestu hugsanlegu tækifæri til náms og félagsstarfs. Það er okkar að tryggja það. Hjartað í skólastarfinuOkkur í meirihluta borgarstjórnar þykir vænst um það sem stundum er nefnt hjartað í skólastarfinu, verkefni sem styrkja innra starf skólanna, skólastarfið sjálft. Þangað á fjármagnið að fara. Við viljum skapa svigrúm til faglegrar uppbyggingar. Ábyrgir stjórnmálamenn velja þá leið sem kemur sér best fyrir börn og unglinga. Allar breytingar reyna á en það skiptir mestu fyrir börn og unglinga að þær gangi vel. Við undirbúning breytinga höfum við hlustað á áhyggjur og óskir unglinganna. Uppbyggileg gagnrýni og vel ígrundaðar ábendingar unglinganna hafa gert mikið gagn. Þær lúta að samgöngum, félagsstarfi, kennsluháttum, námsframboði, námsmati og hvernig skapa megi góðan skólabrag í nýrri, sameinaðri unglingadeild. Unglingar vilja bestu mögulega menntun fyrir framtíðina. Þeir leggja áherslu á að kennarar á unglingastigi séu sérhæfðir í sínum kennslugreinum. Þeim er líka annt um lýðræði og vilja sameiginlegt unglingaráð svo raddir allra heyrist í nýju skólasamfélagi. Það er okkar verkefni að koma til móts við þessar óskir. Og það hefur gengið vel. BreytingarHaustið 2010 hóf Reykjavíkurborg skipulagsbreytingar í skóla- og frístundastarfi sínu. Ástæðan var einföld. Mikið hafði verið skorið niður í innra starfi skóla og mat fagfólks að þolmörkum væri náð. Undirbúningur var viðamikill með viðtölum við rúmlega 100 stjórnendur, hverfafundir og rýnihópar skólafólks og foreldra skoðuðu leiðir til hagræðingar. Unnið var út frá einfaldri forsendu: Ef breyting á skólastarfi er til góðs fyrir börnin, unglingana, skólastarfið og borgarsjóð, skyldi hún skoðuð með opnum huga. Þegar farið var yfir ábendingar var áberandi hve margir sáu ókosti við fámennar unglingadeildir. Því samþykkti borgarstjórn breytingar í sunnanverðum og norðanverðum Grafarvogi, sem og í skólahverfi Hvassaleitis. Nemendafækkun hefur verið nokkuð jöfn í Grafarvogi á undanförnum árum og fyrirséð að svo verði áfram. Í Hamra- og Húsaskóla eru mjög fámennar unglingadeildir með aðeins rúmlega 150 unglingum samtals í þremur efstu bekkjum. Fjölmörg fagleg rök styðja sameiningu svo lítilla unglingadeilda. Þannig má skapa fjölbreyttari valgreinar fyrir unglingana, efla fagþekkingu kennara og aðra sérþekkingu sem tengist aldurshópnum, efla samvinnu kennara, styrkja félagslíf og unglingamenningu. Til verður öflugri skóli með fleiri tækifærum fyrir unglinga til að blómstra og rækta sína hæfileika. Hagræðing í umgjörð eða innra starfi?Á síðustu þremur árum hafa sveitarfélögin í landinu hagrætt um 12 milljarða króna í skóla- og frístundastarfi. Í Reykjavík var haustið 2010 komið að sársaukamörkum þess að skera frekar niður í innra starfi skólanna. Því var farin sú leið að horfa til breytinga á skólagerðum, stjórnun og ytra skipulagi skóla. Leik- og grunnskólar í borginni eru fámennir samanborið við stærstu sveitarfélög landsins. En íbúar krefjast þess að þeir njóti hagkvæmni stærðarinnar. Hér verður því að leita jafnvægis og horfa á heildarmyndina. Bestu lausnirnar eru þær sem sameina faglegan metnað okkar fyrir hönd skólastarfs barna og unglinga í Reykjavík og draga jafnframt úr rekstrarkostnaði. Einungis þannig getum við haldið áfram að efla okkar góða skólastarf. Þessi leið er ekki hafin yfir gagnrýni, en við vorum ekki kosin til að velja auðveldustu leiðina. Á þessu ári nemur ávinningur af rekstrarhagræðingu í skólastarfi tæplega 140 milljónum króna, en mun aukast þegar breytingarnar eru að fullu komnar til framkvæmda á næsta ári. Þetta eru töluverðir fjármunir sem skila sér strax til innra starfs skólanna næstu árin: til þróunarverkefna, bókasafna, mötuneyta, búnaðarkaupa og margs fleira sem setið hefur á hakanum undanfarin ár. Við vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáumVið höfum sterka sannfæringu fyrir því að nemendum farnist betur í stærra samfélagi unglinga. Sú sannfæring byggir á reynslu, mati og úttektum og við deilum henni með reynslumiklum skólastjórum og kennurum, en líka foreldrum. Unglingarnir sjálfir sýna fram á að þeim líður vel í stærra samfélagi jafnaldra sinna, mælingar á líðan, einelti og námsárangri benda til þess. Áhyggjur foreldra eru engu að síður skiljanlegar. Fæstir eru hrifnir af breytingum á námsumhverfi barna sinna. En reynslan sýnir okkur, hér heima sem og erlendis, að faglegt starf er í engri hættu. Breytingarnar þurfa hvorki að leiða til verri líðunar nemenda né slakari námsárangurs og geta þvert á móti haft áhrif til góðs. Ég tel að við verðum öll að setja börnin okkar og unglingana í forgang og leggjast á eitt til að sá góði undirbúningur að breytingunum gangi eftir og nýtist sem best. Það er best fyrir börn og unglinga í Reykjavík.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun