Samkeppnislög skipta miklu máli á flugmarkaði Páll Gunnar Pálsson skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Þann 9. febrúar sl. féll dómur í Hæstarétti Íslands þar sem staðfest er að Icelandair hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á flugleiðinni milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar. Var félagið dæmt til að greiða 80 m.kr. í sektir. Um var að ræða kynningu og sölu á svokölluðum Netsmellum, sem stóðu viðskiptavinum Icelandair til boða á árinu 2004. Héraðsdómur hafði áður staðfest niðurstöðu samkeppnisyfirvalda um brot Icelandair en fellt niður sektir. Dómur Hæstaréttar felur í sér mikilvægt fordæmi. Hann er staðfesting þess að markaðsráðandi aðili í farþegaflugi verður að gæta sín vel á því að hindra ekki aðgang að markaðnum með kynningu og verðlagningu á flugfargjöldum. Jafnframt er staðfest sú meginregla að sektir skuli liggja við brotum á bannreglum samkeppnislaga. Horfði Hæstiréttur einnig til þess að Icelandair hafði áður brotið sama bannákvæði. Samkeppnisyfirvöld hafa ítrekað gripið inn í samkeppnishömlur á flugmörkuðumEngum vafa er undirorpið að samkeppnisaðstæður á flugmarkaði skipta atvinnulíf og almenning í þessu landi miklu máli. Fyrrgreindur dómur fjallar um eitt af allmörgum málum þar sem samkeppnisyfirvöld hafa gripið inn í samkeppnishamlandi aðstæður á flugmörkuðum. Í tvígang hafa samkeppnisyfirvöld gripið inn í undirverðlagningu Icelandair, í fyrra skiptið árið 2003 og hið síðara með ákvörðun árið 2007. Seinna málið endaði með fyrrgreindum Hæstaréttardómi. Í nokkur skipti hafa samkeppnisyfirvöld gripið til aðgerða vegna flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Nægir að nefna háar sektir á Flugþjónustuna á Keflavíkurflugvelli (IGS), fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu við afgreiðslu farþegaflugvéla og nýleg fyrirmæli til IGS ehf. um að ganga til samninga við Cargo Express ehf. um fraktafgreiðslu, en því hafði verið neitað um slíka samninga. Árið 2000 var fyrirmælum beint til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. um að semja við flugafgreiðslufyrirtækið Vallarvini um nauðsynlega aðstöðu til innritunar og farþegaþjónustu, en flugstöðin hafði hafnað slíku. Þá hefur Samkeppniseftirlitið beitt sér gagnvart flugmálayfirvöldum til að liðka fyrir samkeppni. Nægir að nefna að í fyrra beindi Samkeppniseftirlitið bindandi fyrirmælum til Flugmálastjórnar um að breyta verklagi sínu við veitingu flugréttinda með það að markmiði að auka samkeppni í flugi til og frá Íslandi. Nánar er fjallað um þessar og fleiri aðgerðir í pistli nr. 1/2012, sem birtur er á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Aðgerðirnar hafa skilað árangriUm þessar mundir bjóða tvö flugfélög upp á flugsamgöngur til og frá Íslandi allan ársins hring. Þriðja félagið hefur boðað starfsemi. Fleiri flugfélög bjóða auk þess upp á árstíðabundna þjónustu. Ein forsenda þessa er að flugfélög hafa val um flugþjónustufyrirtæki auk þess sem þjónusta flugmálayfirvalda er smátt og smátt að færast til betri vegar. Í þessu felst mikil breyting á fáum árum, frá því að eitt flugfélag réði lögum og lofum og naut til þess ýmiss konar stuðnings yfirvalda. Þessa breytingu má að miklu leyti þakka þeim sem sáu tækifæri til þess að bjóða upp á nýja valkosti og höfðu kjark til að hrinda þeim í framkvæmd. Jafnljóst er að þær tilraunir hefðu í mörgum tilvikum mistekist, ef samkeppnislaganna hefði ekki notið ekki við og þeim fylgt eftir. Margt er hins vegar óunnið. Nefna má að í skýrslu Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2008, Öflug uppbygging – Opnun markaða og efling atvinnustarfsemi, er m.a. fjallað sérstaklega um flugmarkaði, bent á ýmsar aðgangshindranir inn á þessa markaði og leiðir til að ryðja þeim úr vegi. Samkeppnislögin vernda samkeppni en ekki alltaf einstaka keppinautaHæstaréttardómur sá sem gerður var að umtalsefni hér í upphafi markar endalok á mjög langri meðferð málsins hjá Samkeppniseftirlitinu og dómstólum. Málið er raunar gott dæmi um það hversu hart er oft tekist á um úrlausnir samkeppnismála og hversu flókin þau geta verið. Þessi langa málsmeðferð leiðir jafnframt hugann að því að úrlausnir samkeppnisyfirvalda koma ekki alltaf kvartandanum sjálfum að fullum notum, þótt sem betur fer séu til fjölmörg dæmi um að þær hafi komið í veg fyrir að keppinautar hafi hrökklast út af markaðnum. Skiljanlegt er að keppinautur sem kvartar til samkeppnisyfirvalda vilji skjóta úrlausn máls. Staðreyndin er hins vegar sú að samkeppnislöggjöfin og framkvæmd hennar beinist ekki að því að bjarga fyrirtækjum frá hvers konar tjóni af samkeppnishindrunum, heldur því að stöðva brot og skapa til framtíðar bætt samkeppnisumhverfi, efnahagslífinu og almenningi til hagsbóta. Á hinn bóginn getur endanleg niðurstaða í samkeppnismálum verið keppinautum tilefni til þess að sækja bætur á hendur því fyrirtæki sem braut samkeppnislögin og bakaði þeim tjón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Þann 9. febrúar sl. féll dómur í Hæstarétti Íslands þar sem staðfest er að Icelandair hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á flugleiðinni milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar. Var félagið dæmt til að greiða 80 m.kr. í sektir. Um var að ræða kynningu og sölu á svokölluðum Netsmellum, sem stóðu viðskiptavinum Icelandair til boða á árinu 2004. Héraðsdómur hafði áður staðfest niðurstöðu samkeppnisyfirvalda um brot Icelandair en fellt niður sektir. Dómur Hæstaréttar felur í sér mikilvægt fordæmi. Hann er staðfesting þess að markaðsráðandi aðili í farþegaflugi verður að gæta sín vel á því að hindra ekki aðgang að markaðnum með kynningu og verðlagningu á flugfargjöldum. Jafnframt er staðfest sú meginregla að sektir skuli liggja við brotum á bannreglum samkeppnislaga. Horfði Hæstiréttur einnig til þess að Icelandair hafði áður brotið sama bannákvæði. Samkeppnisyfirvöld hafa ítrekað gripið inn í samkeppnishömlur á flugmörkuðumEngum vafa er undirorpið að samkeppnisaðstæður á flugmarkaði skipta atvinnulíf og almenning í þessu landi miklu máli. Fyrrgreindur dómur fjallar um eitt af allmörgum málum þar sem samkeppnisyfirvöld hafa gripið inn í samkeppnishamlandi aðstæður á flugmörkuðum. Í tvígang hafa samkeppnisyfirvöld gripið inn í undirverðlagningu Icelandair, í fyrra skiptið árið 2003 og hið síðara með ákvörðun árið 2007. Seinna málið endaði með fyrrgreindum Hæstaréttardómi. Í nokkur skipti hafa samkeppnisyfirvöld gripið til aðgerða vegna flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Nægir að nefna háar sektir á Flugþjónustuna á Keflavíkurflugvelli (IGS), fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu við afgreiðslu farþegaflugvéla og nýleg fyrirmæli til IGS ehf. um að ganga til samninga við Cargo Express ehf. um fraktafgreiðslu, en því hafði verið neitað um slíka samninga. Árið 2000 var fyrirmælum beint til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. um að semja við flugafgreiðslufyrirtækið Vallarvini um nauðsynlega aðstöðu til innritunar og farþegaþjónustu, en flugstöðin hafði hafnað slíku. Þá hefur Samkeppniseftirlitið beitt sér gagnvart flugmálayfirvöldum til að liðka fyrir samkeppni. Nægir að nefna að í fyrra beindi Samkeppniseftirlitið bindandi fyrirmælum til Flugmálastjórnar um að breyta verklagi sínu við veitingu flugréttinda með það að markmiði að auka samkeppni í flugi til og frá Íslandi. Nánar er fjallað um þessar og fleiri aðgerðir í pistli nr. 1/2012, sem birtur er á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Aðgerðirnar hafa skilað árangriUm þessar mundir bjóða tvö flugfélög upp á flugsamgöngur til og frá Íslandi allan ársins hring. Þriðja félagið hefur boðað starfsemi. Fleiri flugfélög bjóða auk þess upp á árstíðabundna þjónustu. Ein forsenda þessa er að flugfélög hafa val um flugþjónustufyrirtæki auk þess sem þjónusta flugmálayfirvalda er smátt og smátt að færast til betri vegar. Í þessu felst mikil breyting á fáum árum, frá því að eitt flugfélag réði lögum og lofum og naut til þess ýmiss konar stuðnings yfirvalda. Þessa breytingu má að miklu leyti þakka þeim sem sáu tækifæri til þess að bjóða upp á nýja valkosti og höfðu kjark til að hrinda þeim í framkvæmd. Jafnljóst er að þær tilraunir hefðu í mörgum tilvikum mistekist, ef samkeppnislaganna hefði ekki notið ekki við og þeim fylgt eftir. Margt er hins vegar óunnið. Nefna má að í skýrslu Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2008, Öflug uppbygging – Opnun markaða og efling atvinnustarfsemi, er m.a. fjallað sérstaklega um flugmarkaði, bent á ýmsar aðgangshindranir inn á þessa markaði og leiðir til að ryðja þeim úr vegi. Samkeppnislögin vernda samkeppni en ekki alltaf einstaka keppinautaHæstaréttardómur sá sem gerður var að umtalsefni hér í upphafi markar endalok á mjög langri meðferð málsins hjá Samkeppniseftirlitinu og dómstólum. Málið er raunar gott dæmi um það hversu hart er oft tekist á um úrlausnir samkeppnismála og hversu flókin þau geta verið. Þessi langa málsmeðferð leiðir jafnframt hugann að því að úrlausnir samkeppnisyfirvalda koma ekki alltaf kvartandanum sjálfum að fullum notum, þótt sem betur fer séu til fjölmörg dæmi um að þær hafi komið í veg fyrir að keppinautar hafi hrökklast út af markaðnum. Skiljanlegt er að keppinautur sem kvartar til samkeppnisyfirvalda vilji skjóta úrlausn máls. Staðreyndin er hins vegar sú að samkeppnislöggjöfin og framkvæmd hennar beinist ekki að því að bjarga fyrirtækjum frá hvers konar tjóni af samkeppnishindrunum, heldur því að stöðva brot og skapa til framtíðar bætt samkeppnisumhverfi, efnahagslífinu og almenningi til hagsbóta. Á hinn bóginn getur endanleg niðurstaða í samkeppnismálum verið keppinautum tilefni til þess að sækja bætur á hendur því fyrirtæki sem braut samkeppnislögin og bakaði þeim tjón.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun