Formaður gagnrýnir vinnubrögð Alþingis 24. febrúar 2012 07:30 Salvör Nordal. Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, gagnrýnir málatilbúnað Alþingis við að kalla ráðið saman í mars til að bregðast við tillögum þingsins varðandi frumvarp til stjórnskipunarlaga sem lá fyrir í ágúst. Skammur fyrirvari og óskýrt hlutverk vinnufundarins er hluti þeirrar gagnrýni. Salvör setur þessa gagnrýni fram í bréfi til forsætisnefndar Alþingis. Hún getur ekki mætt til fundarins og það hyggst annar stjórnlagaráðsfulltrúi, Pawel Bartoszek, ekki heldur gera. Fleiri stjórnlagaþingsfulltrúar hafa sínar efasemdir. Samkvæmt þingsályktun sem Alþingi samþykkti á miðvikudag er stjórnlagaráð kallað saman til fjögurra daga vinnufundar í byrjun mars. Þar á að gefa ráðinu kost á því að fjalla um spurningar og tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um nokkur atriði í frumvarpi ráðsins til stjórnarskipunarlaga. Salvör fagnar því að Alþingi gefi stjórnlagaráði tækifæri til að fjalla um tillögur nefndarinnar, enda hafi ráðið lýst sig reiðubúið til að koma aftur að málinu. „Ég geri þó alvarlegar athugasemdir við það hversu fyrirvarinn er skammur og hversu óskýrt hlutverk fundarins er, bæði um hvað hann eigi að fjalla og hverju hann eigi að skila. Vert er að geta þess að ekkert samstarf var haft við stjórn stjórnlagaráðs við mótun þingstillögunnar," segir Salvör í bréfinu. Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir boðað til vinnufundarins af virðingu við störf ráðsins, og stjórnlagaráðsfulltrúarnir hefðu mikið um það að segja hvernig vinnufundurinn færi fram. Hún segir að fimm fulltrúar ráðsins hafi fyrir hálfum mánuði sagt á fundi með nefndarmönnum að þeir teldu sig ekki hafa umboð til að fjalla um spurningar og tillögur þingnefndarinnar. „Þess vegna var það niðurstaða meirihluta nefndarinnar að nauðsynlegt væri að ná fulltrúunum saman á einn stað." Pawel Bartoszek gagnrýnir málatilbúnað Alþingis harðlega í grein í blaðinu í dag og þá staðreynd að tillögur ráðsins hafi ekki fengið efnislega meðferð í þinginu. Hann vill að fallið verði frá ráðgefandi þjóðaratkvæði í sumar og hvetur þingheim til að móta sér afstöðu til tillagnanna fyrst. Hart var tekist á um málið á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn lýstu furðu sinni á fundarboði þegar ekki lægi fyrir hvort fulltrúarnir gætu yfirleitt mætt. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær gáfu fulltrúar minnihlutans, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lítið fyrir að fá að vísa spurningum til stjórnlagaráðs. - shá Fréttir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, gagnrýnir málatilbúnað Alþingis við að kalla ráðið saman í mars til að bregðast við tillögum þingsins varðandi frumvarp til stjórnskipunarlaga sem lá fyrir í ágúst. Skammur fyrirvari og óskýrt hlutverk vinnufundarins er hluti þeirrar gagnrýni. Salvör setur þessa gagnrýni fram í bréfi til forsætisnefndar Alþingis. Hún getur ekki mætt til fundarins og það hyggst annar stjórnlagaráðsfulltrúi, Pawel Bartoszek, ekki heldur gera. Fleiri stjórnlagaþingsfulltrúar hafa sínar efasemdir. Samkvæmt þingsályktun sem Alþingi samþykkti á miðvikudag er stjórnlagaráð kallað saman til fjögurra daga vinnufundar í byrjun mars. Þar á að gefa ráðinu kost á því að fjalla um spurningar og tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um nokkur atriði í frumvarpi ráðsins til stjórnarskipunarlaga. Salvör fagnar því að Alþingi gefi stjórnlagaráði tækifæri til að fjalla um tillögur nefndarinnar, enda hafi ráðið lýst sig reiðubúið til að koma aftur að málinu. „Ég geri þó alvarlegar athugasemdir við það hversu fyrirvarinn er skammur og hversu óskýrt hlutverk fundarins er, bæði um hvað hann eigi að fjalla og hverju hann eigi að skila. Vert er að geta þess að ekkert samstarf var haft við stjórn stjórnlagaráðs við mótun þingstillögunnar," segir Salvör í bréfinu. Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir boðað til vinnufundarins af virðingu við störf ráðsins, og stjórnlagaráðsfulltrúarnir hefðu mikið um það að segja hvernig vinnufundurinn færi fram. Hún segir að fimm fulltrúar ráðsins hafi fyrir hálfum mánuði sagt á fundi með nefndarmönnum að þeir teldu sig ekki hafa umboð til að fjalla um spurningar og tillögur þingnefndarinnar. „Þess vegna var það niðurstaða meirihluta nefndarinnar að nauðsynlegt væri að ná fulltrúunum saman á einn stað." Pawel Bartoszek gagnrýnir málatilbúnað Alþingis harðlega í grein í blaðinu í dag og þá staðreynd að tillögur ráðsins hafi ekki fengið efnislega meðferð í þinginu. Hann vill að fallið verði frá ráðgefandi þjóðaratkvæði í sumar og hvetur þingheim til að móta sér afstöðu til tillagnanna fyrst. Hart var tekist á um málið á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn lýstu furðu sinni á fundarboði þegar ekki lægi fyrir hvort fulltrúarnir gætu yfirleitt mætt. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær gáfu fulltrúar minnihlutans, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lítið fyrir að fá að vísa spurningum til stjórnlagaráðs. - shá
Fréttir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira