Nýtum visku og hæfileika kvenna Regína Bjarnadóttir skrifar 24. febrúar 2012 06:00 Árið 2011 var merkisár hjá landsnefnd UN Women á Íslandi. Þetta var fyrsta starfsár UN Women á Íslandi, þar sem UNIFEM varð að UN Women um áramótin 2010-2011. Þá var ákveðið að halda fjáröflunar- og vitundarvakningarviku í annað sinn, svokallaða „Fiðrildaviku", sem tókst með glæsibrag. Einnig framleiddi landsnefndin sérstakar UN Women töskur með dyggri aðstoð hönnuðanna Kötlu Rósar Völudóttur og Ragnars Más Nikulássonar, sem vöktu mikla athygli og hreinlega fuku út. Í lok árs 2011 gat UN Women á Íslandi með stolti aukið framlag sitt til verkefna víða um heim um 140% frá fyrra ári. Ég vil fyrir hönd stjórnar UN Women á Íslandi þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn og gáfu vinnu sína til þessa þarfa málefnis. Fyrir frjáls félagasamtök með takmarkaða yfirbyggingu er þátttaka sjálfboðaliða lykilatriði til þess að ná árangri. Með þennan stóra og góða hóp styrktaraðila getum við áorkað miklu og hvet ég alla stuðningsaðila til að vera virkir þátttakendur í starfinu á komandi árum. Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem lögðu okkur lið á árinu, bæði með fjárframlögum og vinnuframlagi. Félagsmönnum í landsnefnd UN Women á Íslandi og mánaðarlegum styrktaraðilum í „Systralaginu" svonefnda hefur fjölgað umtalsvert undanfarið ár og gleður það okkur mjög. Það er greinilegt að almenningur lætur sig málefni kvenna um allan heim varða og er tilbúinn að leggja jafnréttisbaráttunni lið, jafnvel þótt víða kreppi að. Mikið hefur áunnist á undanförnum árum fyrir tilstuðlan UN Women. Engu að síður eru verkefni framtíðarinnar ærin. Meginmarkmið UN Women á Ísland eru að vera málsvari kvenna í þróunarlöndum og á átakasvæðum, kynna og efla áhuga almennings á starfsemi UN Women, þrýsta á stjórnvöld að aðhafast í málefnum er varða jafnan rétt kynjanna og síðast en ekki síst að afla fjárframlaga til að styrkja verkefni þar sem vandamálin eru stærst. UN Women á Íslandi mun halda áfram af fullum krafti að sinna þessu mikilvæga hlutverki sínu og veita konum um allan heim byr undir báða vængi til að eygja von um að brjótast út úr aðstæðum fátæktar, sjúkdóma, ofbeldis og óréttlætis. Við hvetjum alla sem láta sig málefnið varða til að taka þátt í því starfi með okkur. Ég læt Michelle Bachelet, framkvæmdastýru UN Women, eiga lokaorðin: „Við köllum eftir dyggum stuðningi við að efla mátt kvenna og jafnrétti kynjanna. Á þessum tímum óvissu og örbirgðar megum við ekki láta niðurskurð bitna á framförum kvenréttinda. Við þurfum ekki aðeins að halda því í horfinu sem áunnist hefur, heldur halda áfram að taka framförum. Með auknum kröfum um réttlæti, pólitískum breytingum og kosningum í nánd höfum við tækifæri til að opna dyrnar fyrir konur. Við höfum ekki lengur efni á að halda konum niðri, við þurfum á visku og hæfileikum kvenna að halda í heiminum, sama hvort um er að ræða fæðuöryggi, efnahagslegar framfarir, heilsu eða frið og öryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Árið 2011 var merkisár hjá landsnefnd UN Women á Íslandi. Þetta var fyrsta starfsár UN Women á Íslandi, þar sem UNIFEM varð að UN Women um áramótin 2010-2011. Þá var ákveðið að halda fjáröflunar- og vitundarvakningarviku í annað sinn, svokallaða „Fiðrildaviku", sem tókst með glæsibrag. Einnig framleiddi landsnefndin sérstakar UN Women töskur með dyggri aðstoð hönnuðanna Kötlu Rósar Völudóttur og Ragnars Más Nikulássonar, sem vöktu mikla athygli og hreinlega fuku út. Í lok árs 2011 gat UN Women á Íslandi með stolti aukið framlag sitt til verkefna víða um heim um 140% frá fyrra ári. Ég vil fyrir hönd stjórnar UN Women á Íslandi þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn og gáfu vinnu sína til þessa þarfa málefnis. Fyrir frjáls félagasamtök með takmarkaða yfirbyggingu er þátttaka sjálfboðaliða lykilatriði til þess að ná árangri. Með þennan stóra og góða hóp styrktaraðila getum við áorkað miklu og hvet ég alla stuðningsaðila til að vera virkir þátttakendur í starfinu á komandi árum. Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem lögðu okkur lið á árinu, bæði með fjárframlögum og vinnuframlagi. Félagsmönnum í landsnefnd UN Women á Íslandi og mánaðarlegum styrktaraðilum í „Systralaginu" svonefnda hefur fjölgað umtalsvert undanfarið ár og gleður það okkur mjög. Það er greinilegt að almenningur lætur sig málefni kvenna um allan heim varða og er tilbúinn að leggja jafnréttisbaráttunni lið, jafnvel þótt víða kreppi að. Mikið hefur áunnist á undanförnum árum fyrir tilstuðlan UN Women. Engu að síður eru verkefni framtíðarinnar ærin. Meginmarkmið UN Women á Ísland eru að vera málsvari kvenna í þróunarlöndum og á átakasvæðum, kynna og efla áhuga almennings á starfsemi UN Women, þrýsta á stjórnvöld að aðhafast í málefnum er varða jafnan rétt kynjanna og síðast en ekki síst að afla fjárframlaga til að styrkja verkefni þar sem vandamálin eru stærst. UN Women á Íslandi mun halda áfram af fullum krafti að sinna þessu mikilvæga hlutverki sínu og veita konum um allan heim byr undir báða vængi til að eygja von um að brjótast út úr aðstæðum fátæktar, sjúkdóma, ofbeldis og óréttlætis. Við hvetjum alla sem láta sig málefnið varða til að taka þátt í því starfi með okkur. Ég læt Michelle Bachelet, framkvæmdastýru UN Women, eiga lokaorðin: „Við köllum eftir dyggum stuðningi við að efla mátt kvenna og jafnrétti kynjanna. Á þessum tímum óvissu og örbirgðar megum við ekki láta niðurskurð bitna á framförum kvenréttinda. Við þurfum ekki aðeins að halda því í horfinu sem áunnist hefur, heldur halda áfram að taka framförum. Með auknum kröfum um réttlæti, pólitískum breytingum og kosningum í nánd höfum við tækifæri til að opna dyrnar fyrir konur. Við höfum ekki lengur efni á að halda konum niðri, við þurfum á visku og hæfileikum kvenna að halda í heiminum, sama hvort um er að ræða fæðuöryggi, efnahagslegar framfarir, heilsu eða frið og öryggi.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun