Ísland sjálfbært sólarland Sighvatur Björgvinsson skrifar 24. febrúar 2012 06:00 Íslensk garðyrkja keppir við sólina í suðurlöndum. Til þess að geta ræktað tómata, agúrkur, káltegundir, papríkur, skrautblóm og hvað það allt nú heitir notar íslensk garðyrkja orkuna úr vatnsföllum og jarðhita íslenskrar jarðar til þess að keppa við sólina í suðurlöndum – sem er víst ókeypis þar. Fyrir það greiðir íslensk garðyrkja 95 aura á hverja kílówattstund þegar aðrir notendur á Íslandi greiða á sjöttu eða á áttundu krónu fyrir sömu kílówattstund. Mismuninn greiða íslenskir skattgreiðendur – sem eru líka íslensk auðlind eins og orkan. Garðyrkjan borgar ekkert fyrir hana. Þess vegna er hún ókeypis. Hlýtur að vera það! Mikil áhersla er nú lögð á sjálfbært Ísland. Þess vegna eru íslensku auðlindirnar, orkan og skattborgararnir, látnar bera kostnað af þessari samkeppni við sólina. Þar er samt hægt að gera svo miklu betur. Þar væri t.d. hægt að nota íslenskar auðlindir, orkuna og skattborgarana, til þess að byggja sólarstrendur undir plasthimni og spara þar með allar þessar óþörfu orlofsferðir íslenskra sumargesta til Ítalíu, Spánar, Grikklands og annarra ruglulanda í því vonda ESB – svo ekki sé þá talað um múslímaþjóðfélög eins og Tyrkland, Marokkó og Alsír! Þá þyrfti fólk í sumarskapi ekki heldur að éta hættulegt fæði eins og alls staðar er í útlöndum heldur gæti étið lambakjöt og annað hollasta fæði í heimi undir sínum sólarhimni hér uppi á Íslandi. Með þessu móti væri hægt að ganga enn lengra í að gera íslenska þjóðfélagið sjálfbært – sjálfbært sólskinsþjóðfélag! Bara með því að nota íslensku auðlindirnar rétt – orkuna og skattborgarana. Gerum Ísland að sjálfbæru sólarlandi! Er til þjóðlegra baráttumál!?! Engin landráð hér á ferðinni! Og hugsið ykkur alla atvinnuna, sem það myndi skapa. Klörubar í hverju krummaskuði. Vatnsrennibrautir, tívolí, tapasbarir. Auðvitað yrði Ísland svo alþjóðleg miðstöð sóldýrkenda miklu fyrr en landið getur orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð – svona úr þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Íslensk garðyrkja keppir við sólina í suðurlöndum. Til þess að geta ræktað tómata, agúrkur, káltegundir, papríkur, skrautblóm og hvað það allt nú heitir notar íslensk garðyrkja orkuna úr vatnsföllum og jarðhita íslenskrar jarðar til þess að keppa við sólina í suðurlöndum – sem er víst ókeypis þar. Fyrir það greiðir íslensk garðyrkja 95 aura á hverja kílówattstund þegar aðrir notendur á Íslandi greiða á sjöttu eða á áttundu krónu fyrir sömu kílówattstund. Mismuninn greiða íslenskir skattgreiðendur – sem eru líka íslensk auðlind eins og orkan. Garðyrkjan borgar ekkert fyrir hana. Þess vegna er hún ókeypis. Hlýtur að vera það! Mikil áhersla er nú lögð á sjálfbært Ísland. Þess vegna eru íslensku auðlindirnar, orkan og skattborgararnir, látnar bera kostnað af þessari samkeppni við sólina. Þar er samt hægt að gera svo miklu betur. Þar væri t.d. hægt að nota íslenskar auðlindir, orkuna og skattborgarana, til þess að byggja sólarstrendur undir plasthimni og spara þar með allar þessar óþörfu orlofsferðir íslenskra sumargesta til Ítalíu, Spánar, Grikklands og annarra ruglulanda í því vonda ESB – svo ekki sé þá talað um múslímaþjóðfélög eins og Tyrkland, Marokkó og Alsír! Þá þyrfti fólk í sumarskapi ekki heldur að éta hættulegt fæði eins og alls staðar er í útlöndum heldur gæti étið lambakjöt og annað hollasta fæði í heimi undir sínum sólarhimni hér uppi á Íslandi. Með þessu móti væri hægt að ganga enn lengra í að gera íslenska þjóðfélagið sjálfbært – sjálfbært sólskinsþjóðfélag! Bara með því að nota íslensku auðlindirnar rétt – orkuna og skattborgarana. Gerum Ísland að sjálfbæru sólarlandi! Er til þjóðlegra baráttumál!?! Engin landráð hér á ferðinni! Og hugsið ykkur alla atvinnuna, sem það myndi skapa. Klörubar í hverju krummaskuði. Vatnsrennibrautir, tívolí, tapasbarir. Auðvitað yrði Ísland svo alþjóðleg miðstöð sóldýrkenda miklu fyrr en landið getur orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð – svona úr þessu.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun