Segja blóðprufu ekki henta til greiningar 25. febrúar 2012 09:00 Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. Í yfirlýsingu landlæknis segir: „Að gefnu tilefni vill landlæknir árétta að ekki er mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabbameini í blöðruhálskirtli. Mælingin gefur ekki nægilega áreiðanlegar upplýsingar og ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að slík leit bjargi mannslífum. Hins vegar er ljóst að í kjölfarið fá stórir hópar karla að óþörfu meðferð sem getur haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka." Yfirlýsingin er samin í samráði við sérfræðinga í heimilislækningum, krabbameinslækningum og þvagfæraskurðlækningum, og í samræmi við ráðleggingar frá Krabbameinsfélagi Íslands. Helgi Sigurðsson, yfirlæknir á LSH og prófessor í krabbameinslækningum við HÍ, segir að niðurstöður liggi fyrir úr stórum rannsóknum erlendis á blöðruhálskrabbameini og PSA. „Niðurstaðan er sú að þetta leiðir til alveg hrikalegrar ofgreiningar og yfirmeðhöndlunar. Við vitum að verið er að ofgreina þetta krabbamein hér á landi, og það verulega." Blóðprófið sem um ræðir er mjög næmt og segir Helgi að það skilgreini marga sjúka af krabbameini þótt sú sé ekki raunin. „Að gera svona stikkprufu skapar miklu fleiri vandamál en það leysir." Það vekur athygli að árið 2008 var PSA-mæling í blóði talin af læknum besta greiningaraðferð sem völ var á. Þá kom til álita að hefja skipulega innköllun á einkennalausum körlum milli fimmtugs og sjötugs til rannsóknar, líkt og gert var erlendis. Læknar eru á annarri skoðun nú og hvergi í heiminum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að einkennalausir karlar fari í mælingu eins og Framför hvetur til. Guðmundur Örn Jóhannsson, formaður Framfarar, segir það ekki standa til að fara í stríð við landlækni en félagsmenn í Framför séu þessu ósammála. Bréf hafi verið sent út núna til karlmanna sem verða fimmtugir á árinu og sami háttur verði hafður á að ári. Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra og stjórnarmaður í Framför, segir að yfirlýsing landlæknis sé óviðeigandi í því ljósi að PSA-mælingar bjargi mannslífum. Einar segist sjálfur vera í þeim hópi. Framför hefur skrifað landlækni og óskað eftir fundi til að skýra sjónarmið sín. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. Í yfirlýsingu landlæknis segir: „Að gefnu tilefni vill landlæknir árétta að ekki er mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabbameini í blöðruhálskirtli. Mælingin gefur ekki nægilega áreiðanlegar upplýsingar og ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að slík leit bjargi mannslífum. Hins vegar er ljóst að í kjölfarið fá stórir hópar karla að óþörfu meðferð sem getur haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka." Yfirlýsingin er samin í samráði við sérfræðinga í heimilislækningum, krabbameinslækningum og þvagfæraskurðlækningum, og í samræmi við ráðleggingar frá Krabbameinsfélagi Íslands. Helgi Sigurðsson, yfirlæknir á LSH og prófessor í krabbameinslækningum við HÍ, segir að niðurstöður liggi fyrir úr stórum rannsóknum erlendis á blöðruhálskrabbameini og PSA. „Niðurstaðan er sú að þetta leiðir til alveg hrikalegrar ofgreiningar og yfirmeðhöndlunar. Við vitum að verið er að ofgreina þetta krabbamein hér á landi, og það verulega." Blóðprófið sem um ræðir er mjög næmt og segir Helgi að það skilgreini marga sjúka af krabbameini þótt sú sé ekki raunin. „Að gera svona stikkprufu skapar miklu fleiri vandamál en það leysir." Það vekur athygli að árið 2008 var PSA-mæling í blóði talin af læknum besta greiningaraðferð sem völ var á. Þá kom til álita að hefja skipulega innköllun á einkennalausum körlum milli fimmtugs og sjötugs til rannsóknar, líkt og gert var erlendis. Læknar eru á annarri skoðun nú og hvergi í heiminum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að einkennalausir karlar fari í mælingu eins og Framför hvetur til. Guðmundur Örn Jóhannsson, formaður Framfarar, segir það ekki standa til að fara í stríð við landlækni en félagsmenn í Framför séu þessu ósammála. Bréf hafi verið sent út núna til karlmanna sem verða fimmtugir á árinu og sami háttur verði hafður á að ári. Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra og stjórnarmaður í Framför, segir að yfirlýsing landlæknis sé óviðeigandi í því ljósi að PSA-mælingar bjargi mannslífum. Einar segist sjálfur vera í þeim hópi. Framför hefur skrifað landlækni og óskað eftir fundi til að skýra sjónarmið sín. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira