Telja starfslok notuð til að hækka launin 25. febrúar 2012 11:00 Guðrún Pálsdóttir Minnihlutinn í bæjarráði Kópavogs segir skipti fyrrverandi bæjarstjóra yfir í starf skrifstofustjóra kosta milljónir króna fyrir bæinn. „Hér er augljóslega verið að hækka laun fyrrverandi bæjarstjóra svo laun nýs bæjarstjóra geti tekið mið af þeim hækkunum," segir Hafsteinn Karlsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, í bókun sem hann lagði fram í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag. Fyrir bæjarráðsfundinum lá samkomulag við Guðrúnu Pálsdóttur um starfslok sem bæjarstjóri. Guðrún snýr aftur til síns fyrra starfs sem skrifstofustjóri hjá Kópavogsbæ. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefur tekið við starfi bæjarstjóra í kjölfar meirihlutaskipta í bænum. Ólafur Þór Gunnarsson úr Vinstri grænum sagði í bókun að samkomulagið við Guðrúnu um „starfslok" hennar væri „illa unnið og ónákvæmt". Kvað hann spurningum fulltrúa minnihlutans um gerð samkomulagsins hafa verið svarað með „ekki svörum" og að ábendingum hafi ekki verið tekið. „Launakjör eru hækkuð frá ráðningarsamningi sem er í mínum huga afar undarlegt og bærinn verður því fyrir kostnaðarauka sem nemur fleiri milljónum króna. Biðlaunaréttur lengist um sex mánuði að því er best verður séð sem er umfram það sem gert var ráð fyrir í fyrri samningi. Blandað er saman samningi um starfslok og væntanlega ráðningu í starf sem liggur ekki fyrir hvernig verður háttað," bókaði Ólafur. Hafsteinn Karlsson sagði „í hæsta máta óeðlilegt" að gera þurfi sérstakan starfslokasamning við Guðrúnu. Í ráðningarsamningi hennar komi skýrt fram að taki hún við sínu fyrra starfi skuli kjör hennar þá þegar breytast. Furðu veki að í starfslokasamningnum séu laun bæjarstjóra hækkuð umfram það sem komi fram í ráðningarsamningi. „Fyrir liggur lögfræðiálit sem telur af og frá að bæjarstjóri fái launahækkanir umfram þær sem getið er um í ráðningarsamningi," bókaði Hafstein sem eins og fyrr segir telur laun Guðrúnar hækkuð til að laun Ármanns geti tekið mið af því. „Líklega er það þess vegna sem enn hefur ekki verið lagður fram ráðningarsamningur nýs bæjarstjóra," sagði Hafsteinn. Fulltrúi Næst besta flokksins, Hjálmar Hjálmarsson, tók undir bókanir Ólafs og Hafsteins. Vinnubrögð nýs meirihluta varðandi starfslok bæjarstjórans væru „einstaklega léleg og ófagleg". Blandað væri saman ráðningarsamningi og starfslokasamningi auk atriða sem komi málinu ekkert við. Starfslokasamningnum var á endanum vísað frá bæjarráðinu til afgreiðslu bæjarstjórnar með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn sagði það lýsa „ótrúlega óvönduðum vinnubrögðum" að nýi meirihlutinn vísi máli sem hann hafi í tvígang lagt fram í bæjarráði til afgreiðslu í bæjarstjórn. Fulltrúar meirihlutans vísuðu að endingu gagnrýni minnihlutans á bug. „Samkomulagið grundvallast á þeim ráðningarsamningi sem í gildi var milli þáverandi bæjarstjórnar og bæjarstjóra," sagði í bókun Rannveigar Ásgeirsdóttur, fulltrúa Y-lista og formanns bæjarráðs, og þeirra Ármanns og Ómars Stefánssonar úr Framsóknarflokki. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
„Hér er augljóslega verið að hækka laun fyrrverandi bæjarstjóra svo laun nýs bæjarstjóra geti tekið mið af þeim hækkunum," segir Hafsteinn Karlsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, í bókun sem hann lagði fram í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag. Fyrir bæjarráðsfundinum lá samkomulag við Guðrúnu Pálsdóttur um starfslok sem bæjarstjóri. Guðrún snýr aftur til síns fyrra starfs sem skrifstofustjóri hjá Kópavogsbæ. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefur tekið við starfi bæjarstjóra í kjölfar meirihlutaskipta í bænum. Ólafur Þór Gunnarsson úr Vinstri grænum sagði í bókun að samkomulagið við Guðrúnu um „starfslok" hennar væri „illa unnið og ónákvæmt". Kvað hann spurningum fulltrúa minnihlutans um gerð samkomulagsins hafa verið svarað með „ekki svörum" og að ábendingum hafi ekki verið tekið. „Launakjör eru hækkuð frá ráðningarsamningi sem er í mínum huga afar undarlegt og bærinn verður því fyrir kostnaðarauka sem nemur fleiri milljónum króna. Biðlaunaréttur lengist um sex mánuði að því er best verður séð sem er umfram það sem gert var ráð fyrir í fyrri samningi. Blandað er saman samningi um starfslok og væntanlega ráðningu í starf sem liggur ekki fyrir hvernig verður háttað," bókaði Ólafur. Hafsteinn Karlsson sagði „í hæsta máta óeðlilegt" að gera þurfi sérstakan starfslokasamning við Guðrúnu. Í ráðningarsamningi hennar komi skýrt fram að taki hún við sínu fyrra starfi skuli kjör hennar þá þegar breytast. Furðu veki að í starfslokasamningnum séu laun bæjarstjóra hækkuð umfram það sem komi fram í ráðningarsamningi. „Fyrir liggur lögfræðiálit sem telur af og frá að bæjarstjóri fái launahækkanir umfram þær sem getið er um í ráðningarsamningi," bókaði Hafstein sem eins og fyrr segir telur laun Guðrúnar hækkuð til að laun Ármanns geti tekið mið af því. „Líklega er það þess vegna sem enn hefur ekki verið lagður fram ráðningarsamningur nýs bæjarstjóra," sagði Hafsteinn. Fulltrúi Næst besta flokksins, Hjálmar Hjálmarsson, tók undir bókanir Ólafs og Hafsteins. Vinnubrögð nýs meirihluta varðandi starfslok bæjarstjórans væru „einstaklega léleg og ófagleg". Blandað væri saman ráðningarsamningi og starfslokasamningi auk atriða sem komi málinu ekkert við. Starfslokasamningnum var á endanum vísað frá bæjarráðinu til afgreiðslu bæjarstjórnar með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn sagði það lýsa „ótrúlega óvönduðum vinnubrögðum" að nýi meirihlutinn vísi máli sem hann hafi í tvígang lagt fram í bæjarráði til afgreiðslu í bæjarstjórn. Fulltrúar meirihlutans vísuðu að endingu gagnrýni minnihlutans á bug. „Samkomulagið grundvallast á þeim ráðningarsamningi sem í gildi var milli þáverandi bæjarstjórnar og bæjarstjóra," sagði í bókun Rannveigar Ásgeirsdóttur, fulltrúa Y-lista og formanns bæjarráðs, og þeirra Ármanns og Ómars Stefánssonar úr Framsóknarflokki. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira