Svavar og Helga tilnefnd 25. febrúar 2012 00:15 Svavar Hávarðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er tilnefndur til verðlauna Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2011. Tilnefninguna hlýtur Svavar fyrir viðamikla umfjöllun sína um díoxínmengun frá sorpbrennslustöðvum í Skutulsfirði, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri. Þetta er þriðja tilnefning Svavars frá árinu 2007. Þá var umfjöllun hans um sjóöryggi á siglingaleiðum við Suður- og Suðvesturland tilnefnd sem besta rannsóknarblaðamennskan, og árið 2009 var fékk hann tilnefningu fyrir umfjöllun um stjórnarskrármál. Þá er Helga Arnardóttir, fréttakona á Stöð 2, tilnefnd fyrir umfjöllun um endurupptöku Geirfinnsmálsins meðal annars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar. Alls eru níu tilnefningar í þremur flokkum. RÚV, DV og Morgunblaðið fá tvær tilnefningar og Fréttablaðið, Stöð 2 og Fréttatíminn eina hver miðill. Tilnefningar eru eftirfarandi:Rannsóknarblaðamennska ársins: Ingi Freyr Vilhjálmsson, DV, fyrir umfangsmikinn og ágengan fréttaflutning af uppgjöri og afleiðingum fjármálahrunsins. Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljósi, fyrir áhrifaríka umfjöllun um læknadóp, útbreiðslu þess og skelfilegar afleiðingar. Svavar Hávarðsson, Fréttablaðinu, fyrir fréttaflutning af mengun vegna díoxíns frá sorpbrennslum í Skutulsfirði, á Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum.Besta umfjöllun ársins: Helga Arnardóttir, Stöð 2, fyrir umfjöllun um endurupptöku Geirfinnsmálsins meðal annars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar. Skapti Hallgrímsson, Morgunblaðinu, fyrir umfjöllun um Helgu Sigríði Sigurðardóttur sem fékk hjartaáfall 12 ára gömul 2010. Þóra Tómasdóttir, Fréttatímanum, fyrir umfjöllun um ofbeldi innan veggja Landakotsskóla.Blaðamannaverðlaun ársins: Helgi Bjarnason, Morgunblaðinu, fyrir vandaðan og margháttaðan fréttaflutning af nýjungum í atvinnulífi og stöðu og íbúaþróun á Vestfjörðum og í landbúnaði, meðal annars með ræktun repju til orkuframleiðslu. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, DV, fyrir fjölbreytt og mikilvæg skrif um samfélagsvandamál, svo sem ofbeldi, einkum er varða hlutskipti kvenna. Jón Björgvinsson, Ríkisútvarpinu, fyrir einstakan fréttaflutning af vettvangi „arabíska vorsins", uppreisnum gegn einræðisstjórnum í Norður Afríku. Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Svavar Hávarðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er tilnefndur til verðlauna Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2011. Tilnefninguna hlýtur Svavar fyrir viðamikla umfjöllun sína um díoxínmengun frá sorpbrennslustöðvum í Skutulsfirði, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri. Þetta er þriðja tilnefning Svavars frá árinu 2007. Þá var umfjöllun hans um sjóöryggi á siglingaleiðum við Suður- og Suðvesturland tilnefnd sem besta rannsóknarblaðamennskan, og árið 2009 var fékk hann tilnefningu fyrir umfjöllun um stjórnarskrármál. Þá er Helga Arnardóttir, fréttakona á Stöð 2, tilnefnd fyrir umfjöllun um endurupptöku Geirfinnsmálsins meðal annars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar. Alls eru níu tilnefningar í þremur flokkum. RÚV, DV og Morgunblaðið fá tvær tilnefningar og Fréttablaðið, Stöð 2 og Fréttatíminn eina hver miðill. Tilnefningar eru eftirfarandi:Rannsóknarblaðamennska ársins: Ingi Freyr Vilhjálmsson, DV, fyrir umfangsmikinn og ágengan fréttaflutning af uppgjöri og afleiðingum fjármálahrunsins. Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljósi, fyrir áhrifaríka umfjöllun um læknadóp, útbreiðslu þess og skelfilegar afleiðingar. Svavar Hávarðsson, Fréttablaðinu, fyrir fréttaflutning af mengun vegna díoxíns frá sorpbrennslum í Skutulsfirði, á Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum.Besta umfjöllun ársins: Helga Arnardóttir, Stöð 2, fyrir umfjöllun um endurupptöku Geirfinnsmálsins meðal annars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar. Skapti Hallgrímsson, Morgunblaðinu, fyrir umfjöllun um Helgu Sigríði Sigurðardóttur sem fékk hjartaáfall 12 ára gömul 2010. Þóra Tómasdóttir, Fréttatímanum, fyrir umfjöllun um ofbeldi innan veggja Landakotsskóla.Blaðamannaverðlaun ársins: Helgi Bjarnason, Morgunblaðinu, fyrir vandaðan og margháttaðan fréttaflutning af nýjungum í atvinnulífi og stöðu og íbúaþróun á Vestfjörðum og í landbúnaði, meðal annars með ræktun repju til orkuframleiðslu. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, DV, fyrir fjölbreytt og mikilvæg skrif um samfélagsvandamál, svo sem ofbeldi, einkum er varða hlutskipti kvenna. Jón Björgvinsson, Ríkisútvarpinu, fyrir einstakan fréttaflutning af vettvangi „arabíska vorsins", uppreisnum gegn einræðisstjórnum í Norður Afríku.
Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira