Baráttan við refsileysi skilar árangri 25. febrúar 2012 06:00 Kynferðislegt ofbeldi í hernaði er alvarlegt mein sem bitnar á milljónum manna um allan heim. Eitt stærsta viðfangsefnið í mannréttindabaráttu í heiminum er að binda enda á skipulagða beitingu kynferðislegs ofbeldis í styrjaldarátökum. Skýrsla framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til Öryggisráðsins 23. febrúar markar tímamót því þar eru í fyrsta skipti nafngreindir einstaklingar sem gerst hafa sekir um kynferðislegt ofbeldi í hernaði. Birting lista yfir þessa einstaklinga, er nýjasta vopn Öryggisráðsins til að vinna bug á refsileysi og kröftug yfirlýsing þess efnis að þeir sem láti kynferðislegt ofbeldi líðast, brjóti með því alþjóðalög. Drengjum nauðgað í fangelsumSum einstök dæmi, sem nefnd eru í skýrslunni, eru átakanleg. Frásagnir hafa borist frá Sýrlandi frá körlum sem segjast hafa verið misnotaðir kynferðislega og orðið sjálfir vitni að því að unglingspiltum hafi verið nauðgað. Og í Líbíu var konum rænt á heimilum sínum, í bifreiðum eða á götum úti og þær fluttar á ókunna staði þar sem þeim var nauðgað. Körlum var nauðgað í endaþarm í fangelsum í því skyni að knýja þá til sagna. Það er í senn jákvætt og hvetjandi að Öryggisáðið láti, hér eftir sem hingað til, kynferðislegt ofbeldi í hernaði til sín taka. Engu að síður hef ég enn sem fyrr þungar áhyggjur af látlausum mannréttindabrotum um allan heim, þar á meðal tíðni nauðgana í tengslum við átök. Sérstaklega er áhyggjuefni að í mörgum tilfellum eru það öryggissveitir ríkja sem gera sig sekar um kynferðislegt ofbeldi, og höggva þar þeir sem síst skyldi, því hlutverk þeirra er að vernda borgarana. Einkennisbúningurinn á að vera tákn öryggis, aga og almannaþjónustu en er á allt of mörgum stöðum táknmynd nauðgana, rána og gripdeilda; ógnar og skelfingar. Annað dæmi er beiting kynferðislegs ofbeldis eða hótana um slíkt, sem kúgunartækis í kosningabaráttu eða til að brjóta borgaralegt andóf á bak aftur. Við þekkjum einnig dæmi þess að kynferðislegu ofbeldi sé beitt í fangelsum og á landamærum þar sem átök geisa. Stjórnmála- og herforingjar á átakasvæðum nota kynferðisglæpi til að ná fram pólitískum, hernaðarlegum og efnahagslegum markmiðum með því að rekja upp þann vef sem hnýtir samfélagið saman í eina heild. Beiting þessa þögla, ódýra og áhrifaríka vopns hefur í för með sér alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir þolandann og dregur úr von um að hægt sé að koma á varanlegum friði. Það er lífseig þjóðsaga að nauðganir séu óumflýjanlegar á stríðstímum. En ef hægt er að skipuleggja kynferðislegt ofbeldi, þá er einnig hægt að refsa gerendum; ef hægt er að fyrirskipa það, þá er hægt að fordæma það. Barátta við refsileysi skilar árangriRefsileysi er þýðingarmikið mál í mörgum ríkjum. Þess vegna hef ég skorið upp herör gegn refsileysi við kynferðislegum glæpum. Við sjáum þess nú merki að þetta er farið að skila árangri, til dæmis í Lýðveldinu Kongó (DRC): Á innan við ári hafa með fulltingi Sameinuðu þjóðanna verið haldin 250 réttarhöld yfir liðsmönnum öryggissveita ríkisins. Í kjölfarið hafa meira en 150 einstaklingar verið dæmdir fyrir nauðgun og annars konar kynferðislega glæpi. Enn er margt ógert í baráttunni við nauðganir sem vopn í hernaði. Ég mun halda áfram með aðstoð Öryggisáðsins að berjast fyrir því að refsileysi heyri sögunni til og tryggja að gerendur verði dregnir fyrir dóm. Í þessari baráttu treysti ég á vilja Öryggisráðsins til að grípa til allra tiltækra ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Kynferðislegt ofbeldi í hernaði er alvarlegt mein sem bitnar á milljónum manna um allan heim. Eitt stærsta viðfangsefnið í mannréttindabaráttu í heiminum er að binda enda á skipulagða beitingu kynferðislegs ofbeldis í styrjaldarátökum. Skýrsla framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til Öryggisráðsins 23. febrúar markar tímamót því þar eru í fyrsta skipti nafngreindir einstaklingar sem gerst hafa sekir um kynferðislegt ofbeldi í hernaði. Birting lista yfir þessa einstaklinga, er nýjasta vopn Öryggisráðsins til að vinna bug á refsileysi og kröftug yfirlýsing þess efnis að þeir sem láti kynferðislegt ofbeldi líðast, brjóti með því alþjóðalög. Drengjum nauðgað í fangelsumSum einstök dæmi, sem nefnd eru í skýrslunni, eru átakanleg. Frásagnir hafa borist frá Sýrlandi frá körlum sem segjast hafa verið misnotaðir kynferðislega og orðið sjálfir vitni að því að unglingspiltum hafi verið nauðgað. Og í Líbíu var konum rænt á heimilum sínum, í bifreiðum eða á götum úti og þær fluttar á ókunna staði þar sem þeim var nauðgað. Körlum var nauðgað í endaþarm í fangelsum í því skyni að knýja þá til sagna. Það er í senn jákvætt og hvetjandi að Öryggisáðið láti, hér eftir sem hingað til, kynferðislegt ofbeldi í hernaði til sín taka. Engu að síður hef ég enn sem fyrr þungar áhyggjur af látlausum mannréttindabrotum um allan heim, þar á meðal tíðni nauðgana í tengslum við átök. Sérstaklega er áhyggjuefni að í mörgum tilfellum eru það öryggissveitir ríkja sem gera sig sekar um kynferðislegt ofbeldi, og höggva þar þeir sem síst skyldi, því hlutverk þeirra er að vernda borgarana. Einkennisbúningurinn á að vera tákn öryggis, aga og almannaþjónustu en er á allt of mörgum stöðum táknmynd nauðgana, rána og gripdeilda; ógnar og skelfingar. Annað dæmi er beiting kynferðislegs ofbeldis eða hótana um slíkt, sem kúgunartækis í kosningabaráttu eða til að brjóta borgaralegt andóf á bak aftur. Við þekkjum einnig dæmi þess að kynferðislegu ofbeldi sé beitt í fangelsum og á landamærum þar sem átök geisa. Stjórnmála- og herforingjar á átakasvæðum nota kynferðisglæpi til að ná fram pólitískum, hernaðarlegum og efnahagslegum markmiðum með því að rekja upp þann vef sem hnýtir samfélagið saman í eina heild. Beiting þessa þögla, ódýra og áhrifaríka vopns hefur í för með sér alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir þolandann og dregur úr von um að hægt sé að koma á varanlegum friði. Það er lífseig þjóðsaga að nauðganir séu óumflýjanlegar á stríðstímum. En ef hægt er að skipuleggja kynferðislegt ofbeldi, þá er einnig hægt að refsa gerendum; ef hægt er að fyrirskipa það, þá er hægt að fordæma það. Barátta við refsileysi skilar árangriRefsileysi er þýðingarmikið mál í mörgum ríkjum. Þess vegna hef ég skorið upp herör gegn refsileysi við kynferðislegum glæpum. Við sjáum þess nú merki að þetta er farið að skila árangri, til dæmis í Lýðveldinu Kongó (DRC): Á innan við ári hafa með fulltingi Sameinuðu þjóðanna verið haldin 250 réttarhöld yfir liðsmönnum öryggissveita ríkisins. Í kjölfarið hafa meira en 150 einstaklingar verið dæmdir fyrir nauðgun og annars konar kynferðislega glæpi. Enn er margt ógert í baráttunni við nauðganir sem vopn í hernaði. Ég mun halda áfram með aðstoð Öryggisáðsins að berjast fyrir því að refsileysi heyri sögunni til og tryggja að gerendur verði dregnir fyrir dóm. Í þessari baráttu treysti ég á vilja Öryggisráðsins til að grípa til allra tiltækra ráða.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun