Réttlæti og raunsæi að leiðarljósi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skrifar 27. febrúar 2012 07:00 Drjúgur hluti þjóðfélagsumræðunnar hefur að undanförnu snúist um skuldavanda heimilanna. Það er skiljanlegt. Gengislánadómur Hæstaréttar um miðjan mánuðinn setti málið í nýjan farveg og vakti spurningar um leið og hann gaf fyrirheit um frekari niðurfærslu lána á kostnað bankanna. Samtímis er þess krafist að stjórnvöld beiti sér fyrir almennum afskriftum húsnæðislána að því marki að heimilin geti staðið í skilum og nái á ný jafnvægi og viðspyrnu. En allar aðgerðir verður að ígrunda og greina þarf aðstæður rétt. Góð eiginfjárstaða fjármálafyrirtækja hlýtur til dæmis að greiða fyrir því að dómi Hæstaréttar verði fullnægt og þúsundir lántakenda fái leiðréttingu sinna mála. Því miður er það svo að allar tillögur um flata niðurfærslu, færa ekki skuldir niður heldur færa þær til. Enda gufa skuldir ekki upp. Ýmist er verið að færa skuldir yfir á skattgreiðendur eða á börnin okkar og komandi kynslóðir. Þeir sem fara vilja leið flatrar niðurfærslu lána verða því að upplýsa hver eigi að borga brúsann. Æ fleiri átta sig á því að töfralausnir eru ekki til og íhuga á þeim grundvelli hvað sé til ráða. Skuldastaða heimilanna verður áfram eitt af stóru málunum á borði ríkisstjórnarinnar. Leitin að sanngirni og jöfnuði heldur áfram þar sem samfélagið léttir þeim róðurinn sem harðast voru leiknir í kreppunni. Í þessu sambandi má minna á þá staðreynd að meiri jöfnuður ríkir nú í íslenska þjóðfélaginu en árin fyrir hrun. Við kvikum hvergi frá því að finna lausnir jafnvel þótt erlendir álitsgjafar, eins og Lars Christensen, sérfræðingur hjá Danske Bank, telji víst að nú þegar sé Ísland „heimsmeistari í að færa niður skuldir heimilanna". Unnið að lausnSérstök ráðherranefnd vinnur að mótun úrræða fyrir þann hóp sem fór á mis við 110 prósenta leiðina vegna svonefndra lánsveða. Einnig er verið að kanna leiðir til að koma til móts við þá sem keyptu sína fyrstu eign þegar fasteignaverð var í hæstu hæðum. Til athugunar er hvernig minnka megi umfang verðtryggðra lána. Ég vænti þess að breið samstaða náist í þinginu um niðurstöðu þess máls. Það tekur mig sárt að heyra af bágum kjörum og vonleysi þeirra sem reynt hafa sitt ítrasta til að standa í skilum, þrátt fyrir verulega aukna greiðslubyrði af völdum hrunsins. Erfiðust er glíma þeirra sem ekki hafa vinnu. Í mörgum slíkum tilvikum dugar fátt annað en sérsniðnar aðgerðir. En margt vekur nú vonir um betri tíð. Dregið hefur úr vanskilum. Tölur FME sýna að um mitt ár 2010 voru 34 prósent í vanskilum við bankanna. Nú í febrúar er þetta hlutfall komið niður í 20 prósent. Nýjar tölur um gjaldþrot einstaklinga benda í sömu átt. Ef horft er til síðustu 10 ára voru gjaldþrot einstaklinga 50 prósentum fleiri að meðaltali en þau voru að jafnaði undanfarin þrjú ár. Ýmislegt bendir til þess að umræðan um skuldavanda heimilanna sé raunsærri en áður. Með raunsæi, aðgát og samstöðu að leiðarljósi viljum við leita að farsælli og réttlátri lausn á skuldavanda þeirra sem enn eru í nauðum staddir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Drjúgur hluti þjóðfélagsumræðunnar hefur að undanförnu snúist um skuldavanda heimilanna. Það er skiljanlegt. Gengislánadómur Hæstaréttar um miðjan mánuðinn setti málið í nýjan farveg og vakti spurningar um leið og hann gaf fyrirheit um frekari niðurfærslu lána á kostnað bankanna. Samtímis er þess krafist að stjórnvöld beiti sér fyrir almennum afskriftum húsnæðislána að því marki að heimilin geti staðið í skilum og nái á ný jafnvægi og viðspyrnu. En allar aðgerðir verður að ígrunda og greina þarf aðstæður rétt. Góð eiginfjárstaða fjármálafyrirtækja hlýtur til dæmis að greiða fyrir því að dómi Hæstaréttar verði fullnægt og þúsundir lántakenda fái leiðréttingu sinna mála. Því miður er það svo að allar tillögur um flata niðurfærslu, færa ekki skuldir niður heldur færa þær til. Enda gufa skuldir ekki upp. Ýmist er verið að færa skuldir yfir á skattgreiðendur eða á börnin okkar og komandi kynslóðir. Þeir sem fara vilja leið flatrar niðurfærslu lána verða því að upplýsa hver eigi að borga brúsann. Æ fleiri átta sig á því að töfralausnir eru ekki til og íhuga á þeim grundvelli hvað sé til ráða. Skuldastaða heimilanna verður áfram eitt af stóru málunum á borði ríkisstjórnarinnar. Leitin að sanngirni og jöfnuði heldur áfram þar sem samfélagið léttir þeim róðurinn sem harðast voru leiknir í kreppunni. Í þessu sambandi má minna á þá staðreynd að meiri jöfnuður ríkir nú í íslenska þjóðfélaginu en árin fyrir hrun. Við kvikum hvergi frá því að finna lausnir jafnvel þótt erlendir álitsgjafar, eins og Lars Christensen, sérfræðingur hjá Danske Bank, telji víst að nú þegar sé Ísland „heimsmeistari í að færa niður skuldir heimilanna". Unnið að lausnSérstök ráðherranefnd vinnur að mótun úrræða fyrir þann hóp sem fór á mis við 110 prósenta leiðina vegna svonefndra lánsveða. Einnig er verið að kanna leiðir til að koma til móts við þá sem keyptu sína fyrstu eign þegar fasteignaverð var í hæstu hæðum. Til athugunar er hvernig minnka megi umfang verðtryggðra lána. Ég vænti þess að breið samstaða náist í þinginu um niðurstöðu þess máls. Það tekur mig sárt að heyra af bágum kjörum og vonleysi þeirra sem reynt hafa sitt ítrasta til að standa í skilum, þrátt fyrir verulega aukna greiðslubyrði af völdum hrunsins. Erfiðust er glíma þeirra sem ekki hafa vinnu. Í mörgum slíkum tilvikum dugar fátt annað en sérsniðnar aðgerðir. En margt vekur nú vonir um betri tíð. Dregið hefur úr vanskilum. Tölur FME sýna að um mitt ár 2010 voru 34 prósent í vanskilum við bankanna. Nú í febrúar er þetta hlutfall komið niður í 20 prósent. Nýjar tölur um gjaldþrot einstaklinga benda í sömu átt. Ef horft er til síðustu 10 ára voru gjaldþrot einstaklinga 50 prósentum fleiri að meðaltali en þau voru að jafnaði undanfarin þrjú ár. Ýmislegt bendir til þess að umræðan um skuldavanda heimilanna sé raunsærri en áður. Með raunsæi, aðgát og samstöðu að leiðarljósi viljum við leita að farsælli og réttlátri lausn á skuldavanda þeirra sem enn eru í nauðum staddir.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun