Baráttan heldur áfram Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2012 06:00 Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, eru þúsundir viðburða um allan heim um viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn baráttunni gegn hungri og fátækt milljóna kvenna og stúlkubarna. Saga þessa dags spannar nú eina öld og eitt ár betur. Frá upphafi var áherslan á launajafnrétti, bættar vinnuaðstæður og hóflegan vinnutíma. Nú vitum við að líka þarf að breyta menningunni, staðalmyndunum, forgangsröðun stjórnmálanna og efnahagsmálanna og virða þarfir og framlag kvenna og karla til samfélagsins að jöfnu. Krafan er að konur komi að mótun og stjórnun samfélagsins á öllum sviðum þess til jafns við karla. Íslandi hefur í þrjú ár í röð verið skipað í efsta sæti árlegs lista Alþjóða efnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála í heiminum. En listinn sýnir líka að mikið vantar upp á að árangur okkar varðandi launamun kynja og hlut kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum sé sambærilegur við árangur á öðrum sviðum jafnréttismálanna. Á næsta ári taka gildi lög um hlut kynja í stjórnum fyrirtækja. Lögin voru sett í kjölfar þess að árum saman hafði atvinnulífinu ekki tekist af eigin rammleik að auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja svo neinu næmi, þrátt fyrir stóraukna menntun kvenna og þrátt fyrir að rannsóknir hafi leitt í ljós að fyrirtæki sem er stjórnað af báðum kynjum eru einfaldlega betur rekin. Nýlega var sýnt fram á að um 200 stjórnarsæti bíða þess að verða skipuð konum. Ég er sannfærð um að íslenskar konur eru tilbúnar til að svara kallinu – sem og atvinnulífið allt. Um þessar mundir er unnið að framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynja, sem verður kynnt síðar í þessum mánuði. Þá hefur verið ákveðið að gera áætlun um endurreisn fæðingarorlofskerfisins, þar sem marka á stefnu um hækkun á greiðslum í áföngum sem og lengingu orlofsins upp í 12 mánuði. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, þ. á m. hafa lagaákvæði verið hert, en þessari baráttu er bráðnauðsynlegt að halda áfram af fullum krafti. Þessi þrjú mál verða forgangsmál ríkisstjórnar minnar í jafnréttismálum næstu misserin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, eru þúsundir viðburða um allan heim um viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn baráttunni gegn hungri og fátækt milljóna kvenna og stúlkubarna. Saga þessa dags spannar nú eina öld og eitt ár betur. Frá upphafi var áherslan á launajafnrétti, bættar vinnuaðstæður og hóflegan vinnutíma. Nú vitum við að líka þarf að breyta menningunni, staðalmyndunum, forgangsröðun stjórnmálanna og efnahagsmálanna og virða þarfir og framlag kvenna og karla til samfélagsins að jöfnu. Krafan er að konur komi að mótun og stjórnun samfélagsins á öllum sviðum þess til jafns við karla. Íslandi hefur í þrjú ár í röð verið skipað í efsta sæti árlegs lista Alþjóða efnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála í heiminum. En listinn sýnir líka að mikið vantar upp á að árangur okkar varðandi launamun kynja og hlut kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum sé sambærilegur við árangur á öðrum sviðum jafnréttismálanna. Á næsta ári taka gildi lög um hlut kynja í stjórnum fyrirtækja. Lögin voru sett í kjölfar þess að árum saman hafði atvinnulífinu ekki tekist af eigin rammleik að auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja svo neinu næmi, þrátt fyrir stóraukna menntun kvenna og þrátt fyrir að rannsóknir hafi leitt í ljós að fyrirtæki sem er stjórnað af báðum kynjum eru einfaldlega betur rekin. Nýlega var sýnt fram á að um 200 stjórnarsæti bíða þess að verða skipuð konum. Ég er sannfærð um að íslenskar konur eru tilbúnar til að svara kallinu – sem og atvinnulífið allt. Um þessar mundir er unnið að framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynja, sem verður kynnt síðar í þessum mánuði. Þá hefur verið ákveðið að gera áætlun um endurreisn fæðingarorlofskerfisins, þar sem marka á stefnu um hækkun á greiðslum í áföngum sem og lengingu orlofsins upp í 12 mánuði. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, þ. á m. hafa lagaákvæði verið hert, en þessari baráttu er bráðnauðsynlegt að halda áfram af fullum krafti. Þessi þrjú mál verða forgangsmál ríkisstjórnar minnar í jafnréttismálum næstu misserin.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun