Tónlistartímaritið Rolling Stone setur íslensku heimildarmyndina Amma Lo-Fi á lista yfir heitustu myndirnar tengdar tónlist á hátíðinni SXSW, sem fer fram um helgina í Austin, Texas.
Kristín Kristjánsdóttir og Orri Jónsson leikstýrðu myndinni þar sem fylgst er með tónsmíði Sigríðar Níelsdóttur sem hóf að semja tilraunakennda raftónlist á sjötugsaldri. Sigríður gaf út 59 geisladiska á sjö árum en hún féll frá árið 2011 og náði því ekki að sjá myndina í heild sinni.
Á vef Rolling Stone segir Kristín að myndin heiðri minningu og sköpunargleði Sigríðar. -áp
Rolling Stone mælir með Ömmu Lo-Fi
