Land, þjóð og tunga Tryggvi Gíslason skrifar 14. mars 2012 06:00 Mörgum þykir ríkja tryllt öld – ófriðaröld – á Íslandi og raunar víðar í heiminum, ef út í þá sálma er farið. Hér á landi er hver höndin uppi á móti annarri og reiði, tortryggni og vanlíðan er áberandi, enda höfum gengið um dimman dal svika, þjófnaðar og lyga. Fáir bera traust til Alþingis og kirkju, tveggja elstu stofnana þjóðarinnar, sem hafa skapað þetta land ásamt tungunni sem gerir okkur að Íslendingum. Og nú slæ ég varnagla: Með þessum orðum er ekki verið að ýta undir þjóðernishroka og því síður þjóðernisstefnu. Virðing fyrir landi, þjóð og tungu á ekkert skylt við þjóðernishroka og þjóðernisstefnu. Það er í besta falli misskilningur og í versta falli þjóðlygi að halda slíku fram. Hver einstaklingur á rétt á óskoraðri virðingu sem ekki má skerða og mikilvægasta hlutverk ríkisvaldsins er að virða og vernda þennan rétt sérhvers einstaklings – eða eins og segir í fyrstu grein stjórnarskrár Þýskalands frá 23. maí 1949: „Die Würde des Menschen ist unantastbar. Sie zu achten und zu schützen ist Verpflichtung aller staatlichen Gewalt.“ MannvirðingÞað er engin tilviljun að Þjóðverjar settu þessi orð í fyrstu grein stjórnarskrár sinnar árið 1949, en í því landi var kynt undir mannfyrirlitningu í skjóli falskenninga um yfirburði hins hvíta kynstofns, Aríanna. Þjóðernisvitund og þjóðernisstefna eiga ekkert sameiginlegt. En það er ekki aðeins sérhver einstaklingur, sem á rétt á óskoraðri virðingu og ekki má skerða, heldur sérhver þjóð og sérhver þjóðtunga. Til þess voru Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar 1945 sem hafa nú um 200 þjóðríki innan vébanda sinna. Í mannréttindayfirlýsingu SÞ segir, „að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda sem er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum“. Óskoruð mannréttindi og ósnertanleg mannvirðing er grundvöllur að jafnrétti og friði og þetta skal standa: hver einstaklingur á rétt á óskoraðri virðingu sem ekki má skerða og allir eru jafnbornir til virðingar – og þá er það sagt. AlþingiEn hvað má til varnar verða vorum sóma þegar alþingismenn eru eins og götustrákar sem hrópast á við hæstaréttarlögmenn og skammir og svívirðingar eru daglegt brauð í sölum Alþingis. Það sem til þarf er siðbót í landinu. Það er hlutverk kirkjunnar, skólanna og ekki síst heimilanna í landinu. Menning íslensku þjóðarinnar er kristin menning og auk Alþingis er þjóðkirkjan, skólarnir og ekki síst heimilin mikilverðustu stofnanir ríkisins. Það þýðir hins vegar ekki að ganga skuli á réttindi þeirra sem eru annarrar trúar eða telja sig trúlausa, því að allir eiga jafnan rétt til virðingar og mannréttinda án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna, eins og segir í mannréttindayfirlýsingu SÞ. Íslensk tungaSem gamall barnakennari í íslensku vil ég enn og aftur minna á, að íslensk tunga er það sem gerir OKKUR að Íslendingum og með íslenskri tungu höfum við mótað sögu landsins – eða eins og Snorri Hjartarson lýsir svo vel í ljóði sínu Land þjóð og tunga sem er óður til þessarar heilögu þrenningar og á erindi við íslensku þjóðina nú, ekki síður en áður: Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé. Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein, í dögun þeirri er líkn og stormahlé og sókn og vaka: eining hörð og hrein, þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé. Þú átt mig, ég er aðeins til í þér. Örlagastundin nálgast grimm og köld; hiki ég þá og bregðist bý ég mér bann þitt og útlegð fram á hinsta kvöld. Ísland, í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum þykir ríkja tryllt öld – ófriðaröld – á Íslandi og raunar víðar í heiminum, ef út í þá sálma er farið. Hér á landi er hver höndin uppi á móti annarri og reiði, tortryggni og vanlíðan er áberandi, enda höfum gengið um dimman dal svika, þjófnaðar og lyga. Fáir bera traust til Alþingis og kirkju, tveggja elstu stofnana þjóðarinnar, sem hafa skapað þetta land ásamt tungunni sem gerir okkur að Íslendingum. Og nú slæ ég varnagla: Með þessum orðum er ekki verið að ýta undir þjóðernishroka og því síður þjóðernisstefnu. Virðing fyrir landi, þjóð og tungu á ekkert skylt við þjóðernishroka og þjóðernisstefnu. Það er í besta falli misskilningur og í versta falli þjóðlygi að halda slíku fram. Hver einstaklingur á rétt á óskoraðri virðingu sem ekki má skerða og mikilvægasta hlutverk ríkisvaldsins er að virða og vernda þennan rétt sérhvers einstaklings – eða eins og segir í fyrstu grein stjórnarskrár Þýskalands frá 23. maí 1949: „Die Würde des Menschen ist unantastbar. Sie zu achten und zu schützen ist Verpflichtung aller staatlichen Gewalt.“ MannvirðingÞað er engin tilviljun að Þjóðverjar settu þessi orð í fyrstu grein stjórnarskrár sinnar árið 1949, en í því landi var kynt undir mannfyrirlitningu í skjóli falskenninga um yfirburði hins hvíta kynstofns, Aríanna. Þjóðernisvitund og þjóðernisstefna eiga ekkert sameiginlegt. En það er ekki aðeins sérhver einstaklingur, sem á rétt á óskoraðri virðingu og ekki má skerða, heldur sérhver þjóð og sérhver þjóðtunga. Til þess voru Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar 1945 sem hafa nú um 200 þjóðríki innan vébanda sinna. Í mannréttindayfirlýsingu SÞ segir, „að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda sem er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum“. Óskoruð mannréttindi og ósnertanleg mannvirðing er grundvöllur að jafnrétti og friði og þetta skal standa: hver einstaklingur á rétt á óskoraðri virðingu sem ekki má skerða og allir eru jafnbornir til virðingar – og þá er það sagt. AlþingiEn hvað má til varnar verða vorum sóma þegar alþingismenn eru eins og götustrákar sem hrópast á við hæstaréttarlögmenn og skammir og svívirðingar eru daglegt brauð í sölum Alþingis. Það sem til þarf er siðbót í landinu. Það er hlutverk kirkjunnar, skólanna og ekki síst heimilanna í landinu. Menning íslensku þjóðarinnar er kristin menning og auk Alþingis er þjóðkirkjan, skólarnir og ekki síst heimilin mikilverðustu stofnanir ríkisins. Það þýðir hins vegar ekki að ganga skuli á réttindi þeirra sem eru annarrar trúar eða telja sig trúlausa, því að allir eiga jafnan rétt til virðingar og mannréttinda án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna, eins og segir í mannréttindayfirlýsingu SÞ. Íslensk tungaSem gamall barnakennari í íslensku vil ég enn og aftur minna á, að íslensk tunga er það sem gerir OKKUR að Íslendingum og með íslenskri tungu höfum við mótað sögu landsins – eða eins og Snorri Hjartarson lýsir svo vel í ljóði sínu Land þjóð og tunga sem er óður til þessarar heilögu þrenningar og á erindi við íslensku þjóðina nú, ekki síður en áður: Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé. Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein, í dögun þeirri er líkn og stormahlé og sókn og vaka: eining hörð og hrein, þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé. Þú átt mig, ég er aðeins til í þér. Örlagastundin nálgast grimm og köld; hiki ég þá og bregðist bý ég mér bann þitt og útlegð fram á hinsta kvöld. Ísland, í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun