Opið bréf til borgarstjóra: Mosku í Reykjavík - mál allra Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 14. mars 2012 06:00 Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi." Þetta er niðurstaða Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðsins og hún rataði á forsíðu Fréttablaðsins sem aðalfrétt þriðjudagsins 21. febrúar 2012. Og hvaða ásteytingarsteinar eru efst á baugi hjá nefndinni? „Í fyrsta lagi skuli múslímar á Íslandi fá land og leyfi til að reisa þar moskur." Það eru á 13. ár síðan undirritaður gekk á fund þáverandi borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, með þáverandi formanni Félags múslíma á Íslandi, Salmanni Tamimi, sem lagði þá fram umsókn um lóð undir mosku. Nú að liðnum meira en 12 árum hafa múslímar enn ekki fengið land undir mosku. Ýmsar skýringar og aðallega ekki-skýringar hafa verið á sveimi. Ljóst er að kynþáttafordómar ýmissa kjörinna fulltrúa og embættismanna hafa staðið í vegi fyrir framgangi málsins og tafið eðlilega afgreiðslu þess. Þetta er orðin sagan endalausa og er höfuðborginni og þjóðinni til háborinnar skammar. Í áliti Kynþáttafordómanefndar eru íslensk stjórnvöld í öðru lagi hvött til að ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar og misréttis. Árin hafa liðið og umsókn Félags múslíma á Íslandi velkst um í borgarkerfinu, og margir hafa orðið til að afvegaleiða eðlilega umræðu og afgreiðslu málsins. Á meðan hafa önnur trúfélög fengið sínar umsóknir afgreiddar. Þar má nefna Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna, búddista, Votta Jehóva og Ásatrúarfélagið. En múslímar, sem telja nú þegar um 750 manns, sitja á hakanum. Kynþáttafordómar, íslamófóbía (hræðsla við trúarbrögðin Íslam) og rasismi af einum og öðrum toga, eiga sér víða vaxtarreit. Það eru misvel leyndir fordómar hjá borgarfulltrúum, embættismönnum og starfsliði borgarinnar sem tafið hafa afgreiðslu þessa máls á óeðlilegan hátt. Nú er svo komið að þessi mismunun hefur vakið athygli þeirra sem fara með mannréttindamál í Evrópu, það er Evrópuráðsins. Kynþáttafordómanefndin hefur sent frá sér álit sem er rautt spjald, ekki bara fyrir borgaryfirvöld heldur fyrir þjóðina alla. Okkar allra er skömmin á meðan þetta mál hefur ekki fengið farsælan endi. Ég treysti því að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld afgreiði málið nú tafarlaust og verði við þeirri mannréttindakröfu sem borist hefur einnig frá Evrópuráðinu og verið sett í forgang af hálfu þess. Krafan er að Félag múslíma á Íslandi fái land og leyfi til að reisa hér mosku þar sem þeir geti iðkað trú sína, í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Krafan um mosku í Reykjavík er mál okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi." Þetta er niðurstaða Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðsins og hún rataði á forsíðu Fréttablaðsins sem aðalfrétt þriðjudagsins 21. febrúar 2012. Og hvaða ásteytingarsteinar eru efst á baugi hjá nefndinni? „Í fyrsta lagi skuli múslímar á Íslandi fá land og leyfi til að reisa þar moskur." Það eru á 13. ár síðan undirritaður gekk á fund þáverandi borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, með þáverandi formanni Félags múslíma á Íslandi, Salmanni Tamimi, sem lagði þá fram umsókn um lóð undir mosku. Nú að liðnum meira en 12 árum hafa múslímar enn ekki fengið land undir mosku. Ýmsar skýringar og aðallega ekki-skýringar hafa verið á sveimi. Ljóst er að kynþáttafordómar ýmissa kjörinna fulltrúa og embættismanna hafa staðið í vegi fyrir framgangi málsins og tafið eðlilega afgreiðslu þess. Þetta er orðin sagan endalausa og er höfuðborginni og þjóðinni til háborinnar skammar. Í áliti Kynþáttafordómanefndar eru íslensk stjórnvöld í öðru lagi hvött til að ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar og misréttis. Árin hafa liðið og umsókn Félags múslíma á Íslandi velkst um í borgarkerfinu, og margir hafa orðið til að afvegaleiða eðlilega umræðu og afgreiðslu málsins. Á meðan hafa önnur trúfélög fengið sínar umsóknir afgreiddar. Þar má nefna Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna, búddista, Votta Jehóva og Ásatrúarfélagið. En múslímar, sem telja nú þegar um 750 manns, sitja á hakanum. Kynþáttafordómar, íslamófóbía (hræðsla við trúarbrögðin Íslam) og rasismi af einum og öðrum toga, eiga sér víða vaxtarreit. Það eru misvel leyndir fordómar hjá borgarfulltrúum, embættismönnum og starfsliði borgarinnar sem tafið hafa afgreiðslu þessa máls á óeðlilegan hátt. Nú er svo komið að þessi mismunun hefur vakið athygli þeirra sem fara með mannréttindamál í Evrópu, það er Evrópuráðsins. Kynþáttafordómanefndin hefur sent frá sér álit sem er rautt spjald, ekki bara fyrir borgaryfirvöld heldur fyrir þjóðina alla. Okkar allra er skömmin á meðan þetta mál hefur ekki fengið farsælan endi. Ég treysti því að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld afgreiði málið nú tafarlaust og verði við þeirri mannréttindakröfu sem borist hefur einnig frá Evrópuráðinu og verið sett í forgang af hálfu þess. Krafan er að Félag múslíma á Íslandi fái land og leyfi til að reisa hér mosku þar sem þeir geti iðkað trú sína, í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Krafan um mosku í Reykjavík er mál okkar allra.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun