Velferðarþjónusta öryggis, virðingar og mannréttinda Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Grein formanns og varaformanns velferðarráðs í Fréttablaðinu í gær um mikilvægi fjölbreytileikans í þjónustu við fullorðið sjálfráða fólk sem hefði val um hvar það fær þjónustu var ágæt og hefði átt vel við í umræðu um tryggingafyrirtæki eða annan samkeppnisrekstur þar sem viðskiptavinir hafa raunverulegt val. En velferðarþjónustu hins opinbera er lítill sómi sýndur með skrifum sem þessum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar tók af miklum myndugleik á samskiptum trúar- og lífsskoðunarfélaga við mennta- og uppeldisstofnanir með skýrum reglum sem nú hafa tekið gildi. Markmið þeirra er að verja og vernda börn fyrir innrætingu af trúarlegum toga. Það er vel, og í fullu samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar, þar sem kveðið er á um að öll þjónusta borgarinnar skuli einkennast af jákvæðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu, óháð stjórnmála- eða trúarskoðunum fólks, að umhverfi og þjónusta skuli vera fordómalaust og að unnið skuli að því að útrýma slíku. Það er einkennileg túlkun á mannréttindastefnunni að hún skuli aðeins gilda um börn en ekki fullorðna og enn einkennilegri eru fullyrðingar um að þessir fullorðnu einstaklingar sem um ræðir hafi val. Meirihlutinn felldi tillögu Vinstri grænna um að sambærilegar reglur yrðu settar um samskipti velferðarsviðs við trúar- og lífsskoðunarfélög eins og skóla- og uppeldisstofnanir. Uppgefnar ástæður eru auðhrekjanlegar eftiráskýringar. Hið rétta er að meirihlutann skortir pólitískan vilja til að fylgja eftir mannréttindastefnunni og kýs að standa með sterkum og áhrifamiklum trúfélögum gegn fólki sem er í viðkvæmri stöðu. Raunveruleikinn er sá að utangarðsfólk hefur ekkert val. Þjónusta Velferðarsviðs er í fæstum tilfellum hluti af fjölbreyttri flóru, heldur oft það eina sem borgarbúum stendur til boða. Utangarðsfólk sem þarf á þjónustunni að halda er ekki í aðstöðu til að gera kröfur og þeirra á meðal eru fáir sem geta barist fyrir hugsjónum um trúfrelsi eða fordómaleysi. Hér er um viðkvæman hóp að ræða sem nauðsynlegt er að verja fyrir ágangi eða innrætingu trúfélaga – hvort sem meirihlutanum líkar betur eða verr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Grein formanns og varaformanns velferðarráðs í Fréttablaðinu í gær um mikilvægi fjölbreytileikans í þjónustu við fullorðið sjálfráða fólk sem hefði val um hvar það fær þjónustu var ágæt og hefði átt vel við í umræðu um tryggingafyrirtæki eða annan samkeppnisrekstur þar sem viðskiptavinir hafa raunverulegt val. En velferðarþjónustu hins opinbera er lítill sómi sýndur með skrifum sem þessum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar tók af miklum myndugleik á samskiptum trúar- og lífsskoðunarfélaga við mennta- og uppeldisstofnanir með skýrum reglum sem nú hafa tekið gildi. Markmið þeirra er að verja og vernda börn fyrir innrætingu af trúarlegum toga. Það er vel, og í fullu samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar, þar sem kveðið er á um að öll þjónusta borgarinnar skuli einkennast af jákvæðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu, óháð stjórnmála- eða trúarskoðunum fólks, að umhverfi og þjónusta skuli vera fordómalaust og að unnið skuli að því að útrýma slíku. Það er einkennileg túlkun á mannréttindastefnunni að hún skuli aðeins gilda um börn en ekki fullorðna og enn einkennilegri eru fullyrðingar um að þessir fullorðnu einstaklingar sem um ræðir hafi val. Meirihlutinn felldi tillögu Vinstri grænna um að sambærilegar reglur yrðu settar um samskipti velferðarsviðs við trúar- og lífsskoðunarfélög eins og skóla- og uppeldisstofnanir. Uppgefnar ástæður eru auðhrekjanlegar eftiráskýringar. Hið rétta er að meirihlutann skortir pólitískan vilja til að fylgja eftir mannréttindastefnunni og kýs að standa með sterkum og áhrifamiklum trúfélögum gegn fólki sem er í viðkvæmri stöðu. Raunveruleikinn er sá að utangarðsfólk hefur ekkert val. Þjónusta Velferðarsviðs er í fæstum tilfellum hluti af fjölbreyttri flóru, heldur oft það eina sem borgarbúum stendur til boða. Utangarðsfólk sem þarf á þjónustunni að halda er ekki í aðstöðu til að gera kröfur og þeirra á meðal eru fáir sem geta barist fyrir hugsjónum um trúfrelsi eða fordómaleysi. Hér er um viðkvæman hóp að ræða sem nauðsynlegt er að verja fyrir ágangi eða innrætingu trúfélaga – hvort sem meirihlutanum líkar betur eða verr.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun