Þráhyggja sjálfstæðismanna Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 19. mars 2012 06:00 Matthías Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, ritar öðru sinni grein í Fréttablaðið síðastliðinn föstudag þar sem hann sakar ríkisstjórn mína um að „skattpína börn" með því að leggja fjármagnstekjuskatt á sparnað þeirra. Í fyrri grein sinni býsnaðist hann yfir þessu en studdi mál sitt lítt með gögnum. Í síðari greininni birtir hann yfirlit yfir þrjár innstæður, reiknaða vexti og skatt á upphæðirnar. Hvergi kemur fram hvaða ár skattur var lagður á innstæðurnar. Ekki heldur eru verðbætur á innstæðurnar tilgreindar, en Matthías fullyrðir að ríkið „hirði" stóran hluta þeirra. En sjálfsagt er að ítreka það sem ég nefndi í svargrein minni 1. mars síðastliðinn. Í fyrsta lagi innleiddi núverandi ríkisstjórn frítekjumark þegar skattur á fjármagnstekjur var hækkaður í 20 prósent. Frítekjumarkið nemur 100 þúsund krónum fyrir hvern einstakling. Ekki verður ráðið af tölum Matthíasar hvort þær séu frá því fyrir eða eftir að frítekjumarkið var innleitt. Í öðru lagi voru greiðendur fjármagnstekjuskatts um 180 þúsund árin 2009 og 2010. Aðeins um 47 þúsund einstaklingar greiddu fjármagnstekjuskatt 2011 og hafði þeim fækkað um 136 þúsund. Vonandi getur Matthías glaðst með einhverjum úr þeim stóra hópi. Þessi umbreyting verður vart skýrð án frítekjumarksins en með þeim er öllum minniháttar sparnaði hlíft við skatti, þar á meðal sparnaði barna. Það er orðhengilsháttur að fólk taki við þessar aðstæður út sparnað sinn og geymi hann undir koddanum vegna skattaáþjánar. Sparnaður barna líkt og annarra hefur minnkað eftir bankahrunið. Frítekjumarkið, helmings lækkun vaxtatekna barna og fullorðinna og loks stórfelld fækkun greiðenda fjármagnstekjuskatts bendir til þess að æ fleiri séu með öllu lausir við fjármagnstekjuskatt og hann leggist því fremur á efnafólk eins og nú háttar til. Matthías segir mig illa þokkaða vegna skattpíningar. Ekki elti ég ólar við slíkar fullyrðingar en bendi honum á að opinber gögn sýna að minna er nú innheimt af þjóðarkökunni í ríkissjóð en árin fyrir bankahrun. Jafnframt greiða nú 60 prósent einstaklinga lægri tekjuskatta en þeir gerðu á valdatíma Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Góðærið, sem þeir gumuðu þá af, reyndist einn mesti blekkingarvefur sem sögur fara af eins og Matthías veit eins vel og við hin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Sjá meira
Matthías Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, ritar öðru sinni grein í Fréttablaðið síðastliðinn föstudag þar sem hann sakar ríkisstjórn mína um að „skattpína börn" með því að leggja fjármagnstekjuskatt á sparnað þeirra. Í fyrri grein sinni býsnaðist hann yfir þessu en studdi mál sitt lítt með gögnum. Í síðari greininni birtir hann yfirlit yfir þrjár innstæður, reiknaða vexti og skatt á upphæðirnar. Hvergi kemur fram hvaða ár skattur var lagður á innstæðurnar. Ekki heldur eru verðbætur á innstæðurnar tilgreindar, en Matthías fullyrðir að ríkið „hirði" stóran hluta þeirra. En sjálfsagt er að ítreka það sem ég nefndi í svargrein minni 1. mars síðastliðinn. Í fyrsta lagi innleiddi núverandi ríkisstjórn frítekjumark þegar skattur á fjármagnstekjur var hækkaður í 20 prósent. Frítekjumarkið nemur 100 þúsund krónum fyrir hvern einstakling. Ekki verður ráðið af tölum Matthíasar hvort þær séu frá því fyrir eða eftir að frítekjumarkið var innleitt. Í öðru lagi voru greiðendur fjármagnstekjuskatts um 180 þúsund árin 2009 og 2010. Aðeins um 47 þúsund einstaklingar greiddu fjármagnstekjuskatt 2011 og hafði þeim fækkað um 136 þúsund. Vonandi getur Matthías glaðst með einhverjum úr þeim stóra hópi. Þessi umbreyting verður vart skýrð án frítekjumarksins en með þeim er öllum minniháttar sparnaði hlíft við skatti, þar á meðal sparnaði barna. Það er orðhengilsháttur að fólk taki við þessar aðstæður út sparnað sinn og geymi hann undir koddanum vegna skattaáþjánar. Sparnaður barna líkt og annarra hefur minnkað eftir bankahrunið. Frítekjumarkið, helmings lækkun vaxtatekna barna og fullorðinna og loks stórfelld fækkun greiðenda fjármagnstekjuskatts bendir til þess að æ fleiri séu með öllu lausir við fjármagnstekjuskatt og hann leggist því fremur á efnafólk eins og nú háttar til. Matthías segir mig illa þokkaða vegna skattpíningar. Ekki elti ég ólar við slíkar fullyrðingar en bendi honum á að opinber gögn sýna að minna er nú innheimt af þjóðarkökunni í ríkissjóð en árin fyrir bankahrun. Jafnframt greiða nú 60 prósent einstaklinga lægri tekjuskatta en þeir gerðu á valdatíma Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Góðærið, sem þeir gumuðu þá af, reyndist einn mesti blekkingarvefur sem sögur fara af eins og Matthías veit eins vel og við hin.
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar