Hobbitinn heitir eftir eigandanum sjálfum 20. mars 2012 08:00 Einar fékk viðurnefnið Hobbitinn þegar hann var til sjós. „Ég held að þeir séu varla að fara að setja sig í samband við mann einhvers staðar í afdölum á Íslandi sem er hvort sem er farið á hausinn," segir Einar Magnús Gunnlaugsson, eigandi söluskálans Hobbitans í Ólafsvík. Vísir.is sagði frá því í síðustu viku að eigandi kráarinnar The Hobbit í Southampton á Englandi breytti nafni staðarins eftir að hafa verið hótað málssókn af fyrirtækinu Saul Zaentz í Kaliforníu. Saul Zaentz á réttinn að helstu verkum rithöfundarins JRR Tolkien sem samdi meðal annars Hobbitann og Hringadróttinssögu. Einar kveðst einmitt hafa séð fréttina um krána í Southampton. „Menn hafa verið að gera grín að þessu. Okkur finnst þetta hálfkjánalegt bara. Þeir hafa ekki sett sig í samband við okkur og á meðan þeir gera það ekki þá er ég alveg rólegur," segir vertinn í Hobbitanum alveg afslappaður yfir málinu. Söluskáli hefur verið í húsinu þar sem Hobbitinn er í meira en þrjá áratugi að sögn Einars. Nafninu var hins vegar breytt í Hobbitann fyrir um fimm og hálfu ári. „Þetta kemur í raun Hobbitanum ekkert við – þannig. Ég fékk þetta sem gælunafn á mig til sjós. Af því að ég var minnstur í áhöfninni og feitlaga, hálfsköllóttur og með stóra fætur þá kallaði kokkurinn á bátnum sem ég var á mig Hobbitann. Svo festist það við mig," segir Einar sem kveður reyndar lítið lagt upp úr ævintýraheimi hobbita á staðnum hans. „Við erum með brauðsamlokur sem heita Héraðsfleki og Álfafleki. Svo erum við með Fróðafleka en það er nú bara tekið héðan úr Fróðárhreppi." Hobbitinn er við höfnina í Ólafsvík. Einar segir slangur af ferðamönnum hafa sótt staðinn í vetur. Stemningin sé „svona úti á landi" eins og hann lýsir. „Lógóið okkar er reyndar karl í hobbitagalla. Ferðafólkinu finnst sport að standa fyrir utan og láta taka mynd af sér. Þeir koma hér inn og fá sér að borða og finnst þetta forvitnilegt og fyndið – sérstaklega þegar þeir sjá mig." gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
„Ég held að þeir séu varla að fara að setja sig í samband við mann einhvers staðar í afdölum á Íslandi sem er hvort sem er farið á hausinn," segir Einar Magnús Gunnlaugsson, eigandi söluskálans Hobbitans í Ólafsvík. Vísir.is sagði frá því í síðustu viku að eigandi kráarinnar The Hobbit í Southampton á Englandi breytti nafni staðarins eftir að hafa verið hótað málssókn af fyrirtækinu Saul Zaentz í Kaliforníu. Saul Zaentz á réttinn að helstu verkum rithöfundarins JRR Tolkien sem samdi meðal annars Hobbitann og Hringadróttinssögu. Einar kveðst einmitt hafa séð fréttina um krána í Southampton. „Menn hafa verið að gera grín að þessu. Okkur finnst þetta hálfkjánalegt bara. Þeir hafa ekki sett sig í samband við okkur og á meðan þeir gera það ekki þá er ég alveg rólegur," segir vertinn í Hobbitanum alveg afslappaður yfir málinu. Söluskáli hefur verið í húsinu þar sem Hobbitinn er í meira en þrjá áratugi að sögn Einars. Nafninu var hins vegar breytt í Hobbitann fyrir um fimm og hálfu ári. „Þetta kemur í raun Hobbitanum ekkert við – þannig. Ég fékk þetta sem gælunafn á mig til sjós. Af því að ég var minnstur í áhöfninni og feitlaga, hálfsköllóttur og með stóra fætur þá kallaði kokkurinn á bátnum sem ég var á mig Hobbitann. Svo festist það við mig," segir Einar sem kveður reyndar lítið lagt upp úr ævintýraheimi hobbita á staðnum hans. „Við erum með brauðsamlokur sem heita Héraðsfleki og Álfafleki. Svo erum við með Fróðafleka en það er nú bara tekið héðan úr Fróðárhreppi." Hobbitinn er við höfnina í Ólafsvík. Einar segir slangur af ferðamönnum hafa sótt staðinn í vetur. Stemningin sé „svona úti á landi" eins og hann lýsir. „Lógóið okkar er reyndar karl í hobbitagalla. Ferðafólkinu finnst sport að standa fyrir utan og láta taka mynd af sér. Þeir koma hér inn og fá sér að borða og finnst þetta forvitnilegt og fyndið – sérstaklega þegar þeir sjá mig." gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira