Lækka virðisaukaskatt á græna bíla 20. mars 2012 09:00 Rafbílakynning í Hörpu, rafjeppar, Northern Lights Energy, EVEN Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að lækka skatta á umhverfisvæna bíla. Frumvarp þess efnis var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Samkvæmt frumvarpinu mun virðisaukaskattur á rafmagnsbíla, sem kosta allt að sex milljónir króna, lækka um allt að 1,5 milljónir króna. Virðisaukaskattur á tengiltvinnbíla, sem kosta allt að fjórar milljónir króna, mun lækka um allt að eina milljón króna. Að öllu óbreyttu ætti sá afsláttur að skila sér beint í útsöluverð bílanna. Sami skattaafsláttur hefur verið veittur á vetnisbíla en þessar tegundir eru nefndar hreinorkubílar þar sem þeir losa ekkert af gróðurhúsalofttegundum. Tengiltvinnbílar eru rafmagnsbílar með lítilli bensínvél sem getur framleitt rafmagn þegar rafgeymirinn tæmist. Aðgerðirnar eru hluti af Grænni orku, sem er verkefni um orkuskipti í samgöngum. Samkvæmt því á hlutdeild innlendrar vistvænnar orku í samgöngum að vera 10 prósent árið 2020. Jón Björn Skúlason, hjá Íslenskri nýorku sem er verkefnisstjóri Grænnar orku, segir að skattalækkunin sé skref í rétta átt. „Þessi bolti er búinn að vera fastur lengi og ef þetta dugir til að hreyfa við markaðnum er það frábært," segir Jón Björn. Hann segir erfitt að meta nákvæmlega áhrif skattalækkunarinnar. „Norðmenn hafa haft svona kerfi lengi og salan á bílunum var lengi að fara af stað. Hún náði hámarki í fyrra þegar um 2.000 rafbílar seldust. Það er þó ekki nema um 1,5 prósent af nýseldum bílum í landinu og rafbílar í Noregi eru ekki nema 0,25 prósent af heildarbílaflotanum, sem þó er heimsmet." Jón Björn segir þó ýmsum spurningum ósvarað og þrátt fyrir þetta skref hafi Íslendingar ekki gengið jafn langt og Norðmenn. „Í Ósló eru um 1.000 ókeypis bílastæði með innstungum, þeir mega aka á strætóakreinum og fá frítt í allar ferjur sem tilheyra almenna vegakerfinu." - kóp Fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að lækka skatta á umhverfisvæna bíla. Frumvarp þess efnis var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Samkvæmt frumvarpinu mun virðisaukaskattur á rafmagnsbíla, sem kosta allt að sex milljónir króna, lækka um allt að 1,5 milljónir króna. Virðisaukaskattur á tengiltvinnbíla, sem kosta allt að fjórar milljónir króna, mun lækka um allt að eina milljón króna. Að öllu óbreyttu ætti sá afsláttur að skila sér beint í útsöluverð bílanna. Sami skattaafsláttur hefur verið veittur á vetnisbíla en þessar tegundir eru nefndar hreinorkubílar þar sem þeir losa ekkert af gróðurhúsalofttegundum. Tengiltvinnbílar eru rafmagnsbílar með lítilli bensínvél sem getur framleitt rafmagn þegar rafgeymirinn tæmist. Aðgerðirnar eru hluti af Grænni orku, sem er verkefni um orkuskipti í samgöngum. Samkvæmt því á hlutdeild innlendrar vistvænnar orku í samgöngum að vera 10 prósent árið 2020. Jón Björn Skúlason, hjá Íslenskri nýorku sem er verkefnisstjóri Grænnar orku, segir að skattalækkunin sé skref í rétta átt. „Þessi bolti er búinn að vera fastur lengi og ef þetta dugir til að hreyfa við markaðnum er það frábært," segir Jón Björn. Hann segir erfitt að meta nákvæmlega áhrif skattalækkunarinnar. „Norðmenn hafa haft svona kerfi lengi og salan á bílunum var lengi að fara af stað. Hún náði hámarki í fyrra þegar um 2.000 rafbílar seldust. Það er þó ekki nema um 1,5 prósent af nýseldum bílum í landinu og rafbílar í Noregi eru ekki nema 0,25 prósent af heildarbílaflotanum, sem þó er heimsmet." Jón Björn segir þó ýmsum spurningum ósvarað og þrátt fyrir þetta skref hafi Íslendingar ekki gengið jafn langt og Norðmenn. „Í Ósló eru um 1.000 ókeypis bílastæði með innstungum, þeir mega aka á strætóakreinum og fá frítt í allar ferjur sem tilheyra almenna vegakerfinu." - kóp
Fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira