Lækka virðisaukaskatt á græna bíla 20. mars 2012 09:00 Rafbílakynning í Hörpu, rafjeppar, Northern Lights Energy, EVEN Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að lækka skatta á umhverfisvæna bíla. Frumvarp þess efnis var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Samkvæmt frumvarpinu mun virðisaukaskattur á rafmagnsbíla, sem kosta allt að sex milljónir króna, lækka um allt að 1,5 milljónir króna. Virðisaukaskattur á tengiltvinnbíla, sem kosta allt að fjórar milljónir króna, mun lækka um allt að eina milljón króna. Að öllu óbreyttu ætti sá afsláttur að skila sér beint í útsöluverð bílanna. Sami skattaafsláttur hefur verið veittur á vetnisbíla en þessar tegundir eru nefndar hreinorkubílar þar sem þeir losa ekkert af gróðurhúsalofttegundum. Tengiltvinnbílar eru rafmagnsbílar með lítilli bensínvél sem getur framleitt rafmagn þegar rafgeymirinn tæmist. Aðgerðirnar eru hluti af Grænni orku, sem er verkefni um orkuskipti í samgöngum. Samkvæmt því á hlutdeild innlendrar vistvænnar orku í samgöngum að vera 10 prósent árið 2020. Jón Björn Skúlason, hjá Íslenskri nýorku sem er verkefnisstjóri Grænnar orku, segir að skattalækkunin sé skref í rétta átt. „Þessi bolti er búinn að vera fastur lengi og ef þetta dugir til að hreyfa við markaðnum er það frábært," segir Jón Björn. Hann segir erfitt að meta nákvæmlega áhrif skattalækkunarinnar. „Norðmenn hafa haft svona kerfi lengi og salan á bílunum var lengi að fara af stað. Hún náði hámarki í fyrra þegar um 2.000 rafbílar seldust. Það er þó ekki nema um 1,5 prósent af nýseldum bílum í landinu og rafbílar í Noregi eru ekki nema 0,25 prósent af heildarbílaflotanum, sem þó er heimsmet." Jón Björn segir þó ýmsum spurningum ósvarað og þrátt fyrir þetta skref hafi Íslendingar ekki gengið jafn langt og Norðmenn. „Í Ósló eru um 1.000 ókeypis bílastæði með innstungum, þeir mega aka á strætóakreinum og fá frítt í allar ferjur sem tilheyra almenna vegakerfinu." - kóp Fréttir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að lækka skatta á umhverfisvæna bíla. Frumvarp þess efnis var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Samkvæmt frumvarpinu mun virðisaukaskattur á rafmagnsbíla, sem kosta allt að sex milljónir króna, lækka um allt að 1,5 milljónir króna. Virðisaukaskattur á tengiltvinnbíla, sem kosta allt að fjórar milljónir króna, mun lækka um allt að eina milljón króna. Að öllu óbreyttu ætti sá afsláttur að skila sér beint í útsöluverð bílanna. Sami skattaafsláttur hefur verið veittur á vetnisbíla en þessar tegundir eru nefndar hreinorkubílar þar sem þeir losa ekkert af gróðurhúsalofttegundum. Tengiltvinnbílar eru rafmagnsbílar með lítilli bensínvél sem getur framleitt rafmagn þegar rafgeymirinn tæmist. Aðgerðirnar eru hluti af Grænni orku, sem er verkefni um orkuskipti í samgöngum. Samkvæmt því á hlutdeild innlendrar vistvænnar orku í samgöngum að vera 10 prósent árið 2020. Jón Björn Skúlason, hjá Íslenskri nýorku sem er verkefnisstjóri Grænnar orku, segir að skattalækkunin sé skref í rétta átt. „Þessi bolti er búinn að vera fastur lengi og ef þetta dugir til að hreyfa við markaðnum er það frábært," segir Jón Björn. Hann segir erfitt að meta nákvæmlega áhrif skattalækkunarinnar. „Norðmenn hafa haft svona kerfi lengi og salan á bílunum var lengi að fara af stað. Hún náði hámarki í fyrra þegar um 2.000 rafbílar seldust. Það er þó ekki nema um 1,5 prósent af nýseldum bílum í landinu og rafbílar í Noregi eru ekki nema 0,25 prósent af heildarbílaflotanum, sem þó er heimsmet." Jón Björn segir þó ýmsum spurningum ósvarað og þrátt fyrir þetta skref hafi Íslendingar ekki gengið jafn langt og Norðmenn. „Í Ósló eru um 1.000 ókeypis bílastæði með innstungum, þeir mega aka á strætóakreinum og fá frítt í allar ferjur sem tilheyra almenna vegakerfinu." - kóp
Fréttir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira