Ég er rasisti Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 21. mars 2012 06:00 Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er í dag, 21. mars. Í ár hefst Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti líka í dag. Það hljómar kannski öfugsnúið, en eitt af verkefnunum sem við stöndum frammi fyrir til að útrýma kynþáttamisrétti er að útrýma orðinu kynþáttur. Hver er rasisti? „Ekki ég, ekki ég," segjum við. Gott ef rétt væri. Kynþættir eru menningarsmíð. Það er allt eins hægt að tala um að mannkynið skiptist í „kynþættina" mjóir og feitir eins og svartir og hvítir. Kynþættir eru flokkunartæki sem við bjuggum sjálf til, ekki guð eða náttúruvalið. Við getum alveg eins trúað því að karlinn búi í tunglinu og grænir menn á Mars. Í menningunni lifir hins vegar góðu lífi sú trú að húðlitur hafi eitthvað að segja um manngildi. Hún gerði það þó ekki alltaf. Á 15. og 16. öld lýstu evrópskir ferðamenn afrískum gestgjöfum sínum eins og sínum líkum. Afríkubúar voru hundrað prósent manneskjur, rétt eins og Evrópubúar. Það var ekki fyrr en síðar sem Evrópa eignaði Afríku skort á siðferði og greind. Þá var Evrópa farin að græða á þrælahaldi og það þurfti að réttlæta grimmdina með því að líkja öðru fólki við eitthvað ögn réttlausara en „skynlausar skepnur". Afrískir þrælasalar notuðu aðra flokkun í æðri og óæðri en það var húðlitsflokkunin í „kynþætti" sem hafði sigur. Hún varð eitt útbreiddasta líkan að hatri á öðrum sem hefur viðgengist undanfarin árhundruð og fram á okkar daga. Mannfræðingar hafa bent á að ný orð leysa reglulega orðið „rasismi" af hólmi í almennri umræðu. Ekki þykir par fínt að vera rasisti. Rasismi verður því neðanjarðarfyrirbæri. Talað er um „málefni innflytjenda" og „nýbúa" með hugtökum á borð við „þjóðernishópar" og „menning" en oft eru undirliggjandi skilaboð rasísk. Sagnfræðingurinn George M. Fredrickson heitinn spáði því fyrir áratug að nýr rasismi væri í þann mund að sigra heiminn: Trúarbrögð. Þau eru mannkynsflokkun sem við erum þegar byrjuð að aðhyllast ... og eigum eftir að nota í æ meira mæli, sagði Fredrickson. Já, rasisminn er seigt kvikindi. Hann lagar sig að breyttum aðstæðum með því að skipta um ham. En hann er alltaf vondur og skaðar fólk, hverju nafni sem hann nefnist. Innst inni viljum við flest lifa í sátt og samlyndi hvert við annað. Þó ekki væri nema til að forðast stríð. Eins og segir á vefsíðu nokkurri með myndum af ólíku fólki: „These guys, they're your neighbours. They're not going away." Leiðin til að lifa saman byrjar á því að tala saman. Vandamál rasískra samfélaga eru ekki „niggarar, útlendingsdjöflar, tæjur og arabafífl" (allt orð sem ég hef heyrt á Íslandi) heldur rasistar. Mörg erum við svo ekkert að velta því fyrir okkur að við búum í rasísku samfélagi og að við verðum að ræða saman um það. Ef við ætlum að lifa af. Ég hef búið í bullandi rasísku samfélagi erlendis. Ástandið er skárra hér á yfirborðinu. En það þarf ekki nema eitt klór til að hveragufan brjóti sér leið gegnum skorpuna og allt fari á fullt stím. Ætli Fredrickson hafi haft rétt fyrir sér þarna um árið, með trúarbrögðin? Finnst okkur múslímar hafa sama tilverurétt á Íslandi og við hin? Nú vantar okkur litlar gular hænur, svona 300 þúsund talsins, sem eru til í að segja: „Jæja þá, ókei, ég er rasisti. Hvað get ég svo gert í því?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er í dag, 21. mars. Í ár hefst Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti líka í dag. Það hljómar kannski öfugsnúið, en eitt af verkefnunum sem við stöndum frammi fyrir til að útrýma kynþáttamisrétti er að útrýma orðinu kynþáttur. Hver er rasisti? „Ekki ég, ekki ég," segjum við. Gott ef rétt væri. Kynþættir eru menningarsmíð. Það er allt eins hægt að tala um að mannkynið skiptist í „kynþættina" mjóir og feitir eins og svartir og hvítir. Kynþættir eru flokkunartæki sem við bjuggum sjálf til, ekki guð eða náttúruvalið. Við getum alveg eins trúað því að karlinn búi í tunglinu og grænir menn á Mars. Í menningunni lifir hins vegar góðu lífi sú trú að húðlitur hafi eitthvað að segja um manngildi. Hún gerði það þó ekki alltaf. Á 15. og 16. öld lýstu evrópskir ferðamenn afrískum gestgjöfum sínum eins og sínum líkum. Afríkubúar voru hundrað prósent manneskjur, rétt eins og Evrópubúar. Það var ekki fyrr en síðar sem Evrópa eignaði Afríku skort á siðferði og greind. Þá var Evrópa farin að græða á þrælahaldi og það þurfti að réttlæta grimmdina með því að líkja öðru fólki við eitthvað ögn réttlausara en „skynlausar skepnur". Afrískir þrælasalar notuðu aðra flokkun í æðri og óæðri en það var húðlitsflokkunin í „kynþætti" sem hafði sigur. Hún varð eitt útbreiddasta líkan að hatri á öðrum sem hefur viðgengist undanfarin árhundruð og fram á okkar daga. Mannfræðingar hafa bent á að ný orð leysa reglulega orðið „rasismi" af hólmi í almennri umræðu. Ekki þykir par fínt að vera rasisti. Rasismi verður því neðanjarðarfyrirbæri. Talað er um „málefni innflytjenda" og „nýbúa" með hugtökum á borð við „þjóðernishópar" og „menning" en oft eru undirliggjandi skilaboð rasísk. Sagnfræðingurinn George M. Fredrickson heitinn spáði því fyrir áratug að nýr rasismi væri í þann mund að sigra heiminn: Trúarbrögð. Þau eru mannkynsflokkun sem við erum þegar byrjuð að aðhyllast ... og eigum eftir að nota í æ meira mæli, sagði Fredrickson. Já, rasisminn er seigt kvikindi. Hann lagar sig að breyttum aðstæðum með því að skipta um ham. En hann er alltaf vondur og skaðar fólk, hverju nafni sem hann nefnist. Innst inni viljum við flest lifa í sátt og samlyndi hvert við annað. Þó ekki væri nema til að forðast stríð. Eins og segir á vefsíðu nokkurri með myndum af ólíku fólki: „These guys, they're your neighbours. They're not going away." Leiðin til að lifa saman byrjar á því að tala saman. Vandamál rasískra samfélaga eru ekki „niggarar, útlendingsdjöflar, tæjur og arabafífl" (allt orð sem ég hef heyrt á Íslandi) heldur rasistar. Mörg erum við svo ekkert að velta því fyrir okkur að við búum í rasísku samfélagi og að við verðum að ræða saman um það. Ef við ætlum að lifa af. Ég hef búið í bullandi rasísku samfélagi erlendis. Ástandið er skárra hér á yfirborðinu. En það þarf ekki nema eitt klór til að hveragufan brjóti sér leið gegnum skorpuna og allt fari á fullt stím. Ætli Fredrickson hafi haft rétt fyrir sér þarna um árið, með trúarbrögðin? Finnst okkur múslímar hafa sama tilverurétt á Íslandi og við hin? Nú vantar okkur litlar gular hænur, svona 300 þúsund talsins, sem eru til í að segja: „Jæja þá, ókei, ég er rasisti. Hvað get ég svo gert í því?"
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar