Samráð heilbrigðisstarfsfólks við foreldra 21. mars 2012 06:00 Á 66. þingfundi Alþingis þann 12. mars sl. voru til umræðu kynheilbrigðismál ungra Íslendinga. Þar svaraði velferðarráðherra fyrirspurn frá þingmanni um hvað yrði gert til að efla kynheilbrigði í ljósi niðurstöðu skýrslu starfshóps ráðherrans, sem kom út í september 2011. Margt í þessari skýrslu og umræðunni þann 12. mars var upplýsandi og jákvætt. Engu að síður er vert að staldra við ummæli ráðherra um fyrirhugað frumvarp til laga um breytingar á lyfjalögum sem heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum, í ljósi þeirrar umræðu sem sprottið hefur upp í kjölfarið. Hefur umræðan beinst að því að þessar umræddu heilbrigðisstéttir gætu, meðfram leyfi til að ávísa hormónapillunni til stúlkna, ávísað pillunni til stúlkna undir lögaldri án samþykkis foreldra þeirra. Á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) og Barnaspítala Hringsins koma börn, almennt í fylgd og með vitneskju foreldra sinna, til að fá heilbrigðisþjónustu. Við veitingu þeirrar þjónustu er leitast við að hafa í huga lagalegu hlið vinnunnar, en í því tilliti er í mörg horn að líta. Þau lög sem helst er horft til í heilbrigðisþjónustu fyrir börn eru lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997, en þar er að finna sérreglur um sjúk börn. Í 25. grein laganna segir: „Ef sjúklingur er yngri en 16 ára skulu upplýsingar [um heilsufar] skv. 5. gr., svo og aðrar upplýsingar samkvæmt lögum þessum, veittar foreldrum." Einnig segir í 26. gr. að foreldrar sem fara með forsjá barns skuli veita samþykki fyrir nauðsynlegri meðferð barns yngra en 16 ára. Eftir því sem kostur er skulu sjúk börn höfð með í ráðum og alltaf ef þau eru 12 ára eða eldri. Þessi ákvæði laga um réttindi sjúklinga stangast á við ákvæði lögræðislaga nr.71/1997, þar sem segir að lögráða verði menn 18 ára. Lögráða maður er sjálfráða og fjárráða. Þessi munur á aldursákvæðum hefur engu að síður haldið sér í þau 15 ár síðan lögin voru sett, að því er virðist til að mæta þeirri stöðu sem upp getur komið hvað varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklings, 16-18 ára, í heilbrigðisþjónustu. Árið 2006 sendi þáverandi yfirlæknir BUGL formlegt erindi til Umboðsmanns barna til að fá túlkun hans á þeim lagaákvæðum er varða 16-18 ára gamla sjúklinga BUGL. Ástæðan var sú að á BUGL, eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustu þar sem unnið er með börnum, getur komið upp sú staða að barn yfir 16 ára aldri, en undir 18 ára aldri, óskar eftir lyfjameðferð eða annarri meðferð, sem foreldrar eru ekki sammála um eða sáttir við. Umboðsmaður barna gaf álit þann 8. júní 2006, og sagði þar meðal annars: „Skv. barnalögum nr.76/2003 felur forsjá meðal annars í sér að foreldri ræður persónulegum högum barns að 18 ára aldri. Forsjárforeldri ber að gæta hagsmuna barna sinna og það felur í sér að það á rétt á að þekkja til þeirra atriða er varðað getur þá. Barnið á hins vegar ríkari rétt til einkalífs og friðhelgi þess með vaxandi þroska. Barnið á því rétt á að ræða við starfsmann heilbrigðisþjónustu í trúnaði og fá aðstoð og leiðbeiningar, séu atvik ekki með þeim hætti að þau skyldi viðkomandi starfsmann til að tilkynna mál til barnaverndarnefndar eða að afskipti foreldra séu nauðsynleg." Í ljósi framanritaðs er ljóst að það að fyrir dyrum standi breytingar á lyfjalögum í því skyni að fleiri heilbrigðisstéttir fái leyfi til að ávísa getnaðarvarnarlyfjum, munu þær breytingar einar ekki leiða til þess að löglegt sé að bjóða stúlkum yngri en 16 ára getnaðarvarnapilluna án samráðs við foreldra. Breyta þyrfti öllu lagaumhverfi sjúkra barna væri slíkt á döfinni. Ráðherra hefur reyndar tekið fram að frekari lagabreytingar standi ekki til, en ljóst er að ef slíkt stæði til, þyrfti að skoða þau mál frá fleiri hliðum en eingöngu ákvæðum lyfjalaga, sbr. það sem að framan greinir. Taka þyrfti t.a.m. inn í þá mynd sjálfsákvörðunarrétt og sjálfræði barna, hugtakið upplýst samþykki og þroskafræðilegar forsendur barna til að veita slíkt samþykki, að ógleymdum rétti foreldra til að hafa með höndum forsjá barns, með öllum þeim réttindum og skyldum sem það felur í sér. Að mínu mati vill heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með börnum alla jafna efla samvinnu við foreldra og fjölskyldur skjólstæðinga sinna, börnunum til heilla. Ef foreldrar upplifa að svo er ekki er gott fyrir þá að vita að lögin eru skýr hvað þetta varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á 66. þingfundi Alþingis þann 12. mars sl. voru til umræðu kynheilbrigðismál ungra Íslendinga. Þar svaraði velferðarráðherra fyrirspurn frá þingmanni um hvað yrði gert til að efla kynheilbrigði í ljósi niðurstöðu skýrslu starfshóps ráðherrans, sem kom út í september 2011. Margt í þessari skýrslu og umræðunni þann 12. mars var upplýsandi og jákvætt. Engu að síður er vert að staldra við ummæli ráðherra um fyrirhugað frumvarp til laga um breytingar á lyfjalögum sem heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum, í ljósi þeirrar umræðu sem sprottið hefur upp í kjölfarið. Hefur umræðan beinst að því að þessar umræddu heilbrigðisstéttir gætu, meðfram leyfi til að ávísa hormónapillunni til stúlkna, ávísað pillunni til stúlkna undir lögaldri án samþykkis foreldra þeirra. Á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) og Barnaspítala Hringsins koma börn, almennt í fylgd og með vitneskju foreldra sinna, til að fá heilbrigðisþjónustu. Við veitingu þeirrar þjónustu er leitast við að hafa í huga lagalegu hlið vinnunnar, en í því tilliti er í mörg horn að líta. Þau lög sem helst er horft til í heilbrigðisþjónustu fyrir börn eru lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997, en þar er að finna sérreglur um sjúk börn. Í 25. grein laganna segir: „Ef sjúklingur er yngri en 16 ára skulu upplýsingar [um heilsufar] skv. 5. gr., svo og aðrar upplýsingar samkvæmt lögum þessum, veittar foreldrum." Einnig segir í 26. gr. að foreldrar sem fara með forsjá barns skuli veita samþykki fyrir nauðsynlegri meðferð barns yngra en 16 ára. Eftir því sem kostur er skulu sjúk börn höfð með í ráðum og alltaf ef þau eru 12 ára eða eldri. Þessi ákvæði laga um réttindi sjúklinga stangast á við ákvæði lögræðislaga nr.71/1997, þar sem segir að lögráða verði menn 18 ára. Lögráða maður er sjálfráða og fjárráða. Þessi munur á aldursákvæðum hefur engu að síður haldið sér í þau 15 ár síðan lögin voru sett, að því er virðist til að mæta þeirri stöðu sem upp getur komið hvað varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklings, 16-18 ára, í heilbrigðisþjónustu. Árið 2006 sendi þáverandi yfirlæknir BUGL formlegt erindi til Umboðsmanns barna til að fá túlkun hans á þeim lagaákvæðum er varða 16-18 ára gamla sjúklinga BUGL. Ástæðan var sú að á BUGL, eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustu þar sem unnið er með börnum, getur komið upp sú staða að barn yfir 16 ára aldri, en undir 18 ára aldri, óskar eftir lyfjameðferð eða annarri meðferð, sem foreldrar eru ekki sammála um eða sáttir við. Umboðsmaður barna gaf álit þann 8. júní 2006, og sagði þar meðal annars: „Skv. barnalögum nr.76/2003 felur forsjá meðal annars í sér að foreldri ræður persónulegum högum barns að 18 ára aldri. Forsjárforeldri ber að gæta hagsmuna barna sinna og það felur í sér að það á rétt á að þekkja til þeirra atriða er varðað getur þá. Barnið á hins vegar ríkari rétt til einkalífs og friðhelgi þess með vaxandi þroska. Barnið á því rétt á að ræða við starfsmann heilbrigðisþjónustu í trúnaði og fá aðstoð og leiðbeiningar, séu atvik ekki með þeim hætti að þau skyldi viðkomandi starfsmann til að tilkynna mál til barnaverndarnefndar eða að afskipti foreldra séu nauðsynleg." Í ljósi framanritaðs er ljóst að það að fyrir dyrum standi breytingar á lyfjalögum í því skyni að fleiri heilbrigðisstéttir fái leyfi til að ávísa getnaðarvarnarlyfjum, munu þær breytingar einar ekki leiða til þess að löglegt sé að bjóða stúlkum yngri en 16 ára getnaðarvarnapilluna án samráðs við foreldra. Breyta þyrfti öllu lagaumhverfi sjúkra barna væri slíkt á döfinni. Ráðherra hefur reyndar tekið fram að frekari lagabreytingar standi ekki til, en ljóst er að ef slíkt stæði til, þyrfti að skoða þau mál frá fleiri hliðum en eingöngu ákvæðum lyfjalaga, sbr. það sem að framan greinir. Taka þyrfti t.a.m. inn í þá mynd sjálfsákvörðunarrétt og sjálfræði barna, hugtakið upplýst samþykki og þroskafræðilegar forsendur barna til að veita slíkt samþykki, að ógleymdum rétti foreldra til að hafa með höndum forsjá barns, með öllum þeim réttindum og skyldum sem það felur í sér. Að mínu mati vill heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með börnum alla jafna efla samvinnu við foreldra og fjölskyldur skjólstæðinga sinna, börnunum til heilla. Ef foreldrar upplifa að svo er ekki er gott fyrir þá að vita að lögin eru skýr hvað þetta varðar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun