Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar 1. nóvember 2025 15:03 Milli apríl og september 2010 láku í hið minnsta 780 milljón lítrar af olíu í Mexíkóflóa. Deepwater Horizons olíuslysið er talið eitt af alverstu umhverfisslysum í mannsögunni. Lekinn olli dauða kóralrifa, tíföldun í dauða höfrungakálfa á svæðinu og afmyndunum og sárum á allt að 50% rækja og fiska í flóanum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Olíulekinn hafði gífurlega neikvæð áhrif á lífkerfið í Mexíkóflóa og víðar, og áhrif hans eru enn sjáanleg í dag. Erfitt er að gera sér í hugarlund þann skaða sem olíuslys undan ströndum Íslands myndi hafa á viðkvæmt lífkerfið í hafinu okkar. Sem þjóð sem byggir að miklu leiti á sjávarútvegi er erfitt að ímynda sér að slík áhætta borgi sig. Gallup greindi frá því 14. október síðastliðinn að í könnun hefði einungis þriðjungur svarenda verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að leita að olíu á íslenska landgrunninu vegna náttúruverndarsjónarmiða. Þetta er lægsta mælda andstaðan gegn olíuleit á grundvelli náttúruverndar síðan byrjað var að leggja könnunina fyrir árið 2014. Í sömu könnun segjast 55% vera hlynntur frekari olíuleit. En hvers vegna hefur tónninn breyst undanfarið í samfélagsorðræðu þegar kemur að olíuleit við Ísland? Almenningur er orðinn þreyttur á umhverfismálum og umræðu um loftslagsbreytingar. En að hunsa vandamálin gerir þau ekki minna raunveruleg. Umhverfismál hafa aldrei verið mikilvægari fyrir íslensku þjóðina og jörðina alla. Við stöndum frammi fyrir hugsanlegu hruni AMOC straumsins sem mildar loftslag á Íslandi verði ekki dregið úr losun kolefnis og henni alfarið hætt helst í gær. Við stöndum frammi fyrir gífurlegri fjölgun flóttamanna frá löndum sem sífellt verða ólífvænlegri vegna hamfarahlýnunar. Við stöndum frammi fyrir hruni lífkerfa þar sem grundvallartegundir eru í útrýmingarhættu og aðlögun þeirra heldur ekki í við hraða loftslagsbreytinga. Þó við séum þreytt á því að heyra erfiðar og vondar fréttir af umhverfis og loftslagsmálum þýðir það ekki að vandamálið hætti að vera til. Í þessari stöðu virðist undarleg ákvörðun að fara í olíuleit. Heimurinn notar sífellt minna jarðefnaeldsneyti og Ísland er leiðandi í orkuskiptum og samdrætti kolefnislosunar. Við höfum skuldbundið okkur við kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Hvernig passar olíuleit og framleiðsla við þessi markmið og þróun samfélagsins alls? Svo því sé haldið til haga þá er mjög ólíklegt að olíuleit við Ísland myndi skila öðru en raski á hafsbotni og sárum ennum fjármagnenda. Í grein USGS frá árinu 2008 eru líkurnar á að finna meira en 50 milljón tunnur af ígildi olíu á svæðinu metnar 5,6%. Jafnframt hafa nýrri rannsóknir sýnt að svæðið er jarðfræðilega virkt og ber merki ítrekaðra sprunguhreyfinga og kvikuinnskota (Anett Blischke og aðrir 2022). Þær rannsóknir draga því enn frekar úr líkum á miklum olíuauðlindafundum á svæðinu. Fyrirspurn eftir olíu fer einnig minnkandi og fyrirséð er að heimsmarkaðsverð hennar muni lækka samhliða því. Og væri það þess virði að vinna olíu á íslensku landgrunni ef svo ólíklega vildi til að hún finnist? Getum við réttlætt olíuvinnslu við Íslandsstrendur fyrir börnunum okkar, barnabörnum og komandi kynslóðum? Að skammtímahagsmunir fárra hafi vegið þyngra en langtímahagsmunir þjóðar okkar og jarðarinnar allrar? Getur þú horft í augun á börnunum þínum og sagt þeim að framtíð þeirra sé ekki þess virði að vernda? Höfundur er jarðeðlisfræðingur að mennt og sitjandi náttúruverndarfulltrúi í stjórn Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Milli apríl og september 2010 láku í hið minnsta 780 milljón lítrar af olíu í Mexíkóflóa. Deepwater Horizons olíuslysið er talið eitt af alverstu umhverfisslysum í mannsögunni. Lekinn olli dauða kóralrifa, tíföldun í dauða höfrungakálfa á svæðinu og afmyndunum og sárum á allt að 50% rækja og fiska í flóanum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Olíulekinn hafði gífurlega neikvæð áhrif á lífkerfið í Mexíkóflóa og víðar, og áhrif hans eru enn sjáanleg í dag. Erfitt er að gera sér í hugarlund þann skaða sem olíuslys undan ströndum Íslands myndi hafa á viðkvæmt lífkerfið í hafinu okkar. Sem þjóð sem byggir að miklu leiti á sjávarútvegi er erfitt að ímynda sér að slík áhætta borgi sig. Gallup greindi frá því 14. október síðastliðinn að í könnun hefði einungis þriðjungur svarenda verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að leita að olíu á íslenska landgrunninu vegna náttúruverndarsjónarmiða. Þetta er lægsta mælda andstaðan gegn olíuleit á grundvelli náttúruverndar síðan byrjað var að leggja könnunina fyrir árið 2014. Í sömu könnun segjast 55% vera hlynntur frekari olíuleit. En hvers vegna hefur tónninn breyst undanfarið í samfélagsorðræðu þegar kemur að olíuleit við Ísland? Almenningur er orðinn þreyttur á umhverfismálum og umræðu um loftslagsbreytingar. En að hunsa vandamálin gerir þau ekki minna raunveruleg. Umhverfismál hafa aldrei verið mikilvægari fyrir íslensku þjóðina og jörðina alla. Við stöndum frammi fyrir hugsanlegu hruni AMOC straumsins sem mildar loftslag á Íslandi verði ekki dregið úr losun kolefnis og henni alfarið hætt helst í gær. Við stöndum frammi fyrir gífurlegri fjölgun flóttamanna frá löndum sem sífellt verða ólífvænlegri vegna hamfarahlýnunar. Við stöndum frammi fyrir hruni lífkerfa þar sem grundvallartegundir eru í útrýmingarhættu og aðlögun þeirra heldur ekki í við hraða loftslagsbreytinga. Þó við séum þreytt á því að heyra erfiðar og vondar fréttir af umhverfis og loftslagsmálum þýðir það ekki að vandamálið hætti að vera til. Í þessari stöðu virðist undarleg ákvörðun að fara í olíuleit. Heimurinn notar sífellt minna jarðefnaeldsneyti og Ísland er leiðandi í orkuskiptum og samdrætti kolefnislosunar. Við höfum skuldbundið okkur við kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Hvernig passar olíuleit og framleiðsla við þessi markmið og þróun samfélagsins alls? Svo því sé haldið til haga þá er mjög ólíklegt að olíuleit við Ísland myndi skila öðru en raski á hafsbotni og sárum ennum fjármagnenda. Í grein USGS frá árinu 2008 eru líkurnar á að finna meira en 50 milljón tunnur af ígildi olíu á svæðinu metnar 5,6%. Jafnframt hafa nýrri rannsóknir sýnt að svæðið er jarðfræðilega virkt og ber merki ítrekaðra sprunguhreyfinga og kvikuinnskota (Anett Blischke og aðrir 2022). Þær rannsóknir draga því enn frekar úr líkum á miklum olíuauðlindafundum á svæðinu. Fyrirspurn eftir olíu fer einnig minnkandi og fyrirséð er að heimsmarkaðsverð hennar muni lækka samhliða því. Og væri það þess virði að vinna olíu á íslensku landgrunni ef svo ólíklega vildi til að hún finnist? Getum við réttlætt olíuvinnslu við Íslandsstrendur fyrir börnunum okkar, barnabörnum og komandi kynslóðum? Að skammtímahagsmunir fárra hafi vegið þyngra en langtímahagsmunir þjóðar okkar og jarðarinnar allrar? Getur þú horft í augun á börnunum þínum og sagt þeim að framtíð þeirra sé ekki þess virði að vernda? Höfundur er jarðeðlisfræðingur að mennt og sitjandi náttúruverndarfulltrúi í stjórn Ungra umhverfissinna.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar