Perlan, sýninga- og safnahús Sigurjón Jóhannsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Perlan, eitt af höfuðkennileitum Reykjavíkurborgar, var upphaflega byggð sem útsýnis- og veitingastaður, þaðan sem sjá mátti vítt og breitt yfir og til allra átta. Sem slíkur áfangastaður hefur Perlan notið mikilla vinsælda og dregið að sér sæg gesta og ferðamanna allt frá opnun. Hins vegar virðist rýmið undir útsýnisskífunni ekki hafa öðru hlutverki að þjóna en aðgenginu að útsýni og veitingum. Lofthæðin þarna er yfir 10 m og svæðið rammað inn af hitaveitugeymum Orkuveitunnar sem mynda við það ríflega 700 fm gólfflöt. Upphaflega voru hugmyndir um að nota rýmið til samkomu- og viðburðahalds en minna hefur orðið úr því og húsið helst nýtt sem markaðs- og kynningartorg sem samrýmist varla þeim metnaði sem liggur að baki byggingunni. Hvað mundi sóma sér betur í þessum húsakynnum en Náttúruminjasafn Íslands sem hefur verið á meiri og minni hrakhólum í liðlega hálfa öld, allt frá því að það var tekið niður í Safnahúsinu um miðja síðustu öld og sett undir Náttúrufræðistofnun sem skyldi annast sýningahaldið. Í fyrstu var opnuð sýning í húsakynnum hennar við Hlemm í 100 fm sal á 3. hæð árið 1968. Tuttugu árum síðar var ráðist í nýjar og auknar sýningar með opnun tveggja 100 fm sala á 3. og 4. hæð, auk stigagangs og kapp lagt á að koma upp vönduðum sýningum. Þetta var töluvert átak fyrir vísinda- og rannsóknarstofnun sem í eðli sínu gegnir öðru hlutverki en að standa fyrir almennu sýningarhaldi. Ég er kunnugur þessari sögu vegna starfa minna að undirbúningi, hönnun og uppsetningu beggja þessara sýninga. Að auki gerði ég áætlanir um sýningu í ofangreindu rými í Perlunni sem átti að fylgja eftir sýningunum við Hlemm, en því miður varð ekkert úr því. Sýningarnar við Hlemm voru teknar niður og komið fyrir í geymslum, en ný lög um Náttúruminjasafn samþykkt á Alþingi sem ég fagna, þar sem Safnið var gert að sjálfstæðri stofnun sem sýni og kynni íslenska náttúru í nánu samstarfi við aðrar stofnanir sem stunda náttúrurannsóknir s. s. Hafrannsóknastofnun, Veðurstofu, Orkustofnun, Náttúrufræðistofnun og háskólana. Þörfin fyrir heppilegt húsnæði fyrir Náttúruminjasafn verður brýnni með hverju árinu sem líður og jafnframt vandræðalegri með sívaxandi ferðamannastraumi. Í Perluna kemur árlega þorri þeirra ferðamanna sem til landsins koma. Hún er eitt af helstu kennileitum Borgarinnar og útsýnisstaður. Væri nokkuð heppilegra en að þessi útsýnisstaður byði upp á sýningarhald um náttúru landsins og jarðfræði, grundvöll þeirrar sjálfbæru orku sem við erum svo hreykin af. Hér mætti koma fyrir tilkomumiklum sýningum á helstu þáttum íslenskrar náttúru, s. s. lífríki sjávar, fuglabyggð og varpstöðvum, eldvirkni, gosstöðvum o.s.frv. Með þessu móti mundi miðrýmið öðlast hlutverk ekki ósvipað því sem Ráðhúsið hefur áunnið sér með Íslandslíkaninu sem er gott dæmi um sýningarhald sem hefur tekist vel. Um tíu ára bil hefur Sögusafnið verið til húsa í Perunni og sýnt svipmyndir frá sögu þjóðarinnar og bókmenntum, vinsæll og fjölsóttur ferðamannastaður sem með áunninni reynslu og árangri ætti að vera öðru sýningarhaldi hvatning og lyftistöng, hljóti þessar hugmyndir brautargengi sem hér eru til umfjöllunar og hafa komið fram af og til frá því fyrir aldamót. Með því að taka Perluna undir Náttúruminjasafn mætti leysa tilvistarvanda Náttúruminjasafns, nýta reynslu Sögusafnsins, halda Perlunni í opinberri eigu og styrkja áform um Öskjuhlíð sem öflugt útivistarsvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Perlan, eitt af höfuðkennileitum Reykjavíkurborgar, var upphaflega byggð sem útsýnis- og veitingastaður, þaðan sem sjá mátti vítt og breitt yfir og til allra átta. Sem slíkur áfangastaður hefur Perlan notið mikilla vinsælda og dregið að sér sæg gesta og ferðamanna allt frá opnun. Hins vegar virðist rýmið undir útsýnisskífunni ekki hafa öðru hlutverki að þjóna en aðgenginu að útsýni og veitingum. Lofthæðin þarna er yfir 10 m og svæðið rammað inn af hitaveitugeymum Orkuveitunnar sem mynda við það ríflega 700 fm gólfflöt. Upphaflega voru hugmyndir um að nota rýmið til samkomu- og viðburðahalds en minna hefur orðið úr því og húsið helst nýtt sem markaðs- og kynningartorg sem samrýmist varla þeim metnaði sem liggur að baki byggingunni. Hvað mundi sóma sér betur í þessum húsakynnum en Náttúruminjasafn Íslands sem hefur verið á meiri og minni hrakhólum í liðlega hálfa öld, allt frá því að það var tekið niður í Safnahúsinu um miðja síðustu öld og sett undir Náttúrufræðistofnun sem skyldi annast sýningahaldið. Í fyrstu var opnuð sýning í húsakynnum hennar við Hlemm í 100 fm sal á 3. hæð árið 1968. Tuttugu árum síðar var ráðist í nýjar og auknar sýningar með opnun tveggja 100 fm sala á 3. og 4. hæð, auk stigagangs og kapp lagt á að koma upp vönduðum sýningum. Þetta var töluvert átak fyrir vísinda- og rannsóknarstofnun sem í eðli sínu gegnir öðru hlutverki en að standa fyrir almennu sýningarhaldi. Ég er kunnugur þessari sögu vegna starfa minna að undirbúningi, hönnun og uppsetningu beggja þessara sýninga. Að auki gerði ég áætlanir um sýningu í ofangreindu rými í Perlunni sem átti að fylgja eftir sýningunum við Hlemm, en því miður varð ekkert úr því. Sýningarnar við Hlemm voru teknar niður og komið fyrir í geymslum, en ný lög um Náttúruminjasafn samþykkt á Alþingi sem ég fagna, þar sem Safnið var gert að sjálfstæðri stofnun sem sýni og kynni íslenska náttúru í nánu samstarfi við aðrar stofnanir sem stunda náttúrurannsóknir s. s. Hafrannsóknastofnun, Veðurstofu, Orkustofnun, Náttúrufræðistofnun og háskólana. Þörfin fyrir heppilegt húsnæði fyrir Náttúruminjasafn verður brýnni með hverju árinu sem líður og jafnframt vandræðalegri með sívaxandi ferðamannastraumi. Í Perluna kemur árlega þorri þeirra ferðamanna sem til landsins koma. Hún er eitt af helstu kennileitum Borgarinnar og útsýnisstaður. Væri nokkuð heppilegra en að þessi útsýnisstaður byði upp á sýningarhald um náttúru landsins og jarðfræði, grundvöll þeirrar sjálfbæru orku sem við erum svo hreykin af. Hér mætti koma fyrir tilkomumiklum sýningum á helstu þáttum íslenskrar náttúru, s. s. lífríki sjávar, fuglabyggð og varpstöðvum, eldvirkni, gosstöðvum o.s.frv. Með þessu móti mundi miðrýmið öðlast hlutverk ekki ósvipað því sem Ráðhúsið hefur áunnið sér með Íslandslíkaninu sem er gott dæmi um sýningarhald sem hefur tekist vel. Um tíu ára bil hefur Sögusafnið verið til húsa í Perunni og sýnt svipmyndir frá sögu þjóðarinnar og bókmenntum, vinsæll og fjölsóttur ferðamannastaður sem með áunninni reynslu og árangri ætti að vera öðru sýningarhaldi hvatning og lyftistöng, hljóti þessar hugmyndir brautargengi sem hér eru til umfjöllunar og hafa komið fram af og til frá því fyrir aldamót. Með því að taka Perluna undir Náttúruminjasafn mætti leysa tilvistarvanda Náttúruminjasafns, nýta reynslu Sögusafnsins, halda Perlunni í opinberri eigu og styrkja áform um Öskjuhlíð sem öflugt útivistarsvæði.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun