Kona fái bætur fyrir fall á eigin heimili 23. mars 2012 10:00 Garðyrkja Með því að haka í viðkomandi reit í skattframtali getur fólk fengið slysatryggingu við almenn heimilisstörf, þar með talið garðyrkjustörf. Nordicphotos/Getty Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir úrskurðarnefnd almannatrygginga fyrir að túlka reglugerð of þröngt þegar nefndin neitaði eldri konu, sem handleggsbrotnaði á heimili sínu, um bætur úr slysatryggingu. Slysatrygginguna fékk konan með því að haka við í þar til gerðan reit á skattframtali sínu. Hún var að elda hádegismat á heimili sínu, en gerði hlé á eldamennskunni til að svara símanum. Þegar hún hafði lokið símtalinu hraðaði hún sér aftur í eldhúsið, en féll á leiðinni. Konan handleggsbrotnaði á hægri handlegg þegar hún bar handlegginn fyrir sig við fallið. Hvorki Sjúkratryggingar Íslands né úrskurðarnefnd almannatrygginga töldu konuna eiga rétt á bótum. Hún hafði merkt við að hún vildi njóta tryggingar við heimilisstörf á skattframtali, og taldi sjálf að hún hefði verið við heimilisstörf. Úrskurðarnefndin taldi konuna ekki hafa verið við eldamennsku einmitt þegar hún datt. Í reglugerð um heimilistryggingarnar segir að þær eigi til dæmis ekki við slasist fólk í baði, við að klæða sig, borða, svara í síma og sækja póst. Tryggingin á að gilda við almenn heimilisstörf, til dæmis matseld, þrif, almenna viðhaldsvinnu og garðyrkju. Bæði Sjúkratryggingar og úrskurðarnefndin töldu að konan hafi gert hlé á eldamennsku með því að svara í símann, og sinnt því sem kallað er „daglegum athöfnum". Ekki var tekið tillit til þess að símtalið snerist um innkaup á mat, og því tengt eldamennsku óbeint. Í úrskurði nefndarinnar er vitnað í reglugerðina, þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggingin gildi ekki slasist fólk við að tala í símann. Umboðsmaður Alþingis telur niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar ekki í samræmi við lög, enda hafi slysið átt sér stað í beinum tengslum við eldamennsku konunnar. Í áliti umboðsmanns er lagt að nefndinni að endurskoða niðurstöðu sína, sækist konan eftir því, og breyta vinnubrögðum í sambærilegum málum. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir úrskurðarnefnd almannatrygginga fyrir að túlka reglugerð of þröngt þegar nefndin neitaði eldri konu, sem handleggsbrotnaði á heimili sínu, um bætur úr slysatryggingu. Slysatrygginguna fékk konan með því að haka við í þar til gerðan reit á skattframtali sínu. Hún var að elda hádegismat á heimili sínu, en gerði hlé á eldamennskunni til að svara símanum. Þegar hún hafði lokið símtalinu hraðaði hún sér aftur í eldhúsið, en féll á leiðinni. Konan handleggsbrotnaði á hægri handlegg þegar hún bar handlegginn fyrir sig við fallið. Hvorki Sjúkratryggingar Íslands né úrskurðarnefnd almannatrygginga töldu konuna eiga rétt á bótum. Hún hafði merkt við að hún vildi njóta tryggingar við heimilisstörf á skattframtali, og taldi sjálf að hún hefði verið við heimilisstörf. Úrskurðarnefndin taldi konuna ekki hafa verið við eldamennsku einmitt þegar hún datt. Í reglugerð um heimilistryggingarnar segir að þær eigi til dæmis ekki við slasist fólk í baði, við að klæða sig, borða, svara í síma og sækja póst. Tryggingin á að gilda við almenn heimilisstörf, til dæmis matseld, þrif, almenna viðhaldsvinnu og garðyrkju. Bæði Sjúkratryggingar og úrskurðarnefndin töldu að konan hafi gert hlé á eldamennsku með því að svara í símann, og sinnt því sem kallað er „daglegum athöfnum". Ekki var tekið tillit til þess að símtalið snerist um innkaup á mat, og því tengt eldamennsku óbeint. Í úrskurði nefndarinnar er vitnað í reglugerðina, þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggingin gildi ekki slasist fólk við að tala í símann. Umboðsmaður Alþingis telur niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar ekki í samræmi við lög, enda hafi slysið átt sér stað í beinum tengslum við eldamennsku konunnar. Í áliti umboðsmanns er lagt að nefndinni að endurskoða niðurstöðu sína, sækist konan eftir því, og breyta vinnubrögðum í sambærilegum málum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira