Kynning fornleifa í Vogum 24. mars 2012 06:00 Fyrir fimm árum samdi Sveitarfélagið Vogar (sem áður hét Vatnsleysustrandarhreppur) við Fornleifastofnun Íslands um að skrá fornleifar í öllu landi sveitarfélagsins. Gerður var samningur til 10 ára og verkinu skipt í áfanga. Þetta er mikið átak fyrir sveitarfélag með 1.200 íbúa. Nú er komin út 300 blaðsíðna áfangaskýrsla með ljósmyndum, teikningum, hnitum, texta og kortum um 700 fornleifar á um helmingi jarða í sveitarfélaginu. Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur, einn af höfundum skýrslunnar, mun kynna hana laugardaginn 24. mars kl. 14 í Álfagerði í Vogum og er það þáttur í Safnahelgi á Suðurnesjum. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Sjóður fornleifa Í skýrslunni kemur fram að óvenju mikið er af fornleifum í Vogum og á Vatnsleysuströnd, enda eitt þéttbýlasta svæði landsins um aldir. Svæðið á sér merka sögu útvegsbúskapar og geymir fjársjóð minja um búsetu og atvinnuhætti. Skráning þessara minja var skammt á veg komin fyrir fimm árum þegar skráningarátakið hófst. Elstu lögbýlin á skráningarsvæðinu eru Stóru-Vogar, Minni-Vogar, Auðnar, Þórustaðir, Kálfatjörn, Bakki, Flekkuvík og Landakot. Á jörðum þessum var margbýlt. Alls eru skráð á þeim 56 býli og eru 24 þeirra nefnd í Jarðabókinni 1703 en önnur að líkindum yngri. Búast má við að bæjarhólar þessara býla geymi öðru fremur heimildir um það líf sem hér var lifað um aldir. Skráður var mikill fjöldi lendinga, eða 46, en mannaverk sjást aðeins á 16 þeirra. Skráð eru 14 naust og fundust leifar 9 þeirra. Skráðar eru 8 verbúðir og 4 sjóbúðir og sjást minjar um þrjár verbúðir og eina sjóbúð. Það vekur athygli hve mikið af þessum fornminjum eru horfið í hafið. Garðar eru fjær sjó og hafa varðveist betur, af 38 skráðum görðum sáust leifar af öllum nema fjórum. Útihús eru forgengilegri, af 80 útihúsum sjást minjar um aðeins 34. Einnig voru skráð 7 fjárskýli (Staðarborg við Kálfatjörn stærst og þekktust) og 13 sel, flest uppi í heiði. Hafa skal hugfast að hér er aðeins rætt um þann tæpa helming byggðarinnar sem búið er að skrá. Fróðlegt verður að sjá útkomuna eftir nokkur ár þegar skráningarátakinu lýkur. Það liggur lífið á Í Vogum og á Vatnsleysuströnd er mikið og ört landbrot af völdum sjávar. Sjórinn hefur þegar hirt nokkra bæjarhóla og fjölda minja um útræði og er því brýnt að hraða skráningu þeirra. Einnig er brýnt að nýta aldraða heimildarmenn áður en það er um seinan. Elsta núlifandi kynslóðin ólst upp við útiverk, fór um fótgangandi og þekkir þess vegna miklu betur til örnefna en yngra fólkið. Fornleifar geyma sögu okkar Í 9. grein þjóðminjalaga (frá 2001) segir: „Minjar 100 ára og eldri teljast til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar." Í sömu grein laganna er skilgreint hvað eru fornleifar. Þar segir m.a. „Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem: búsetulandslag, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi mannvirkjum og öskuhaugum – leifar af verbúðum, naustum – leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, – gömul tún- og akurgerði – og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita; gamlir vegir, varir, hafnir og bátalægi – vörður og vitar – brunnar, uppsprettur, álagablettir – áletranir, skipsflök eða hlutar úr þeim." Það sem hér er upp talið er til staðar í meiri eða minni mæli í Sveitarfélaginu Vogum og hefur að geyma sögu þess frá landnámi. Í aðalskipulagi 2008-2028 er hið forna búsetulandslag á Vatnsleysuströnd verndað í krafti skipulagslaga með hverfisvernd. Liðið er hátt á aðra öld síðan skráning fornleifa hófst hér á landi en þó er enn langt í heildstæða skrá um fornleifar. Við Íslendingar erum komnir mun skemur en nágrannaþjóðirnar á þessu sviði menningar. Við erum að vísu fámenn þjóð í stóru landi en á móti kemur að saga mannsins er stutt hér á landi. Íslandssagan er fólgin í fornritum og fornleifum. Þjóðin hefur lengi viðurkennt mikilvægi þess að varðveita handritin og rannsaka þau og við hörmum að sum þeirra hafa glatast. Almennur skilningur á mikilvægi fornleifa er skammt á veg kominn. Merkar söguheimildir glatast þegar fornleifar verða jarðýtum og graftólum að bráð. Það er afar brýnt að skrá og vernda fornleifar. Að því loknu taka við miklar og spennandi rannsóknir til að hægt sé að lesa söguna sem fornleifarnar geyma, en minna liggur á þeirri vinnu ef verndin er trygg. Rannsóknirnar verða viðfangsefni margra komandi kynslóða. Þær munu kunna okkur þakkir fyrir fornleifar sem okkur tekst að vernda líkt og við erum þakklát þeim sem skrifuðu og varðveittu fornritin góðu og annálana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fimm árum samdi Sveitarfélagið Vogar (sem áður hét Vatnsleysustrandarhreppur) við Fornleifastofnun Íslands um að skrá fornleifar í öllu landi sveitarfélagsins. Gerður var samningur til 10 ára og verkinu skipt í áfanga. Þetta er mikið átak fyrir sveitarfélag með 1.200 íbúa. Nú er komin út 300 blaðsíðna áfangaskýrsla með ljósmyndum, teikningum, hnitum, texta og kortum um 700 fornleifar á um helmingi jarða í sveitarfélaginu. Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur, einn af höfundum skýrslunnar, mun kynna hana laugardaginn 24. mars kl. 14 í Álfagerði í Vogum og er það þáttur í Safnahelgi á Suðurnesjum. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Sjóður fornleifa Í skýrslunni kemur fram að óvenju mikið er af fornleifum í Vogum og á Vatnsleysuströnd, enda eitt þéttbýlasta svæði landsins um aldir. Svæðið á sér merka sögu útvegsbúskapar og geymir fjársjóð minja um búsetu og atvinnuhætti. Skráning þessara minja var skammt á veg komin fyrir fimm árum þegar skráningarátakið hófst. Elstu lögbýlin á skráningarsvæðinu eru Stóru-Vogar, Minni-Vogar, Auðnar, Þórustaðir, Kálfatjörn, Bakki, Flekkuvík og Landakot. Á jörðum þessum var margbýlt. Alls eru skráð á þeim 56 býli og eru 24 þeirra nefnd í Jarðabókinni 1703 en önnur að líkindum yngri. Búast má við að bæjarhólar þessara býla geymi öðru fremur heimildir um það líf sem hér var lifað um aldir. Skráður var mikill fjöldi lendinga, eða 46, en mannaverk sjást aðeins á 16 þeirra. Skráð eru 14 naust og fundust leifar 9 þeirra. Skráðar eru 8 verbúðir og 4 sjóbúðir og sjást minjar um þrjár verbúðir og eina sjóbúð. Það vekur athygli hve mikið af þessum fornminjum eru horfið í hafið. Garðar eru fjær sjó og hafa varðveist betur, af 38 skráðum görðum sáust leifar af öllum nema fjórum. Útihús eru forgengilegri, af 80 útihúsum sjást minjar um aðeins 34. Einnig voru skráð 7 fjárskýli (Staðarborg við Kálfatjörn stærst og þekktust) og 13 sel, flest uppi í heiði. Hafa skal hugfast að hér er aðeins rætt um þann tæpa helming byggðarinnar sem búið er að skrá. Fróðlegt verður að sjá útkomuna eftir nokkur ár þegar skráningarátakinu lýkur. Það liggur lífið á Í Vogum og á Vatnsleysuströnd er mikið og ört landbrot af völdum sjávar. Sjórinn hefur þegar hirt nokkra bæjarhóla og fjölda minja um útræði og er því brýnt að hraða skráningu þeirra. Einnig er brýnt að nýta aldraða heimildarmenn áður en það er um seinan. Elsta núlifandi kynslóðin ólst upp við útiverk, fór um fótgangandi og þekkir þess vegna miklu betur til örnefna en yngra fólkið. Fornleifar geyma sögu okkar Í 9. grein þjóðminjalaga (frá 2001) segir: „Minjar 100 ára og eldri teljast til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar." Í sömu grein laganna er skilgreint hvað eru fornleifar. Þar segir m.a. „Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem: búsetulandslag, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi mannvirkjum og öskuhaugum – leifar af verbúðum, naustum – leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, – gömul tún- og akurgerði – og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita; gamlir vegir, varir, hafnir og bátalægi – vörður og vitar – brunnar, uppsprettur, álagablettir – áletranir, skipsflök eða hlutar úr þeim." Það sem hér er upp talið er til staðar í meiri eða minni mæli í Sveitarfélaginu Vogum og hefur að geyma sögu þess frá landnámi. Í aðalskipulagi 2008-2028 er hið forna búsetulandslag á Vatnsleysuströnd verndað í krafti skipulagslaga með hverfisvernd. Liðið er hátt á aðra öld síðan skráning fornleifa hófst hér á landi en þó er enn langt í heildstæða skrá um fornleifar. Við Íslendingar erum komnir mun skemur en nágrannaþjóðirnar á þessu sviði menningar. Við erum að vísu fámenn þjóð í stóru landi en á móti kemur að saga mannsins er stutt hér á landi. Íslandssagan er fólgin í fornritum og fornleifum. Þjóðin hefur lengi viðurkennt mikilvægi þess að varðveita handritin og rannsaka þau og við hörmum að sum þeirra hafa glatast. Almennur skilningur á mikilvægi fornleifa er skammt á veg kominn. Merkar söguheimildir glatast þegar fornleifar verða jarðýtum og graftólum að bráð. Það er afar brýnt að skrá og vernda fornleifar. Að því loknu taka við miklar og spennandi rannsóknir til að hægt sé að lesa söguna sem fornleifarnar geyma, en minna liggur á þeirri vinnu ef verndin er trygg. Rannsóknirnar verða viðfangsefni margra komandi kynslóða. Þær munu kunna okkur þakkir fyrir fornleifar sem okkur tekst að vernda líkt og við erum þakklát þeim sem skrifuðu og varðveittu fornritin góðu og annálana.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun