Velviljaðir dýrum, vinsamlega athugið 24. mars 2012 06:00 Nú geisa sem oft áður ýmis moldviðri um hið pólitíska landslag og fer slíkt fram hjá fáum. Hætt er við að þegar mökkurinn er sem mestur sjáist lítið úr augum og menn láti þá mikilvæg kennileiti fram hjá sér fara. Eitt það mikilvægasta sem stjórnmál snúast um er setning laga, sem við gildistöku verða hinn eiginlegi grunnur sem samfélag okkar byggir á. Ein slík lög eru nú um stundir í undirbúningi og gætu farið fram hjá þeim sem ekki vita – en vildu vita. Lög um dýravelferð. Ný lög um málefni dýra hafa lengi verið í smíðum og hefur mikið verið til þeirra vandað. Lokadrög laganna fóru inn í ráðuneyti í maí á síðasta ári og eru nú komin þaðan inn á borð stjórnarflokkanna, en fara síðan í nefnd, væntanlega umhverfisnefnd, áður en þau koma formlega á borð Alþingis. Drögin sem fóru inn í ráðuneytið taka til margra þátta um velferð dýra sem ekki er víst að hagsmunaaðilar sætti sig að öllu leyti við, enda gæti þar verið þrengt að beinum hagnaði þeirra og gerð krafa til vandaðri umsýslu um meðferð dýranna en nú er. Í vinnu við lög sem þessi eru drög iðulega send til umsagnar og frekari úrvinnslu þeirra sem hagsmuna hafa að gæta í þeim málaflokki sem við á. Þótt það virðist ef til vill sérstakt að að tala um dýr sem beina hagsmunaaðila, í hvaða samhengi sem er, þá blasir þó við að í þessu máli eru dýrin einmitt beinir hagsmunaaðilar. Dýr hafa auðvitað ekki rödd til að koma fram með sín málefni; ekki nema í gegnum okkur, menn og konur sem láta sig aðbúnað og málefni dýra varða. Velbú eru íslensk félagasamtök um velferð búfjár. Við teljum mikilvægt að vernda hinn hefðbundna íslenska fjölskyldubúskap, þar sem, þegar forsendur eru eðlilegar, er almennt farið vel með dýr - og við viljum sporna af krafti gegn því sem nú er kallað verksmiðjuframleiðsla, þar sem hagsmunir dýranna eru iðulega fyrir borð bornir. Það síðarnefnda er nokkuð vel falið fyrir almenningi og margir gera því miður ekki greinarmun á þessu tvennu, hefðbundnum búskap og verksmiðjuframleiðslu dýra. Við biðjum þá sem ekki er sama um hag dýranna um að fylgjast með þessum lögum og kynna sér drögin að þeim. Drögin má finna (eftir nokkra leit) inni á vef landbúnaðarráðuneytisins, en einnig sendum við í Velbú þau til þeirra sem þess óska. Sérstaklega er mikilvægt að skima þann mun sem er á drögunum og þeim lögum sem lögð verða fyrir Alþingi. Hér þarf að hafa hagsmuni dýranna í huga. Með því að taka þátt í samtali samfélagsins um þessi mál er hægt að færa þau til betri vegar og verður hver að hafa trú á að hans framlag skipti máli. Sérhver Íslendingur sem sendir kurteisa fyrirspurn um þessi mál til ráðuneytis, nefndar, alþingismanna eða lætur á annan hátt í sér heyra á málefnalegan máta, leggur þannig á vogarskálarnar þá vigt sem að lokum verður nógu þung til að skipta máli. Vanmetum það ekki. Verum til staðar fyrir dýrin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú geisa sem oft áður ýmis moldviðri um hið pólitíska landslag og fer slíkt fram hjá fáum. Hætt er við að þegar mökkurinn er sem mestur sjáist lítið úr augum og menn láti þá mikilvæg kennileiti fram hjá sér fara. Eitt það mikilvægasta sem stjórnmál snúast um er setning laga, sem við gildistöku verða hinn eiginlegi grunnur sem samfélag okkar byggir á. Ein slík lög eru nú um stundir í undirbúningi og gætu farið fram hjá þeim sem ekki vita – en vildu vita. Lög um dýravelferð. Ný lög um málefni dýra hafa lengi verið í smíðum og hefur mikið verið til þeirra vandað. Lokadrög laganna fóru inn í ráðuneyti í maí á síðasta ári og eru nú komin þaðan inn á borð stjórnarflokkanna, en fara síðan í nefnd, væntanlega umhverfisnefnd, áður en þau koma formlega á borð Alþingis. Drögin sem fóru inn í ráðuneytið taka til margra þátta um velferð dýra sem ekki er víst að hagsmunaaðilar sætti sig að öllu leyti við, enda gæti þar verið þrengt að beinum hagnaði þeirra og gerð krafa til vandaðri umsýslu um meðferð dýranna en nú er. Í vinnu við lög sem þessi eru drög iðulega send til umsagnar og frekari úrvinnslu þeirra sem hagsmuna hafa að gæta í þeim málaflokki sem við á. Þótt það virðist ef til vill sérstakt að að tala um dýr sem beina hagsmunaaðila, í hvaða samhengi sem er, þá blasir þó við að í þessu máli eru dýrin einmitt beinir hagsmunaaðilar. Dýr hafa auðvitað ekki rödd til að koma fram með sín málefni; ekki nema í gegnum okkur, menn og konur sem láta sig aðbúnað og málefni dýra varða. Velbú eru íslensk félagasamtök um velferð búfjár. Við teljum mikilvægt að vernda hinn hefðbundna íslenska fjölskyldubúskap, þar sem, þegar forsendur eru eðlilegar, er almennt farið vel með dýr - og við viljum sporna af krafti gegn því sem nú er kallað verksmiðjuframleiðsla, þar sem hagsmunir dýranna eru iðulega fyrir borð bornir. Það síðarnefnda er nokkuð vel falið fyrir almenningi og margir gera því miður ekki greinarmun á þessu tvennu, hefðbundnum búskap og verksmiðjuframleiðslu dýra. Við biðjum þá sem ekki er sama um hag dýranna um að fylgjast með þessum lögum og kynna sér drögin að þeim. Drögin má finna (eftir nokkra leit) inni á vef landbúnaðarráðuneytisins, en einnig sendum við í Velbú þau til þeirra sem þess óska. Sérstaklega er mikilvægt að skima þann mun sem er á drögunum og þeim lögum sem lögð verða fyrir Alþingi. Hér þarf að hafa hagsmuni dýranna í huga. Með því að taka þátt í samtali samfélagsins um þessi mál er hægt að færa þau til betri vegar og verður hver að hafa trú á að hans framlag skipti máli. Sérhver Íslendingur sem sendir kurteisa fyrirspurn um þessi mál til ráðuneytis, nefndar, alþingismanna eða lætur á annan hátt í sér heyra á málefnalegan máta, leggur þannig á vogarskálarnar þá vigt sem að lokum verður nógu þung til að skipta máli. Vanmetum það ekki. Verum til staðar fyrir dýrin.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar