KSÍ og fordómar Baldur Kristjánsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Því miður fór umræðan svolítið úr böndunum á netinu þegar aganefnd KSÍ dæmdi tvo drengi í leikbann og gagnrýnt var. Svolítið er eins og verið sé að stíga inn á heilagt svæði en knattspyrna kemur okkur öllum við og kynþáttafordómar eru því miður staðreynd hér á landi. Nú tek ég drengina tvo út fyrir sviga enda hafa þeir sæst en tilvikið gefur tilefni til umræðu og ábendinga. Nauðsynlegt er að mínu mati að KSÍ og önnur sambærileg sambönd komi sér upp verklagsreglum í meðferð svona mála. Þau eiga að leita til sérfræðinga við gerð þeirra. UEFA hafði samráð við ECRI (Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum) þegar verklagsreglur voru settar fyrir síðasta og einnig næsta Evrópumót um það hvernig ætti að tækla rasisma á fótboltavellinum. Knattspyrnusambandið í Englandi hefur haft samráð við svipaðan aðila þar. Ekki skal efast um góðan ásetning forystu KSÍ, þ.m.t. Þóris Hákonarsonar, en þetta með verklagsreglur og hvernig þær eiga að vera er ekkert sjálfgefið. Þar ætti m.a. að kveða á um að dómarar og þeir sem sitja í ráðum og nefndum fái fræðslu um það hvernig þekkja eigi rasisma og hvernig bregðast eigi við honum. Það sama á við um yfirstjórn og starfsmenn. Félögin eiga með hjálp KSÍ að fræða þjálfara um rasisma og helst ekki að ráða þá til starfa nema að undangengnu námskeiði um það hvernig meðhöndla eigi hann. Þá er í meira lagi vafasamt að bregðast við með leikbönnum í yngri flokkum. Slíkt getur einangrað og útilokað. Fræðsla er á því stigi árangursríkust. Þetta eru drengir/stúlkur á mótunarskeiði. Sá sem gerir sig sekan um rasisma er yfirleitt hvorki betri né verri en félagarnir en endurspeglar þá menningu sem þeir eru allir sprottnir úr. Hann er, má segja, einnig fórnarlamb hennar. Rasisma má líkja við veiru sem þarf að útrýma. Rasískt hugarfar flokkar fólk eftir uppruna, litarafti, þjóðerni og jafnvel menningu og trú og felur í sér fyrirlitningu á hóp eða hópum sem við tilheyrum ekki. Rasismi kumrar í yfirborði samfélags. Kemur stundum upp á yfirborðið og er þá gjarnan meðhöndlaður sem einstakt tilvik. Það er ekki bara KSÍ sem þarf að koma sér upp verklagsreglum í þessum málaflokki. Þess þurfa önnur sambærileg sambönd svo og skólar og allir þeir sem koma að mótun unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Því miður fór umræðan svolítið úr böndunum á netinu þegar aganefnd KSÍ dæmdi tvo drengi í leikbann og gagnrýnt var. Svolítið er eins og verið sé að stíga inn á heilagt svæði en knattspyrna kemur okkur öllum við og kynþáttafordómar eru því miður staðreynd hér á landi. Nú tek ég drengina tvo út fyrir sviga enda hafa þeir sæst en tilvikið gefur tilefni til umræðu og ábendinga. Nauðsynlegt er að mínu mati að KSÍ og önnur sambærileg sambönd komi sér upp verklagsreglum í meðferð svona mála. Þau eiga að leita til sérfræðinga við gerð þeirra. UEFA hafði samráð við ECRI (Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum) þegar verklagsreglur voru settar fyrir síðasta og einnig næsta Evrópumót um það hvernig ætti að tækla rasisma á fótboltavellinum. Knattspyrnusambandið í Englandi hefur haft samráð við svipaðan aðila þar. Ekki skal efast um góðan ásetning forystu KSÍ, þ.m.t. Þóris Hákonarsonar, en þetta með verklagsreglur og hvernig þær eiga að vera er ekkert sjálfgefið. Þar ætti m.a. að kveða á um að dómarar og þeir sem sitja í ráðum og nefndum fái fræðslu um það hvernig þekkja eigi rasisma og hvernig bregðast eigi við honum. Það sama á við um yfirstjórn og starfsmenn. Félögin eiga með hjálp KSÍ að fræða þjálfara um rasisma og helst ekki að ráða þá til starfa nema að undangengnu námskeiði um það hvernig meðhöndla eigi hann. Þá er í meira lagi vafasamt að bregðast við með leikbönnum í yngri flokkum. Slíkt getur einangrað og útilokað. Fræðsla er á því stigi árangursríkust. Þetta eru drengir/stúlkur á mótunarskeiði. Sá sem gerir sig sekan um rasisma er yfirleitt hvorki betri né verri en félagarnir en endurspeglar þá menningu sem þeir eru allir sprottnir úr. Hann er, má segja, einnig fórnarlamb hennar. Rasisma má líkja við veiru sem þarf að útrýma. Rasískt hugarfar flokkar fólk eftir uppruna, litarafti, þjóðerni og jafnvel menningu og trú og felur í sér fyrirlitningu á hóp eða hópum sem við tilheyrum ekki. Rasismi kumrar í yfirborði samfélags. Kemur stundum upp á yfirborðið og er þá gjarnan meðhöndlaður sem einstakt tilvik. Það er ekki bara KSÍ sem þarf að koma sér upp verklagsreglum í þessum málaflokki. Þess þurfa önnur sambærileg sambönd svo og skólar og allir þeir sem koma að mótun unglinga.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun