
Krónan eða kúgildið
Samt vilja sumir halda því fram, að krónan hafi bjargað landsmönnum og geri það enn. Í hvert skipti sem krónan hefur hrunið hefur hún flutt verðmæti frá almenningi til útvaldra – ekki síst til útvegsmanna. Þann hagnað hafa menn svo notað með ýmsum hætti sér og sínum til hagræðis – stundum til þess að kaupa sér útgerðarfyrirtæki í útlöndum nú eða kvóta hver af öðrum. Í hvert skipti sem krónan hefur fallið hefur kaupmáttur launa almennings hrunið. Kaupgeta rýrnað. Ávöxtur kjarabaráttu horfið. Húseignir almennings verðfallið. Traust glatast. Svo segja menn að þjóðin hafi grætt á því!
Aðrir vinir hrunkrónunnar halda því fram, að íslenska krónan sé svo „þjóðleg". Ég sé ekki hvað er þjóðlegt við það að hanga á gjaldmiðli, sem alltaf er á hausnum. Vel má vera, að útlendingar, sem töpuðu meira en sjö þúsund milljónum króna á því að lána Íslendingum peninga, telji að þar hæfi skel kjafti þegar þjóð, sem illa er treystandi noti gjaldmiðil, sem ekki er treystandi – en að það eigi að vera þjóðlegt get ég ekki skilið. Er samhengið þar?
Svo hangið sé áfram á hinum þjóðlegu nótum þá kennir Íslandssagan okkur að þjóðin hefur átt miklu habílli gjaldmiðla í sögu sinni en íslensku krónuna. Þeir, sem þjóðlegheitanna vegna vilja taka upp nýjan og stöðugri gjaldmiðil en hrunkrónuna og umfram allt vilja ekki samsama okkur Íslendinga við þá heimsálfu, Evrópu, sem Drottinn kaus okkur sem íverustað, ættu að leita þjóðlegra lausna í sögunni. Þar eru a.m.k. þrjú fordæmi um gjaldmiðil, sem var stöðugri en krónan.
1. Mörk silfurs. Sá var gjaldmiðillinn í árdaga íslenskrar sögu. Sú mynt var hins vegar vegin en ekki slegin og sá ljóður var á, að svindlarar þjóðveldistímans, sem nú heita víst útrásarvíkingar, komust fljótt að raun um að hafa mátti fé af almenningi bæði með því að svindla á vog og silfri. Gullaldaríslendingar gáfu því þennan gjaldmiðil frá sér – enda ekki eins umburðarlyndir með ónýtum gjaldmiðli og afkomendurnir.
2. Alin vaðmáls. Sá gjaldmiðill stóð lengi fyrir sínu sbr. „Sögu Íslendinga" eftir Jón Jóhannesson. Erfiðleikarnir í dag yrðu hins vegar þeir, að eftir lokun ullarfabrikka SÍS á Akureyri og Álafossverksmiðjanna er vaðmál nánast ekki lengur framleitt á Íslandi og því hætt við að lausafjárskortur yrði meðal þjóðarinnar ef þessi gjaldmiðill yrði nú endurupptekinn.
3. Kúgildi tók svo síðar við sem verðgildisviðmið og grundvöllur viðskipta og eignamats á Íslandi. Sá gjaldmiðill var miklu stöðugri en íslenska krónan – enda kýr tregar í taumi. Að byggja nýjan gjaldmiðil á Íslandi á kúgildinu er því ekki aðeins traustleikamerki heldur umfram allt einkar þjóðlegt. Hvað er þjóðlegra en það að nota íslensku kúna, sem er af mjög sérstöku kúakyni sem hvergi finnst annars staðar og framleiðir auk þess mjólk sem talin er vera sú hollasta í heimi og þó víðar væri leitað – að nota þessa dýrðarskepnu sem undirstöðu nýs gjaldmiðils, kúgildisins?
Myntfóturinn gæti sem hæglegast verið afurðamikil kýr í Árnessýslu, sveitinni hans Guðna míns Ágústssonar. Á bakhlið kúgildismyntarinnar færi vel að hafa mynd af rjómabúinu á Baugsstöðum og á framhliðinni portrett af Guttormi sálaða, húsdýragarðsnauti, en Guttormur sá mun vera einna frægastur nautpenings á Íslandi frá landnámi næstur á eftir Þorgeirsbola. Í stað þess að menn hneykslist svo yfir því að útrásarvíkingar skuli nota gullsand sem útálát með sósunni í London, París eða Róm geta blöðin slegið því upp að þeir hafi étið kúgildi á mann í London, París eða Róm. „Blessaaaðir mennirnir", mundi Guðni þá segja.
Þetta ættu þjóðhollir menn að skoða vandlega. Svo leitað sé í nýyrðasafn Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, þá ætti forystan þar að „stinga höfðinu í steininn" og efna til ráðstefnu sem gæti heitið: „KRÓNAN EÐA KÚGILDIÐ". Ekki þyrfti þá að leita að fyrirlesurum utan landsteinanna því í þeirri sveit er mikið til af aldeilis kýrskýru fólki.
Skoðun

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar