

Bág kjör
Nýlegt dæmi er um krabbameinssjúkling sem átti 15.000 kr. til að lifa af eftir greiðslu húsaleigu og hafði ekkert handbært fé til matarkaupa né krabbameinslyfja. Íslendingar eru örlát þjóð og við látum ekki fólk sitja óbætt hjá garði og eigum skilyrðislaust að rétta fram hjálparhönd og meðal annars leggja niður komugjöld á dagdeild LHS fyrir þá sem eru í krabbameinsmeðferð. Er réttlætanlegt að skafa skinnið af þessum sjúklingum og láta sem svo að þetta verði kannski lagfært í gegnum skattkerfið?
Hvað með eldri borgara sem hafa fengið skerðingu á sínum tekjum sem duga ekki fyrir nauðþurftum en einhverjir hundraðkallar eru skildir eftir í formi vasapeninga? Þvílík niðurlæging á ævikvöldi þeirra eftir að hafa staðið undir framþróun landsins alla sína ævi uns halla fór undan fæti og þeir réttu fram hönd sér til aðstoðar.
Ef þessi gamalmenni eiga einhverjar eignir, sparifé eða fasteign skal það greiða yfir 230.000 á mánuði með sér fái það vistun á hjúkrunarheimili og skyldi það ákvarða flýtimeðferð inn á móti öðrum sem á ekkert og þarf ekkert að greiða fyrir sömu þjónustu? Hvar er jafnræðið og réttlætið í þessu landi?
Nú heyrast raddir að handbremsa sé sett á þá vistun sjúklinga sem þurfa að fá S-merkt lyf sem eru rándýr og stofnanir geta ekki veitt þessum aðilum vegna daggjalda sem ekki gera ráð fyrir slíkum útgjöldum.
Hvað með Framkvæmdasjóð aldraðra? Hvert rennur það fé? Varla í uppbyggingu heimila fyrir okkur þegar tíminn er kominn þótt skatturinn rukki grimmt inn gjöld pr. ár í þennan sjóð.
Þá skulum við skoða heimilin í landinu og þá þróun sem hefur átt sér stað í átt til örbirgðar og mér er bara um megn að hugsa til þess að heimili 200 fjölskyldna verði boðin upp á þessu ári og fólkið sett út á gaddinn þar sem tekjur þess duga ekki fyrir húsaleigu.
Rödd konunnar sem viðtal var við, vel menntuð en atvinnulaus, alltaf staðið í skilum með greiðslur og þá kom hrunið sem kippti grundvellinum undan fjölskyldu hennar sem býr í gamalli íbúð án íburðar svo ekki var bruðlað á þeim bæ. Umboðsmaður skuldara vísaði máli hennar á dyr eins og mörgum öðrum en mál hennar tók tvö ár í vinnslu og síðan: Nei, því miður. Þú getur ekki greitt húsaleigu.
Hvers vegna og til hvers var þetta dýra embætti stofnað? Jú, þeir áttu að semja um niðurfellingu skulda að 110% markinu. Embættið var sett á laggirnar með miklum lúðraþyt sem bjargvættur.
Því miður hefur annað komið á daginn og sýnist mér að hér hafi verið stofnað embætti til að fletta skjölum og færa á milli borða eins og Spaugstofumenn lýsa á sannfærandi hátt. Koma af stað áskrift á vanskilalista ákveðinna fyrirtækja og auka enn á áþján viðkomandi fjölskyldna.
Skyldu þeir aðilar sem hafa fengið háar fjárhæðir afskrifaðar hafa lent á slíkum vanskilalistum? Jú, tveir aðilar svo vitað sé lýstir gjaldþrota en líf þeirra hefur ekkert lækkað við það og árið er enn 2008 á þeim heimilum
Ég vil hvetja þá sem eru með sár í sálinni, börn sem fullorðna að koma í Bústaðakirkju 2. apríl kl. 20.00, setjast þar niður í kyrrð og ró og njóta þess að hlusta óáreitt.
Skoðun

Lífið sem var – á Gaza
Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar

Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar

Tilskipanafyllerí Trumps
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Öfgar á Íslandi
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Borg þarf breidd, land þarf lausnir
Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar

Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum
Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar

Rjúfum þögnina og tölum um dauðann
Ingrid Kuhlman skrifar

Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Verndum vörumerki í tónlist
Eiríkur Sigurðsson skrifar

Hann valdi sér nafnið Leó
Bjarni Karlsson skrifar

Misskilin sjálfsmynd
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hvenær er nóg nóg?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Byggðalína eða Borgarlína
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Úlfar sem forðast sól!
Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar

Aldrei aftur
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Tala ekki um lokamarkmiðið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf
Einar G. Harðarson skrifar

Þétting í þágu hverra?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu
Þórður Snær Júlíusson skrifar

POTS er ekki tískubylgja
Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar

Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024
Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Ægir Örn Arnarson skrifar

Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið
Arnar Þór Jónsson skrifar

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu
Clara Ganslandt skrifar

Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig!
Magnús Guðmundsson skrifar

Vetrarvirkjanir
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði
Jón Steindór Valdimarsson skrifar