Glæpasagnadrottning gefur ráð í þáttum Gulla Helga Tinna Rós skrifar 4. apríl 2012 15:30 Yrsa segist geta talað frá faglegu og persónulegu sjónarhorni þar sem hún hafi staðið í miklum framkvæmdum í gegnum tíðina sjálf. Vísir/Vilhelm „Ég er svo glöð að einhver á Íslandi sé að búa til sjónvarpsefni um framkvæmdir að það var auðsótt mál að fá mig til að taka þátt," segir Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, sem verður ráðgjafi í nýrri þáttaröð af byggingarþáttum fjölmiðlamannsins og smiðsins Gunnlaugs Helgasonar, Gulli byggir. Yrsa er einn ástkærasti rithöfundur þjóðarinnar og einn besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda að mati breska blaðsins The Times. Hún hefur vakið athygli um allan heim fyrir ritsnilli sína og bækur hennar hafa verið gefnar út á fjölda tungumála. Síðasta bók hennar, Brakið, kom út í lok síðasta árs og varð mest selda bók ársins 2011 á Íslandi. Margir þekkja Yrsu aðeins sem rithöfund svo það verður áhugavert að sjá hana í nýju hlutverki í þáttunum, sem hefja göngu sína á RÚV í vor. Þar mun hún svara spurningum og leiðbeina áhorfendum um hluti sem snúa að verkfræðinni. „Ég kem aðallega til með að ráðleggja fólki með undirbúning og slíkt. Ég get bæði talað frá faglegu sjónarhorni og persónulegu, en ég hef staðið í alls kyns framkvæmdum sjálf í gegnum tíðina," segir Yrsa. „Ég vona bara að mitt innlegg í þættina verði öðrum til gagns og að þeir sem séu að fara út í framkvæmdir hlusti á ráðleggingar. Ég veit að ég hlusta sjaldnast á eigin ráð, svo ég veit hvað ég er að tala um þegar ég segi að það sé mikilvægt," bætir hún við hlæjandi. Yrsa starfar sem verkfræðingur og aðspurð segir hún það ganga vel að samræma vinnuna og skrifin. „Þetta er reyndar búið að vera erfitt að undanförnu þar sem ég er búin að vera svo mikið á ferðinni, en það stendur til bóta með hækkandi sól," segir hún. Hinir fjölmörgu aðdáendur hennar gleðjast svo eflaust yfir þeim fréttum að hún er nú að vinna í nýrri bók þessa dagana sem kemur út um næstu jól, gangi allt að óskum. Gulli byggir Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Ég er svo glöð að einhver á Íslandi sé að búa til sjónvarpsefni um framkvæmdir að það var auðsótt mál að fá mig til að taka þátt," segir Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, sem verður ráðgjafi í nýrri þáttaröð af byggingarþáttum fjölmiðlamannsins og smiðsins Gunnlaugs Helgasonar, Gulli byggir. Yrsa er einn ástkærasti rithöfundur þjóðarinnar og einn besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda að mati breska blaðsins The Times. Hún hefur vakið athygli um allan heim fyrir ritsnilli sína og bækur hennar hafa verið gefnar út á fjölda tungumála. Síðasta bók hennar, Brakið, kom út í lok síðasta árs og varð mest selda bók ársins 2011 á Íslandi. Margir þekkja Yrsu aðeins sem rithöfund svo það verður áhugavert að sjá hana í nýju hlutverki í þáttunum, sem hefja göngu sína á RÚV í vor. Þar mun hún svara spurningum og leiðbeina áhorfendum um hluti sem snúa að verkfræðinni. „Ég kem aðallega til með að ráðleggja fólki með undirbúning og slíkt. Ég get bæði talað frá faglegu sjónarhorni og persónulegu, en ég hef staðið í alls kyns framkvæmdum sjálf í gegnum tíðina," segir Yrsa. „Ég vona bara að mitt innlegg í þættina verði öðrum til gagns og að þeir sem séu að fara út í framkvæmdir hlusti á ráðleggingar. Ég veit að ég hlusta sjaldnast á eigin ráð, svo ég veit hvað ég er að tala um þegar ég segi að það sé mikilvægt," bætir hún við hlæjandi. Yrsa starfar sem verkfræðingur og aðspurð segir hún það ganga vel að samræma vinnuna og skrifin. „Þetta er reyndar búið að vera erfitt að undanförnu þar sem ég er búin að vera svo mikið á ferðinni, en það stendur til bóta með hækkandi sól," segir hún. Hinir fjölmörgu aðdáendur hennar gleðjast svo eflaust yfir þeim fréttum að hún er nú að vinna í nýrri bók þessa dagana sem kemur út um næstu jól, gangi allt að óskum.
Gulli byggir Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið