Lokun Laugavegar, loftlagsbreytingar og lifandi miðbær 20. apríl 2012 09:30 Björn Jón Bragason, talsmaður hóps kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, ritaði grein í Fréttablaðið þann 28. mars síðastliðinn sem bar yfirskriftina Aðför borgaryfirvalda að Laugaveginum. Í greininni voru reifuð ýmis málefni sem beinast að fyrirhugaðri sumarlokun borgaryfirvalda á Laugaveginum fyrir bílaumferð. Meðal annars gagnrýnir Björn hækkun bílastæðagjalda í miðborginni og bendir á umræðu sem fram hefur farið í Bretlandi um að lækka bílastæðagjöld og fella niður gjaldskyldu við aðalverslunargötur landsins. Engin borgarheiti eru þó nefnd í því samhengi og leikur þeim er hér heldur á penna mikil forvitni á að vita hvaða framsýnu yfirvöld í Bretlandi hyggjast stuðla að aukinni umferð þar í landi. Björn leggur til að borgaryfirvöld í Reykjavík fylgi fordæmi ónefndra Breta og liðki fyrir akandi umferð í borginni með það að markmiði að tryggja lífsviðurværi hagsmunaaðila við Laugaveg. Nú er það hvorki tilgangur þessarar greinar að stofna til ritdeilna við Björn um réttmæti þess sem hann hefur fram að færa né að gera lítið úr fjárhagsáhyggjum kaupmanna sem byggja lífsviðurværi sitt á verslun við Laugaveg. Hins vegar er það svo að umræðan um tímabundna lokun hluta Laugavegar líður að mörgu leyti fyrir þá staðreynd að rannsóknir á áhrifum lokunarinnar skortir. Íbúasamtök fagna lokuninni á meðan hluti verslunareiganda mótmælir henni harðlega. Borgaryfirvöld nefna að heildarvelta og fjöldi gesta í miðbænum hafi aukist á árinu 2011 frá árinu 2010 en verslunarmenn halda hinu gagnstæða fram. Allt eru þetta góð og gild rök sem eiga þó það sameiginlegt að engar haldbærar sönnur liggja að baki þeim sem hægt er að rekja eingöngu til lokunarinnar. Hins vegar liggja haldbærar sannanir að baki mörgum þeim stefnum sem borgaryfirvöld vítt og breitt um heiminn tileinka sér í síauknum mæli. Mikil fólksfjölgun í stórborgum heimsins hefur haft í för með sér gríðarlegar afleiðingar, ekki síst hvað varðar umhverfismál. Umferðaröngþveiti einkennir flestar borgir heims, stórar sem smáar, og það er staðreynd að mengun af völdum bílaumferðar er stór þáttur í þeim loftlagsbreytingum sem herja á heimsbyggðina. Nútímamaðurinn reiðir sig um of á bílinn sem fararskjóta og afleiðingarnar eru óafturkræfar í umhverfislegum skilningi. Nú kunna einhverjir að spyrja hver tengslin milli loftlagsmála og lokunar Laugavegsins fyrir bílaumferð kunni að vera. Rannsóknir hafa sýnt fram á óumdeilanleg tengsl milli bílastæðaframboðs, bílastæðagjalda og bílaumferðar. Því fleiri og ódýrari bílastæði sem bjóðast þeim mun meiri verður umferðin með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og umhverfið í heild. Kostnaður við stóraukna umferð síðustu áratuga er ekki síst falinn í því verðmæta landsvæði sem bílastæði leggja undir sig, sem og öðrum þáttum sem erfitt er að meta að fullnustu til fjár. Sú gjaldskylduhækkun sem nú er fyrirhuguð í miðborginni slagar ekki upp í brot af þeim kostnaði sem bílastæðaframboð veldur í raun og veru, hvort sem kaupmönnum, íbúum og gestum miðbæjarins líkar betur eða verr. Stærsti hluti kostnaðarins fellur óhjákvæmlega á skattgreiðendur alla, hvort sem þeir eiga bíl eður ei. Réttast væri að bílastæðagjöld tækju enn frekar mið af verðmæti þess landsvæðis sem þau eru á og að öll bílastæði í opinberri eigu væru gjaldskyld, hvar á landi sem þau eru. Staðreyndin er einfaldlega sú að þrátt fyrir að einkabíllinn sé góðra gjalda verður fyrir margar sakir þá er það ekki svo að það sé stjórnarskrárbundinn réttur bíleigenda að komast allra sinna leiða á ökutækjum sínum. Þeim mun síður er það hlutverk borgaryfirvalda að niðurgreiða þann stórfellda kostnað sem bílastæði skapa fyrir samfélagið enn frekar en nú er gert. Borgaryfirvöldum ber skylda til að stuðla að sjálfbærri þróun borgarinnar og stór liður í því verkefni er að draga úr mengandi bílaumferð, ekki síst með því að draga úr framboði á bílastæðum eða í það minnsta koma á gjaldskyldu í samræmi við þann beina og óbeina kostnað sem af þeim hlýst. Tímabundin lokun Laugavegar fyrir bílaumferð er ekki einungis liður í því verkefni heldur einnig táknræn ákvörðun í ljósi þeirrar óumflýjanlegu staðreyndar að einkabíllinn, eins og við þekkjum hann, er hnignandi samgönguform. Að endingu er rétt að taka fram að það er einlæg trú og von þess sem að hér ritar að þrátt fyrir meintar aðfarir borgaryfirvalda að Laugaveginum muni tíminn leiða í ljós að verslun á Laugavegi muni fyrst blómstra án bílaumferðar. Blómlegt mannlíf leiðir til lifandi miðbæjar, öllum til bóta, bæði kaupmönnum og öðrum borgarbúum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Björn Jón Bragason, talsmaður hóps kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, ritaði grein í Fréttablaðið þann 28. mars síðastliðinn sem bar yfirskriftina Aðför borgaryfirvalda að Laugaveginum. Í greininni voru reifuð ýmis málefni sem beinast að fyrirhugaðri sumarlokun borgaryfirvalda á Laugaveginum fyrir bílaumferð. Meðal annars gagnrýnir Björn hækkun bílastæðagjalda í miðborginni og bendir á umræðu sem fram hefur farið í Bretlandi um að lækka bílastæðagjöld og fella niður gjaldskyldu við aðalverslunargötur landsins. Engin borgarheiti eru þó nefnd í því samhengi og leikur þeim er hér heldur á penna mikil forvitni á að vita hvaða framsýnu yfirvöld í Bretlandi hyggjast stuðla að aukinni umferð þar í landi. Björn leggur til að borgaryfirvöld í Reykjavík fylgi fordæmi ónefndra Breta og liðki fyrir akandi umferð í borginni með það að markmiði að tryggja lífsviðurværi hagsmunaaðila við Laugaveg. Nú er það hvorki tilgangur þessarar greinar að stofna til ritdeilna við Björn um réttmæti þess sem hann hefur fram að færa né að gera lítið úr fjárhagsáhyggjum kaupmanna sem byggja lífsviðurværi sitt á verslun við Laugaveg. Hins vegar er það svo að umræðan um tímabundna lokun hluta Laugavegar líður að mörgu leyti fyrir þá staðreynd að rannsóknir á áhrifum lokunarinnar skortir. Íbúasamtök fagna lokuninni á meðan hluti verslunareiganda mótmælir henni harðlega. Borgaryfirvöld nefna að heildarvelta og fjöldi gesta í miðbænum hafi aukist á árinu 2011 frá árinu 2010 en verslunarmenn halda hinu gagnstæða fram. Allt eru þetta góð og gild rök sem eiga þó það sameiginlegt að engar haldbærar sönnur liggja að baki þeim sem hægt er að rekja eingöngu til lokunarinnar. Hins vegar liggja haldbærar sannanir að baki mörgum þeim stefnum sem borgaryfirvöld vítt og breitt um heiminn tileinka sér í síauknum mæli. Mikil fólksfjölgun í stórborgum heimsins hefur haft í för með sér gríðarlegar afleiðingar, ekki síst hvað varðar umhverfismál. Umferðaröngþveiti einkennir flestar borgir heims, stórar sem smáar, og það er staðreynd að mengun af völdum bílaumferðar er stór þáttur í þeim loftlagsbreytingum sem herja á heimsbyggðina. Nútímamaðurinn reiðir sig um of á bílinn sem fararskjóta og afleiðingarnar eru óafturkræfar í umhverfislegum skilningi. Nú kunna einhverjir að spyrja hver tengslin milli loftlagsmála og lokunar Laugavegsins fyrir bílaumferð kunni að vera. Rannsóknir hafa sýnt fram á óumdeilanleg tengsl milli bílastæðaframboðs, bílastæðagjalda og bílaumferðar. Því fleiri og ódýrari bílastæði sem bjóðast þeim mun meiri verður umferðin með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og umhverfið í heild. Kostnaður við stóraukna umferð síðustu áratuga er ekki síst falinn í því verðmæta landsvæði sem bílastæði leggja undir sig, sem og öðrum þáttum sem erfitt er að meta að fullnustu til fjár. Sú gjaldskylduhækkun sem nú er fyrirhuguð í miðborginni slagar ekki upp í brot af þeim kostnaði sem bílastæðaframboð veldur í raun og veru, hvort sem kaupmönnum, íbúum og gestum miðbæjarins líkar betur eða verr. Stærsti hluti kostnaðarins fellur óhjákvæmlega á skattgreiðendur alla, hvort sem þeir eiga bíl eður ei. Réttast væri að bílastæðagjöld tækju enn frekar mið af verðmæti þess landsvæðis sem þau eru á og að öll bílastæði í opinberri eigu væru gjaldskyld, hvar á landi sem þau eru. Staðreyndin er einfaldlega sú að þrátt fyrir að einkabíllinn sé góðra gjalda verður fyrir margar sakir þá er það ekki svo að það sé stjórnarskrárbundinn réttur bíleigenda að komast allra sinna leiða á ökutækjum sínum. Þeim mun síður er það hlutverk borgaryfirvalda að niðurgreiða þann stórfellda kostnað sem bílastæði skapa fyrir samfélagið enn frekar en nú er gert. Borgaryfirvöldum ber skylda til að stuðla að sjálfbærri þróun borgarinnar og stór liður í því verkefni er að draga úr mengandi bílaumferð, ekki síst með því að draga úr framboði á bílastæðum eða í það minnsta koma á gjaldskyldu í samræmi við þann beina og óbeina kostnað sem af þeim hlýst. Tímabundin lokun Laugavegar fyrir bílaumferð er ekki einungis liður í því verkefni heldur einnig táknræn ákvörðun í ljósi þeirrar óumflýjanlegu staðreyndar að einkabíllinn, eins og við þekkjum hann, er hnignandi samgönguform. Að endingu er rétt að taka fram að það er einlæg trú og von þess sem að hér ritar að þrátt fyrir meintar aðfarir borgaryfirvalda að Laugaveginum muni tíminn leiða í ljós að verslun á Laugavegi muni fyrst blómstra án bílaumferðar. Blómlegt mannlíf leiðir til lifandi miðbæjar, öllum til bóta, bæði kaupmönnum og öðrum borgarbúum.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun