Bráðnauðsynlegt: Jafnræði í sjávarútvegi Mörður Árnason skrifar 26. apríl 2012 06:00 Við Valgerður Bjarnadóttir höfum á Alþingi lagt fram breytingartillögu sem ætlað er að tryggja jafnræði og afnema í áföngum forræði tiltekinna útgerðarmanna á veiðiheimildum. Við gerum ráð fyrir tuttugu ára aðlögunartíma þar sem útgerðir fái í sinn hlut verulegan hluta af andvirði þeirra heimilda sem þær láta af hendi en borga veiðigjald af öllum heimildum. Að loknum þessum tíma ræðst arður almennings af auðlindinni af viðskiptum á virkum markaði þar sem þó er hægt að taka tillit til byggðahagsmuna. Við teljum tillögu okkar mikilvæga viðbót við stjórnarfrumvörpin um fiskveiðistjórnun, sem við styðjum í megindráttum. Í þessum frumvörpum felast mikilvæg framfaraskref. Mestu skiptir að þar er kveðið afdráttarlaust á um að þjóðin eigi sjávarauðlindina í sameiningu, og að fyrir afnot þeirra skuli koma fullt gjald. JafnræðiHelsti galli þeirra er sá að þar virðist staðfest að þeir sem nú hafa undir höndum heimild til nýtingar aflahlutdeildar geta búið áfram að sífelldum forgangi til nýtingar. Ákvæði um leigupott og strandveiðar virðast ekki hnekkja þessum forgangi enda enginn hvati byggður inn í frumvarpið til að útgerðarmenn sem fá sjálfkrafa nýtingarleyfi til tuttugu ára með framlengingarrétti færi sig yfir í leigupott með uppboðsfyrirkomulagi. Jafnræði til að sækja sjó er því ekki tryggt með frumvarpinu um fiskveiðistjórn, og óvíst að það standist skoðun Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á grundvelli hins fræga álits hennar frá 24. október 2007. Tilgangur breytingartillagnanna er að koma á jafnræði útgerðarfyrirtækja til aðgangs að langtímaveiðirétti og skapa sjávarútveginum þjálar starfsaðstæður og leikreglur sem haldast í grunninn samar að 20 árum liðnum. Tuttugu ára aðlögunÍ þessu skyni er gert ráð fyrir að gefin verði út nýtingarleyfi til einstakra útgerða á grundvelli þeirra aflahlutdeilda sem þær hafa nú. Leyfin verði afmörkuð í 20 hluti og verði stysta leyfið til eins árs en það lengsta til 20 ára. Ári eftir gildistöku kerfisins koma því fyrstu leyfin til endurráðstöfunar og stöðugt og jafnt eftir. Ný nýtingarleyfi í stað þeirra útrunnu verða afmörkuð og boðin til leigu á kvótaþingi til 20 ára. Til að veita eðlilegan aðlögunartíma að breytingum er reiknað með ívilnun til útgerða þeirra skipa sem í upphafi fá leyfi til að nýta aflahlutdeild. Þessi skip skulu fá 90% af því endurgjaldi sem fæst fyrir þau leyfi sem leigð verða út í staðinn á kvótaþingi. Afraksturinn rennur til þjóðarinnar með sölu heimilda á kvótaþingi, þar sem hægt er að taka ákveðið tillit til byggðahagsmuna. Þar til þetta kerfi er að fullu komið á þarf þó að notast við veiðigjald til að tryggja eigandanum eðlilega rentu af auðlindinni. Með þeirri leið sem hér er lýst yrði öllum langtímaveiðirétti komið fyrir í nýtingarleyfum sem endurúthlutað er með stöðugu framboði á kvótaþingi. Framtíðarfyrirkomulagið færi strax að virka. Það tryggði jafnræði í greininni og eðlilega verðmyndun á nýtingarleyfunum. Þessar tillögur, sem byggjast á hugmyndum Jóhanns Ársælssonar, fyrrverandi alþingismanns, opna nýliðum leið inn í greinina og tryggja fullt jafnræði við úthlutun nýtingarsamninga að loknum 20 ára aðlögunartíma. Með breytingartillögunum eru skilyrðin í áliti Mannréttindanefndar SÞ uppfyllt með sanngirni og undir merkjum meðalhófs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Við Valgerður Bjarnadóttir höfum á Alþingi lagt fram breytingartillögu sem ætlað er að tryggja jafnræði og afnema í áföngum forræði tiltekinna útgerðarmanna á veiðiheimildum. Við gerum ráð fyrir tuttugu ára aðlögunartíma þar sem útgerðir fái í sinn hlut verulegan hluta af andvirði þeirra heimilda sem þær láta af hendi en borga veiðigjald af öllum heimildum. Að loknum þessum tíma ræðst arður almennings af auðlindinni af viðskiptum á virkum markaði þar sem þó er hægt að taka tillit til byggðahagsmuna. Við teljum tillögu okkar mikilvæga viðbót við stjórnarfrumvörpin um fiskveiðistjórnun, sem við styðjum í megindráttum. Í þessum frumvörpum felast mikilvæg framfaraskref. Mestu skiptir að þar er kveðið afdráttarlaust á um að þjóðin eigi sjávarauðlindina í sameiningu, og að fyrir afnot þeirra skuli koma fullt gjald. JafnræðiHelsti galli þeirra er sá að þar virðist staðfest að þeir sem nú hafa undir höndum heimild til nýtingar aflahlutdeildar geta búið áfram að sífelldum forgangi til nýtingar. Ákvæði um leigupott og strandveiðar virðast ekki hnekkja þessum forgangi enda enginn hvati byggður inn í frumvarpið til að útgerðarmenn sem fá sjálfkrafa nýtingarleyfi til tuttugu ára með framlengingarrétti færi sig yfir í leigupott með uppboðsfyrirkomulagi. Jafnræði til að sækja sjó er því ekki tryggt með frumvarpinu um fiskveiðistjórn, og óvíst að það standist skoðun Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á grundvelli hins fræga álits hennar frá 24. október 2007. Tilgangur breytingartillagnanna er að koma á jafnræði útgerðarfyrirtækja til aðgangs að langtímaveiðirétti og skapa sjávarútveginum þjálar starfsaðstæður og leikreglur sem haldast í grunninn samar að 20 árum liðnum. Tuttugu ára aðlögunÍ þessu skyni er gert ráð fyrir að gefin verði út nýtingarleyfi til einstakra útgerða á grundvelli þeirra aflahlutdeilda sem þær hafa nú. Leyfin verði afmörkuð í 20 hluti og verði stysta leyfið til eins árs en það lengsta til 20 ára. Ári eftir gildistöku kerfisins koma því fyrstu leyfin til endurráðstöfunar og stöðugt og jafnt eftir. Ný nýtingarleyfi í stað þeirra útrunnu verða afmörkuð og boðin til leigu á kvótaþingi til 20 ára. Til að veita eðlilegan aðlögunartíma að breytingum er reiknað með ívilnun til útgerða þeirra skipa sem í upphafi fá leyfi til að nýta aflahlutdeild. Þessi skip skulu fá 90% af því endurgjaldi sem fæst fyrir þau leyfi sem leigð verða út í staðinn á kvótaþingi. Afraksturinn rennur til þjóðarinnar með sölu heimilda á kvótaþingi, þar sem hægt er að taka ákveðið tillit til byggðahagsmuna. Þar til þetta kerfi er að fullu komið á þarf þó að notast við veiðigjald til að tryggja eigandanum eðlilega rentu af auðlindinni. Með þeirri leið sem hér er lýst yrði öllum langtímaveiðirétti komið fyrir í nýtingarleyfum sem endurúthlutað er með stöðugu framboði á kvótaþingi. Framtíðarfyrirkomulagið færi strax að virka. Það tryggði jafnræði í greininni og eðlilega verðmyndun á nýtingarleyfunum. Þessar tillögur, sem byggjast á hugmyndum Jóhanns Ársælssonar, fyrrverandi alþingismanns, opna nýliðum leið inn í greinina og tryggja fullt jafnræði við úthlutun nýtingarsamninga að loknum 20 ára aðlögunartíma. Með breytingartillögunum eru skilyrðin í áliti Mannréttindanefndar SÞ uppfyllt með sanngirni og undir merkjum meðalhófs.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun