1. maí 2012 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 1. maí 2012 06:00 Á undanförnum árum virðist hróður hins alþjóðlega baráttudags verkalýðsins 1. maí því miður hafa minnkað á Íslandi. Samt sem áður hafa mörg stéttarfélög þurft að grípa til mjög harðrar baráttu fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna á þessum tíma, bæði á almennum markaði og ekki síður stórar stéttir opinberra starfsmanna eins og hjúkrunarfræðingar og kennarar. En í umróti síðustu þriggja ára hefur þessi mikilvægi dagur aftur orðið Íslendingum þörf áminning um að allir eigi skilið mannsæmandi kjör fyrir vinnu sína. Niðurskurður og aukið álag á opinberum starfsmönnumÞegar rætt er um kjaramál hættir stjórnmálamönnum stundum til að telja bara krónur og aura. En kjarabarátta snýst um fleira en launaumslagið. Afleiðingarnar af niðurskurði undanfarinna ára í opinberum stofnunum, eins og heilbrigðisstofnunum og skólum, er ágætt dæmi um þetta. Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg gengið hart fram í niðurskurði í leikskólum og grunnskólum. Þetta hefur gjörbreytt vinnuumhverfi kennara og annars starfsfólks skólanna til hins verra. Glórulausar, þvingaðar sameiningar í trássi við vilja starfsfólks, nemenda og foreldra hafa svo bæst ofan á allt saman og framkoma borgaryfirvalda við leikskólakennara undanfarna mánuði hefur verið algerlega óásættanleg. Það er sjálfsögð krafa að þeir sem leggja á sig langa háskólamenntun til að mennta börnin okkar búi við mannsæmandi laun og gott starfsumhverfi. Undanfarin ár hefur starfsumhverfi kennara tekið gríðarlegum breytingum, kröfur sem gerðar eru til þeirra hafa stóraukist en vinnuaðstæður ekki þróast í takt við breytingarnar. Á sama tíma hafa skólarnir sætt mjög miklum niðurskurði. Álag á kennara og starfsfólk skólanna hefur aldrei verið meira. Á þessum vanda þarf að taka til að kennarar hafi tækifæri og aðstæður til að sinna hlutverki sínu. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur sömuleiðis haft skelfilegar afleiðingar fyrir hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og aðra sem þar starfa. Álag á þessar grunnstéttir heilbrigðisþjónustunnar, eftir margra ára viðvarandi niðurskurð og uppsagnir (sem hafa að stærstum hluta bitnað á konum), er nú orðið svo mikið að margir eru við það að gefast upp. Starfsfólk heilbrigðisstofnana hefur í raun unnið kraftaverk í því að halda uppi eðlilegri þjónustu þrátt fyrir aðstæðurnar sem því eru nú búnar. Til þess hefur þetta góða fólk tekið á sig gríðarlegt álag. En hversu lengi er hægt að búa við slíkt ástand? Staðreyndin er sú að álagið sem er á starfsfólki í skólum, á heilbrigðisstofnunum og á fleiri opinberum og almennum vinnustöðum er í mörgum tilvikum óbærilegt. Kjarabarátta dagsins í dag hlýtur að miða að því að snúa þessari óheillaþróun við. Það er hlutverk stjórnmálamanna að taka þátt í því af heilum hug. Atvinna er mikilvægasta máliðNú í lok apríl voru rúmlega tólf þúsund og þrjú hundruð manns skráðir atvinnulausir og þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um annað þá hefur atvinnulausu fólki fjölgað á síðustu mánuðum. Hér þarf tafarlausa stefnubreytingu. Það þarf að skapa jákvæða hvata, jákvætt umhverfi fyrir fyrirtækin í landinu til að vaxa og dafna. Það þarf að einfalda skattkerfið sem nú sligar lítil og meðalstór fyrirtæki, eyða óvissu um grunnatvinnugreinar þjóðarinnar og hvetja þar til uppbyggingar, koma á pólitískum stöðugleika til að innlendir og erlendir fjárfestar sjái sér hag í að leggja fé í atvinnuskapandi verkefni á Íslandi og byggja upp opinberar stofnanir í stað þess að setja þær í fjárhagslegt svelti. Allt þetta er hægt að gera hratt. Framsókn lagði í haust fram ítarlegar tillögur undir nafninu Plan B þar sem hvatt var til þess að blásið yrði til samtaka stórsóknar í atvinnumálum. Með aukinni atvinnuþátttöku mun verðmætasköpun aukast. Það mun gefa okkur tækifæri til að byggja upp í heilbrigðisstofnunum og skólum í stað þess að skera niður. Það mun líka gera okkur kleift að bæta kjör þeirra lægst launuðu og lækka skatta og álögur á efnalitlar barnafjölskyldur. Aukin verðmætasköpun er grundvöllur þess að auka lífskjör og velferð allra í samfélaginu. Til þess að það gerist þurfum við að horfa samtaka fram á veginn. Tækifærin eru til staðar. Barátta fyrir bættum kjörum vinnandi fólks er barátta fyrir betra samfélagi. Ég óska Íslendingum gleðilegrar hátíðar á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum virðist hróður hins alþjóðlega baráttudags verkalýðsins 1. maí því miður hafa minnkað á Íslandi. Samt sem áður hafa mörg stéttarfélög þurft að grípa til mjög harðrar baráttu fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna á þessum tíma, bæði á almennum markaði og ekki síður stórar stéttir opinberra starfsmanna eins og hjúkrunarfræðingar og kennarar. En í umróti síðustu þriggja ára hefur þessi mikilvægi dagur aftur orðið Íslendingum þörf áminning um að allir eigi skilið mannsæmandi kjör fyrir vinnu sína. Niðurskurður og aukið álag á opinberum starfsmönnumÞegar rætt er um kjaramál hættir stjórnmálamönnum stundum til að telja bara krónur og aura. En kjarabarátta snýst um fleira en launaumslagið. Afleiðingarnar af niðurskurði undanfarinna ára í opinberum stofnunum, eins og heilbrigðisstofnunum og skólum, er ágætt dæmi um þetta. Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg gengið hart fram í niðurskurði í leikskólum og grunnskólum. Þetta hefur gjörbreytt vinnuumhverfi kennara og annars starfsfólks skólanna til hins verra. Glórulausar, þvingaðar sameiningar í trássi við vilja starfsfólks, nemenda og foreldra hafa svo bæst ofan á allt saman og framkoma borgaryfirvalda við leikskólakennara undanfarna mánuði hefur verið algerlega óásættanleg. Það er sjálfsögð krafa að þeir sem leggja á sig langa háskólamenntun til að mennta börnin okkar búi við mannsæmandi laun og gott starfsumhverfi. Undanfarin ár hefur starfsumhverfi kennara tekið gríðarlegum breytingum, kröfur sem gerðar eru til þeirra hafa stóraukist en vinnuaðstæður ekki þróast í takt við breytingarnar. Á sama tíma hafa skólarnir sætt mjög miklum niðurskurði. Álag á kennara og starfsfólk skólanna hefur aldrei verið meira. Á þessum vanda þarf að taka til að kennarar hafi tækifæri og aðstæður til að sinna hlutverki sínu. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur sömuleiðis haft skelfilegar afleiðingar fyrir hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og aðra sem þar starfa. Álag á þessar grunnstéttir heilbrigðisþjónustunnar, eftir margra ára viðvarandi niðurskurð og uppsagnir (sem hafa að stærstum hluta bitnað á konum), er nú orðið svo mikið að margir eru við það að gefast upp. Starfsfólk heilbrigðisstofnana hefur í raun unnið kraftaverk í því að halda uppi eðlilegri þjónustu þrátt fyrir aðstæðurnar sem því eru nú búnar. Til þess hefur þetta góða fólk tekið á sig gríðarlegt álag. En hversu lengi er hægt að búa við slíkt ástand? Staðreyndin er sú að álagið sem er á starfsfólki í skólum, á heilbrigðisstofnunum og á fleiri opinberum og almennum vinnustöðum er í mörgum tilvikum óbærilegt. Kjarabarátta dagsins í dag hlýtur að miða að því að snúa þessari óheillaþróun við. Það er hlutverk stjórnmálamanna að taka þátt í því af heilum hug. Atvinna er mikilvægasta máliðNú í lok apríl voru rúmlega tólf þúsund og þrjú hundruð manns skráðir atvinnulausir og þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um annað þá hefur atvinnulausu fólki fjölgað á síðustu mánuðum. Hér þarf tafarlausa stefnubreytingu. Það þarf að skapa jákvæða hvata, jákvætt umhverfi fyrir fyrirtækin í landinu til að vaxa og dafna. Það þarf að einfalda skattkerfið sem nú sligar lítil og meðalstór fyrirtæki, eyða óvissu um grunnatvinnugreinar þjóðarinnar og hvetja þar til uppbyggingar, koma á pólitískum stöðugleika til að innlendir og erlendir fjárfestar sjái sér hag í að leggja fé í atvinnuskapandi verkefni á Íslandi og byggja upp opinberar stofnanir í stað þess að setja þær í fjárhagslegt svelti. Allt þetta er hægt að gera hratt. Framsókn lagði í haust fram ítarlegar tillögur undir nafninu Plan B þar sem hvatt var til þess að blásið yrði til samtaka stórsóknar í atvinnumálum. Með aukinni atvinnuþátttöku mun verðmætasköpun aukast. Það mun gefa okkur tækifæri til að byggja upp í heilbrigðisstofnunum og skólum í stað þess að skera niður. Það mun líka gera okkur kleift að bæta kjör þeirra lægst launuðu og lækka skatta og álögur á efnalitlar barnafjölskyldur. Aukin verðmætasköpun er grundvöllur þess að auka lífskjör og velferð allra í samfélaginu. Til þess að það gerist þurfum við að horfa samtaka fram á veginn. Tækifærin eru til staðar. Barátta fyrir bættum kjörum vinnandi fólks er barátta fyrir betra samfélagi. Ég óska Íslendingum gleðilegrar hátíðar á baráttudegi verkalýðsins 1. maí.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun