Jakob Frímann Magnússon hefur verið endurkjörinn formaður Félags tónskálda og textahöfunda, FTT, til næstu tveggja ára. Þetta var ákveðið á aðalfundi félagsins sem var haldinn í Hörpu.
Sigurður Flosason var kjörinn varaformaður til tveggja ára. Sigtryggur Baldursson, sem nýlega tók við starfi framkvæmdastjóra Útóns, lét af stjórnarstörfum og í stað hans kom Margrét Kristín Sigurðardóttir, eða Fabúla. Aðrir í stjórninni eru Samúel Jón Samúelsson, Helgi Björnsson og Hafdís Huld Þrastardóttir.
