Björt framtíð Snæfríður Baldvinsdóttir skrifar 16. maí 2012 06:00 Öfugt við væntingar hafa mörg okkar, sem sóttum málþing á vegum Háskólans á Bifröst og Neytendasamtakanna þann 13. apríl s.l. um framtíð landbúnaðar í breyttum heimi, farið af ráðstefnunni bjartsýnni á framtíðina en við vorum fyrir. Öfugt við væntingar, segi ég – og vísa þá til þess bölmóðs, sem þjakar alla umræðu um stöðu og framtíð íslensks landbúnaðar. Það er ekki síst fyrir atbeina bændaforystunnar sjálfrar, sem elur á því sí og æ, að bændur séu í útrýmingarhættu – hvorki meira né minna – ef hróflað verði við óbreyttu kerfi. Kannski er svo komið, að hagsmunir bænda og bændaforystunnar fari ekki lengur saman? Breytingar eru bæði fyrirsjáanlegar og að hluta óhjákvæmilegar. Fulltrúi finnsku bændasamtakanna gerði því efni góð skil á málþinginu. En breytingar boða ekki bara hættur heldur líka ný sóknarfæri. Bölmóðurinn er til þess eins fallinn að birgja mönnum sýn á tækifærin. Ósjálfbært kerfiÓbreytt ástand er að vísu ekki gott. Núverandi landbúnaðarkerfi er ekki sjálfbært og fær því ekki staðist til frambúðar. Um það var ekki ágreiningur á málþinginu. Í þessu felst, að aðföng landbúnaðarins (stórvirkar vélar, innflutt orka, tilbúinn áburður, fóðurbætir o.s.frv.), að viðbættum styrkjum og niðurgreiðslum frá skattgreiðendum, eru dýrari en verðmæti afurðanna. Niðurstaðan er sú, að nettóframlag landbúnaðarins til þjóðarframleiðslunnar er neikvætt. Að óbreyttu á þetta ástand aðeins eftir að versna, því að verð aðfanga mun fyrirsjáanlega fara ört hækkandi í framtíðinni. Það framkallar kröfur um hærri styrki og meiri niðurgreiðslur til að viðhalda óbreyttu kerfi. Við þessi skilyrði er um tómt mál að tala, að óbreytt kerfi geti tryggt þjóðinni „fæðuöryggi". Við þetta bætist, að afkoma stórs hluta bændastéttarinnar er langt undir fátæktarmörkum. Þeir bændur, sem eru betur staddir, eru í reynd hnepptir í skuldafangelsi, sem um leið torveldar nýliðun í greininni. Landbúnaðarkerfi, sem skilar þeim sem eiga afkomu sína undir því ekki meiri árangri en þetta, er ekki á vetur setjandi. Landbúnaðar- og byggðastefna, sem snýst um það að halda dauðahaldi í óbreytt kerfi og að leggjast í andóf gegn nauðsynlegum breytingum, er hvorki bændum né neytendum í hag. Hún er einfaldlega tímaskekkja. Hér þarf nýja hugsun – nýja sýn. Þarna getum við reyndar lært margt af Evrópusambandinu, eins og okkar finnski gestur á málþinginu sýndi fram á. Nýr lífsstíllHvað gefur okkur þá tilefni til bjartsýni – þrátt fyrir allt? Lítum snöggvast út fyrir túnfótinn. Það er ekki langt síðan íbúatala jarðar fór yfir 7 milljarða markið. Meira en helmingur þessa mannfjölda býr nú í borgum. A.m.k. 2 milljarðar eiga eftir að bætast í hópinn á næstu áratugum, áður en aðgerðir til að stemma stigu við stjórnlausri offjölgun fara að bera árangur. Þótt mannlegt hugvit (vísinda- og tækniframfarir) hafi hingað til haft undan við að brauðfæða sívaxandi mannfjölda, er álagið á vistkerfi jarðar farið að nálgast þolmörk. Viðvörunarmerkin blasa hvarvetna við: Það koma 250 þúsund nýir gestir í kvöldmatinn í dag og alla daga næstu árin. Loftslagsbreytingar af manna völdum eiga eftir að raska matvælaframleiðslu víða um heim. Mengandi orkugjafar fara þverrandi og verða sífellt dýrari. Ofnotkun á nítrati í landbúnaðarframleiðslu mengar vatnsforðabúr og drepur allt kvikt í ám og vötnum og á stórum hafsvæðum. Fjöldi dýrategunda er í útrýmingarhættu. Víða er skortur á öllu: ræktanlegu landi, hreinni orku, ómenguðu vatni. Það verður ekki mikið lengur haldið áfram á sömu braut. Við þurfum að breyta um framleiðsluhætti og lífsstíl. En fyrst verðum við að breyta um hugsunarhátt. Það á bæði við um bændur og neytendur. Umbætur byrja heimaUmbætur byrja heima, stendur skrifað. Landið okkar leggur okkur upp í hendur ný tækifæri í breyttri heimsmynd. Loftslagsbreytingar gera okkur kleift að stunda korn(fóður)rækt með arðbærum hætti. Við höfum nóg landrými til ræktunar. Við höfum greiðan aðgang að hreinni orku og jarðhita. Ísland er eitt helsta vatnsforðabúr okkar heimshluta. Við höfum flest það, sem þarf til að vera í fararbroddi nýrra framleiðsluhátta, sem taka mið af nýrri heimsmynd, nýjum lífsstíl. Það er brýnt að eyða óvissu um eignarhald á auðlindum þjóðarinnar. En svo er spurningin: Ætlum við að halda áfram að hjakka í sama farinu af gömlum vana? Eða ætlum við að nýta sóknarfærin, sem hvarvetna blasa við, til að hefja lífræna ræktun í stórum stíl við hagstæð skilyrði – líka til útflutnings? Þar er markaðurinn. Hvers vegna ætti þá samkeppnisörvandi innflutningur á matvælum að vera áfram bannorð? Í hinni nýju heimsmynd mun verð á matvælum – ekki síst lífrænt ræktuðum – fara ört hækkandi. Matvæli verða dýr á heimsmarkaði. Verðmunur á innlendum farmleiðslukostnaði og heimsmarkaðsverði mun minnka. Samkeppnisstaða Íslands mun stórbatna. Þarna liggja sóknarfærin. Þessa nýju framtíðarsýn vildum við fá að ræða við bændaforystuna á málþinginu á Bifröst. En hún mætti ekki – skilaði auðu gagnvart framtíðinni. Er hún svona föst í viðjum fortíðarinnar? Eiga bændur – og við öll af bændum komin – ekki betra skilið? (Þeim sem vilja kynna sér betur efni málþingsins á Bifröst um framtíð íslensks landbúnaðar í breyttri heimsmynd 13. apríl sl., er bent á vefslóðina bifrost.is). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Öfugt við væntingar hafa mörg okkar, sem sóttum málþing á vegum Háskólans á Bifröst og Neytendasamtakanna þann 13. apríl s.l. um framtíð landbúnaðar í breyttum heimi, farið af ráðstefnunni bjartsýnni á framtíðina en við vorum fyrir. Öfugt við væntingar, segi ég – og vísa þá til þess bölmóðs, sem þjakar alla umræðu um stöðu og framtíð íslensks landbúnaðar. Það er ekki síst fyrir atbeina bændaforystunnar sjálfrar, sem elur á því sí og æ, að bændur séu í útrýmingarhættu – hvorki meira né minna – ef hróflað verði við óbreyttu kerfi. Kannski er svo komið, að hagsmunir bænda og bændaforystunnar fari ekki lengur saman? Breytingar eru bæði fyrirsjáanlegar og að hluta óhjákvæmilegar. Fulltrúi finnsku bændasamtakanna gerði því efni góð skil á málþinginu. En breytingar boða ekki bara hættur heldur líka ný sóknarfæri. Bölmóðurinn er til þess eins fallinn að birgja mönnum sýn á tækifærin. Ósjálfbært kerfiÓbreytt ástand er að vísu ekki gott. Núverandi landbúnaðarkerfi er ekki sjálfbært og fær því ekki staðist til frambúðar. Um það var ekki ágreiningur á málþinginu. Í þessu felst, að aðföng landbúnaðarins (stórvirkar vélar, innflutt orka, tilbúinn áburður, fóðurbætir o.s.frv.), að viðbættum styrkjum og niðurgreiðslum frá skattgreiðendum, eru dýrari en verðmæti afurðanna. Niðurstaðan er sú, að nettóframlag landbúnaðarins til þjóðarframleiðslunnar er neikvætt. Að óbreyttu á þetta ástand aðeins eftir að versna, því að verð aðfanga mun fyrirsjáanlega fara ört hækkandi í framtíðinni. Það framkallar kröfur um hærri styrki og meiri niðurgreiðslur til að viðhalda óbreyttu kerfi. Við þessi skilyrði er um tómt mál að tala, að óbreytt kerfi geti tryggt þjóðinni „fæðuöryggi". Við þetta bætist, að afkoma stórs hluta bændastéttarinnar er langt undir fátæktarmörkum. Þeir bændur, sem eru betur staddir, eru í reynd hnepptir í skuldafangelsi, sem um leið torveldar nýliðun í greininni. Landbúnaðarkerfi, sem skilar þeim sem eiga afkomu sína undir því ekki meiri árangri en þetta, er ekki á vetur setjandi. Landbúnaðar- og byggðastefna, sem snýst um það að halda dauðahaldi í óbreytt kerfi og að leggjast í andóf gegn nauðsynlegum breytingum, er hvorki bændum né neytendum í hag. Hún er einfaldlega tímaskekkja. Hér þarf nýja hugsun – nýja sýn. Þarna getum við reyndar lært margt af Evrópusambandinu, eins og okkar finnski gestur á málþinginu sýndi fram á. Nýr lífsstíllHvað gefur okkur þá tilefni til bjartsýni – þrátt fyrir allt? Lítum snöggvast út fyrir túnfótinn. Það er ekki langt síðan íbúatala jarðar fór yfir 7 milljarða markið. Meira en helmingur þessa mannfjölda býr nú í borgum. A.m.k. 2 milljarðar eiga eftir að bætast í hópinn á næstu áratugum, áður en aðgerðir til að stemma stigu við stjórnlausri offjölgun fara að bera árangur. Þótt mannlegt hugvit (vísinda- og tækniframfarir) hafi hingað til haft undan við að brauðfæða sívaxandi mannfjölda, er álagið á vistkerfi jarðar farið að nálgast þolmörk. Viðvörunarmerkin blasa hvarvetna við: Það koma 250 þúsund nýir gestir í kvöldmatinn í dag og alla daga næstu árin. Loftslagsbreytingar af manna völdum eiga eftir að raska matvælaframleiðslu víða um heim. Mengandi orkugjafar fara þverrandi og verða sífellt dýrari. Ofnotkun á nítrati í landbúnaðarframleiðslu mengar vatnsforðabúr og drepur allt kvikt í ám og vötnum og á stórum hafsvæðum. Fjöldi dýrategunda er í útrýmingarhættu. Víða er skortur á öllu: ræktanlegu landi, hreinni orku, ómenguðu vatni. Það verður ekki mikið lengur haldið áfram á sömu braut. Við þurfum að breyta um framleiðsluhætti og lífsstíl. En fyrst verðum við að breyta um hugsunarhátt. Það á bæði við um bændur og neytendur. Umbætur byrja heimaUmbætur byrja heima, stendur skrifað. Landið okkar leggur okkur upp í hendur ný tækifæri í breyttri heimsmynd. Loftslagsbreytingar gera okkur kleift að stunda korn(fóður)rækt með arðbærum hætti. Við höfum nóg landrými til ræktunar. Við höfum greiðan aðgang að hreinni orku og jarðhita. Ísland er eitt helsta vatnsforðabúr okkar heimshluta. Við höfum flest það, sem þarf til að vera í fararbroddi nýrra framleiðsluhátta, sem taka mið af nýrri heimsmynd, nýjum lífsstíl. Það er brýnt að eyða óvissu um eignarhald á auðlindum þjóðarinnar. En svo er spurningin: Ætlum við að halda áfram að hjakka í sama farinu af gömlum vana? Eða ætlum við að nýta sóknarfærin, sem hvarvetna blasa við, til að hefja lífræna ræktun í stórum stíl við hagstæð skilyrði – líka til útflutnings? Þar er markaðurinn. Hvers vegna ætti þá samkeppnisörvandi innflutningur á matvælum að vera áfram bannorð? Í hinni nýju heimsmynd mun verð á matvælum – ekki síst lífrænt ræktuðum – fara ört hækkandi. Matvæli verða dýr á heimsmarkaði. Verðmunur á innlendum farmleiðslukostnaði og heimsmarkaðsverði mun minnka. Samkeppnisstaða Íslands mun stórbatna. Þarna liggja sóknarfærin. Þessa nýju framtíðarsýn vildum við fá að ræða við bændaforystuna á málþinginu á Bifröst. En hún mætti ekki – skilaði auðu gagnvart framtíðinni. Er hún svona föst í viðjum fortíðarinnar? Eiga bændur – og við öll af bændum komin – ekki betra skilið? (Þeim sem vilja kynna sér betur efni málþingsins á Bifröst um framtíð íslensks landbúnaðar í breyttri heimsmynd 13. apríl sl., er bent á vefslóðina bifrost.is).
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun