Enn um sæstreng Valdimar K. Jónsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Greinar Magnúsar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, í Fréttablaðinu 26. apríl og 9. maí 2012 eru athyglisverðar. Þar kemur fram að sæstrengur frá Íslandi til Bretlands standi ekki fjárhagslega undir sér, en þó væri hægt að réttlæta lagningu strengsins vegna breytinga á forsendum sem komið hafa fram á undanförnum árum. Nefnir hann m.a. „aukna spurn eftir endurnýjanlegri orku, markmið Evrópusambandsins 2020, hátt raforkuverð og spár um frekari hækkanir auk almennra tækniframfara" o.fl. á þessum nótum. Kannski er eitthvað af þessu líklegt en ekkert er fast í hendi. Ég er þeirrar skoðunar að hagkvæmni svo stórrar framkvæmdar sem sæstrengur til Bretlands er, þurfi að liggja fyrir áður en ákvörðun er tekin, en ekki aðeins í formi óskhyggju og/eða trúar á einhverja tiltekna framtíðarþróun. Þegar ákvörðun var tekin á sínum tíma um byggingu Kárahnjúkavirkjunar, þá hafði verið gengið frá samningum til langs tíma um sölu á mestum hluta orkunnar frá virkjuninni. Umræddur sæstrengur er kostnaðarlega miklu stærri framkvæmd en Kárahnjúkavirkjun sem hingað til er talin stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl 2012 óskaði ég eftir því að Landsvirkjun birti kostnað og aðrar upplýsingar um sæstreng til Bretlands. Þar er ég að tala um heildarkostnað við flutningsvirki, þar sem tekið væri tillit til allra nauðsynlegra framkvæmda svo og rekstrarkostnaðar, kostnaðar við fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir í bilanatilvikum. Landsvirkjun hefur enn ekki séð ástæðu til að svara athugasemdum mínum, þrátt fyrir að ég hafi ítrekað þær í einkapósti 4. maí 2012 til formanns stjórnar Landsvirkjunar, Bryndísar Hlöðversdóttur. Morgunblaðið hefur eftir forstjóra Landsvirkjunar eftir ársfund 2012: „Lagning sæstrengs til Evrópu gæti stórbætt lífskjör á Íslandi. Mikilvægt væri að skapa sátt um þetta verkefni því það er ekki einkamál orkufyrirtækjanna á Íslandi." Í seinni grein Magnúsar kemur fram hugsanleg þróun raforkusölu Landsvirkjunar fram til 2025, þar sem sæstrengur væri kominn í notkun 2018. Er þetta ekki allt of stuttur fyrirvari? Landsvirkjun hefur leitt hjá sér að svara spurningum mínum og leiðir þannig hjá sér að taka þátt í opnum skoðanaskiptum um framkvæmdina eins og hún hefur margsinnis lýst yfir. Fyrirtækið hefur verið að vinna að undirbúningi í liðlega tvö ár svo það hlýtur að vera til fullt af upplýsingum og niðurstöðum, sem mætti birta opinberlega. Hrunið kenndi okkur að ákvarðanir um stórar framkvæmdir eins og sæstreng mega alls ekki vera á hendi örfárra einstaklinga. Þeir gætu tekið upp á því að loka sig af í vistarverum ríkiskerfisins og birta aðeins við og við reifarakenndar vangaveltur um eitthvað allt annað en kjarna máls. Næsta stórframkvæmd í orkumálum verður bara að ganga upp, annars förum við öll endanlega á hausinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? Evrópusambandið hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar endurnýjanlega orku og hyggst sambandið stórauka raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. 9. maí 2012 11:00 Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. 26. apríl 2012 06:00 Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Greinar Magnúsar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, í Fréttablaðinu 26. apríl og 9. maí 2012 eru athyglisverðar. Þar kemur fram að sæstrengur frá Íslandi til Bretlands standi ekki fjárhagslega undir sér, en þó væri hægt að réttlæta lagningu strengsins vegna breytinga á forsendum sem komið hafa fram á undanförnum árum. Nefnir hann m.a. „aukna spurn eftir endurnýjanlegri orku, markmið Evrópusambandsins 2020, hátt raforkuverð og spár um frekari hækkanir auk almennra tækniframfara" o.fl. á þessum nótum. Kannski er eitthvað af þessu líklegt en ekkert er fast í hendi. Ég er þeirrar skoðunar að hagkvæmni svo stórrar framkvæmdar sem sæstrengur til Bretlands er, þurfi að liggja fyrir áður en ákvörðun er tekin, en ekki aðeins í formi óskhyggju og/eða trúar á einhverja tiltekna framtíðarþróun. Þegar ákvörðun var tekin á sínum tíma um byggingu Kárahnjúkavirkjunar, þá hafði verið gengið frá samningum til langs tíma um sölu á mestum hluta orkunnar frá virkjuninni. Umræddur sæstrengur er kostnaðarlega miklu stærri framkvæmd en Kárahnjúkavirkjun sem hingað til er talin stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl 2012 óskaði ég eftir því að Landsvirkjun birti kostnað og aðrar upplýsingar um sæstreng til Bretlands. Þar er ég að tala um heildarkostnað við flutningsvirki, þar sem tekið væri tillit til allra nauðsynlegra framkvæmda svo og rekstrarkostnaðar, kostnaðar við fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir í bilanatilvikum. Landsvirkjun hefur enn ekki séð ástæðu til að svara athugasemdum mínum, þrátt fyrir að ég hafi ítrekað þær í einkapósti 4. maí 2012 til formanns stjórnar Landsvirkjunar, Bryndísar Hlöðversdóttur. Morgunblaðið hefur eftir forstjóra Landsvirkjunar eftir ársfund 2012: „Lagning sæstrengs til Evrópu gæti stórbætt lífskjör á Íslandi. Mikilvægt væri að skapa sátt um þetta verkefni því það er ekki einkamál orkufyrirtækjanna á Íslandi." Í seinni grein Magnúsar kemur fram hugsanleg þróun raforkusölu Landsvirkjunar fram til 2025, þar sem sæstrengur væri kominn í notkun 2018. Er þetta ekki allt of stuttur fyrirvari? Landsvirkjun hefur leitt hjá sér að svara spurningum mínum og leiðir þannig hjá sér að taka þátt í opnum skoðanaskiptum um framkvæmdina eins og hún hefur margsinnis lýst yfir. Fyrirtækið hefur verið að vinna að undirbúningi í liðlega tvö ár svo það hlýtur að vera til fullt af upplýsingum og niðurstöðum, sem mætti birta opinberlega. Hrunið kenndi okkur að ákvarðanir um stórar framkvæmdir eins og sæstreng mega alls ekki vera á hendi örfárra einstaklinga. Þeir gætu tekið upp á því að loka sig af í vistarverum ríkiskerfisins og birta aðeins við og við reifarakenndar vangaveltur um eitthvað allt annað en kjarna máls. Næsta stórframkvæmd í orkumálum verður bara að ganga upp, annars förum við öll endanlega á hausinn.
Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? Evrópusambandið hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar endurnýjanlega orku og hyggst sambandið stórauka raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. 9. maí 2012 11:00
Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. 26. apríl 2012 06:00
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar